Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2017, Qupperneq 51

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2017, Qupperneq 51
og skapa list. Og í dag segist ég vera skáld – myndskáld, sem er einhvern veginn frjálsara en að segjast vera listamaður, því ég skálda myndir. Leikhúsumhverfi hljómar eins og fullkomin umgjörð fyrir upprennandi listamann? Leikhúsið gaf mér vissulega veglegt veganesti fyrir framtíðina. Að fá að kynnast öllu því frábæra listafólki sem ég kynntist í uppeldinu var gefandi og jú – örugglega eitthvað sem gaf mér sjálfstraust og ákveðna sýn sem ég hef fylgt síðan. Kannski má segja að sú reynsla hafi nýst mér best áður en ég kom út úr skápnum, því þá lék ég rulluna mína óaðfinnanlega. Þegar ég var yngri faldi ég það hver ég var ákaflega vel og „lék“ ákveðið hlutverk fyrir umheiminn. Það var ekki góður tími og mér leið ákaflega illa en þetta voru ákveðin varnarviðbrögð og leikhæfileikarnir komu vissulega að góðum notum. Minn þroski kom eiginlega fyrst með þeirri ákvörðun að hætta að leika og leyfa mér að vera ég – það var þroskaskref og þá fyrst má segja að ég hafi byrjað að feta leiðina að hamingju og þroska. Hjónaskilnaðir geta valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra mikilli vanlíðan og streitu. Að þurfa samtímis að takast á við nýja trans sjálfsmynd hljómar nánast ógerlegt. Hvar fannstu styrkinn og hugrekkið til að takast á við þessar áskoranir? Ég kom ekki út sem trans fyrr en rúmum áratug eftir að ég skildi. Ég var í nokkrum samböndum milli þess og áður en ég kom út úr skápnum. Aldrei sagði ég mínum kærustum frá því að ég væri trans í byrjun. Það kom vissulega oftast í ljós þegar á leið og oftar en ekki varð það til þess að samböndin brustu – það er ekki hægt að byggja sambönd á lygi, maður verður að koma til dyranna eins og maður er klæddur. Það var svo meðvituð ákvörðun að vera ein þegar ég var að takast á við það að koma út úr skápnum. Þegar maður tekst á við slíkt, hvort sem maður er trans, samkynhneigð eða eitthvað annað, þá hefur maður ekki mikið pláss fyrir aðra manneskju í sínu lífi. Það gengur einfaldlega of mikið á í sálinni. Hjá mér var ákvörðunin um að koma út langt í frá einhver skyndiákvörðun. Ég hafði velt henni fyrir mér í áratugi. Oftast fengið þá niðurstöðu að halda mig inni í skápnum og eiga það einungis með sjálfri mér hver ég væri. En það varð stöðugt meira þrúgandi og að lokum var það mikill léttir að ákveða að viðurkenna hver ég væri og vera opin með það. Það má kannski segja að það kalli á ákveðið hugrekki en léttirinn er svo mikill að það yfirtekur allt. Jú, maður missir vini og ákveðnir aðilar hætta að yrða á mann, sumir missa virðingu fyrir manni og það eru aðrar áskoranir eins og varðandi atvinnumöguleika og hvernig fólk kemur almennt fram við mann en ég hef alltaf skrifað það á fordóma og vanþekkingu. Þeir aðilar sem hafa sagt skilið við mig vegna þess að ég er trans eru einstaklingar sem ég sakna ekki í dag. En ef það er eitthvað öðru fremur sem hefur gefið mér styrk þá er það móðir mín sem alltaf hefur staðið við hlið mér og stutt mig þegar ég þurfti hvað mest á að halda og svo er það auðvitað listin – það hefur verið í gegnum listina sem ég hef fengið ómældan styrk og sjálfstraust til að takast á við líf mitt. Sýningin síðasta sumar á Hinsegin dögum var mikilvægur hlekkur í því. Var einhver ákveðinn tímapunktur þar sem þú sagðir við sjálfa þig: „Núna er ég orðin starfandi listamaður!