Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2017, Síða 7

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2017, Síða 7
 Vinnuumhverfið á þingi er eðlisólíkt flestu öðru. Fólk sem velur sér þessa vinnu á það vissulega flest sameiginlegt að forðast ekki athygli en það er engu að síður töluvert stökk að vera skyndilega orðin opinber manneskja. Vinnuálagið er gríðarlega mikið á köflum með rólegri tíma inn á milli. Þingfundirnir sjálfir segja þó bara hálfa söguna, því stór hluti starfsins felst í nefndafundum, öflun og lestri upplýsinga af ýmsum toga, sérhæfingu í tilteknum málum, samskiptum við fólk, skrifum, tillögugerð og svona mætti lengi telja. Það er alls ekki þannig að þeir sem mest ber á í fjölmiðlum hverju sinni séu þeir sem mest skilja eftir sig. Svo myndast þarna oft persónuleg tengsl og vinátta sem gengur þvert á pólitískar skoðanir og samstarf. Það er verulega dýrmætt í svona umhverfi. Þingsetan hófst eftir frekar óvenjulegt kjörtímabil og erfiðar stjórnarviðræður. Þegar þú lítur til baka yfir síðasta ár, hvað stendur upp úr? Fyrir mig persónulega er það einfaldlega sú ákvörðun að láta vaða. Ég var lengi vel þeirrar skoðunar að ég ætti frekar að vera í aftursætinu, halda áfram að móta starf Viðreisnar með félögum mínum og styðja þannig við þá sem færu í framboð. Ég var í góðu og spennandi starfi hjá öflugu fyrirtæki og hafði ekkert endilega hugsað mér að gera breytingu þar á. En ég sé alls ekki eftir því að hafa tekið slaginn. Ég er mjög stolt af því að vera hluti af þeim sterka samheldna hópi sem þingflokkur Viðreisnar og nánasta bakland hans er. Þingstörfin á þessu kjörtímabili hafa að langmestu leyti snúist um efnahagsmál. Horfurnar eru bjartar, atvinnuástand gott og fólk finnur fyrir auknum kaupmætti. Við þurfum að reyna að tryggja að sem flestir njóti góðs af þessu ástandi á sama tíma og við erum á varðbergi vegna hugsanlegrar niðursveiflu. Krónan gerir okkur auðvitað erfitt fyrir, eins og fyrri daginn, enda er endurskoðun á peningastefnu þjóðarinnar meðal þeirra stóru verkefna sem eru í gangi. Af einstökum þingmálum langar mig sérstaklega að nefna jafnlaunavottunina. Viðreisn lofaði að hún yrði fyrsta mál á dagskrá flokksins á þingi og við stóðum við það. Ég er sannfærð um að jafnlaunavottunin á eftir að sanna gildi sitt, ekki bara til að jafna laun kynja á vinnumarkaði heldur líka til að greina betur þau öfl sem ráða, meðvitað og ómeðvitað, þegar samið er um kaup og kjör. Það kemur öllum til góðs að við áttum okkur á því. Hvernig skýrirðu fyrir kjósendum þínum málamiðlanir sem þarf að sættast við þegar um er að ræða stjórnarviðræður milli þriggja flokka? Á sér stað eitthvert samtal innra með manni í slíkum aðstæðum? Innra samtal er sannarlega góð lýsing. Það var ekki einfalt að fara í gegnum þetta ferli í fyrsta skipti með nýjan flokk. Viðreisn er með nokkur stór og metnaðarfull mál á dagskrá. Eðli málsins samkvæmt þurftum við að gera málamiðlanir í stjórnarmyndunarviðræðunum og eins er ljóst að það tekur lungann úr kjörtímabilinu að hrinda þeim málum í framkvæmd sem komust inn í stjórnarsáttmálann. Þegar svo er háttað er ómetanlegt að finna fyrir annars vegar skilningi og stuðningi baklandsins en jafnframt pressunni sem kemur þaðan. Viðreisn hefur skýran tilgang og við sem stöndum í framlínunni erum minnt á það daglega af þessu sterka baklandi. Auðvitað eru takmörk fyrir því hversu langt flokkar geta teygt sig í samstarfi en við hefðum aldrei tekið þátt í þessum stjórnarmeirihluta 7

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.