“ Eftir að sambúð minni lauk ákvað ég að gerast listamaður og hef haldið mig við það síðan. Viðurkenning hefur síðan verið eitthvað sem ég – og aðrir listamenn – verð að berjast fyrir með því að vinna einfaldlega. Það eru verkin sem tala. En það skal sagt hér að þegar ég hóf nám við Listaháskóla Íslands árið 2015 varð enn ein hugarfarsbreytingin hjá mér. LHÍ er á margan hátt betri skóli en forverinn MHÍ var. Í MHÍ var verið að draga úr nemendum og allt var þar í gamaldags skorðum. Í LHÍ eru nemendur hvattir til að skapa og koma sér á framfæri frá fyrsta degi og þeim sagt að með því að gerast nemendur við LHÍ séu þeir þar með orðnir listamenn. Eftir að hafa velt listamannshugtakinu fyrir mér alla mína ævi hef ég komist á þá skoðun að Listamaðurinn sé „erkitýpa“ – maður fæðist einfaldlega þannig (svona líkt og það að vera trans). Margir reyna að berjast gegn því með miður góðum árangri en blómlegt og hamingjusamt líf fæst einungis með því að viðurkenna hver og hvað maður er og fylgja því. Hverjir eru áhrifavaldar þínir? Áhrifavaldarnir koma víða að. Ef við höldum okkur við myndlist þá hefur það breyst í gegnum tíðina hverjir hafa verið mestu áhrifavaldarnir. Erró var mér mikil uppspretta sem krakki. Hans líf var, og er, mér mikill innblástur sem og auðvitað Kjarval. Síðar varð Sigurður Guðmundsson mér mikill innblástur og er enn. Sama má segja um Ólaf Elíasson. Þegar Odd Nerdrum fluttist til Íslands varð hann mér mikil fyrirmynd. Og auðvitað Andy Warhol. En í dag eru það Marchel Duchamp og Bill Viola. En þetta eru bara svona nokkur dæmi – í rauninni fæ ég innblástur nánast hvaðan sem verða vill. Þú hélst sýningu á Hinsegin dögum 2016 sem var titluð Umbreyting. Hver var tilurð sýningarinnar og efnistök? Já, þetta var mér afar mikilvæg sýning. Hún hafði verið að gerjast í sál minni lengi. Titillinn vísar til þeirrar umbreytingar sem ég hef gengið í gegnum sem auðvitað er lituð af því að vera trans; í felum fyrstu þrjátíu ár ævinnar og svo opin í dag. Þegar ég var að koma út úr skápnum – ég man þetta eins og það hefði gerst í gær – settist ég fyrir framan tölvuna og skráði hikandi inn leitarorðið „transvestite“. Niðurstaðan var með hreinum ólíkindum. Fleiri hundruð þúsund niðurstöður! Ég var ekki lengur ein í heiminum, við vorum svo mörg. Internetið er magnað fyrirbæri. Nú gat ég fræðst og það sem meira var, ég gat sett mig í samband við annað trans fólk. En fljótlega þegar maður fer í rannsóknarvinnu á trans fólki poppa upp pornósíður. Það kom í ljós að trans fólk, sérstaklega M2F (konur sem fæðast í karllíkama en fara í kynleiðréttingu), hefur sérstaka kategóríu í pornóheiminum sem oft er kölluð „shemale“ eða „ladyboy“. Það sem sló mig sérstaklega við þessa uppgötvun var að þarna voru á ferð gullfallegar konur, sexí og sláandi – með typpi. Ég fann viðtöl við sumar þessara kvenna þar sem þær voru að lýsa lífi sínu og starfi. Það sem ég hjó hvað mest eftir var að þær voru undantekningalaust sáttar við líkama sinn. Auðvitað hafa þær gengið í gegnum hormónameðferð og einhverjar lýtaaðgerðir en kynfærin voru engin skömm. Oft töluðu þær um að þær hefðu „lady-stick“, „big-clit“ eða einfaldlega „dick“. Hér voru einfaldlega konur á ferðinni sem höfðu typpi og voru bara stoltar af því. Í framhaldinu fór ég svo í rannsóknarvinnu á „þriðja-kyninu“ sem er mun algengara í samfélagslegu samhengi en maður gæti haldið hafandi alist upp á litla Íslandi. Þegar ég svo flyst aftur til Íslands í byrjun aldarinnar set ég mig í samband við lítið nýstofnað félag á Íslandi sem hét, og heitir, Trans Ísland. Það var svona lítill hópur, aðallega M2F, sem var hugsaður sem stuðnings- og hagsmunahópur þeirra sem hugðust fara í það sem seinna var farið að kalla kynleiðréttingu. En það sem sló mig hvað mest eftir að ég fór að starfa með þessum hópi var 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.