Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2017, Page 56

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2017, Page 56
KYNSTRIN ÖLL Á BORGAR BÓKA SAFNINU Þegar bókasafn Samtakanna ‘78 var lagt niður árið 2014 tók Borgarbókasafnið við hluta af safnkostinum, aðallega erlendum skáldsögum. Frá upphafi var gengið út frá því að halda áfram þeirri uppbyggingu sem Samtökin höfðu staðið fyrir með því að bæta við nýju efni og halda áfram að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost hinsegin bókmennta. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að fá inn bækur fyrir yngri lesendur, ungmenni og börn, auk þess sem sjálfsævisögur og bækur hinsegin fólks utan Vesturlanda koma nú út í auknum mæli. Samhliða þessu eru klassísk rit að sjálfsögðu í hávegum höfð. Eftir nokkrar bollaleggingar var ákveðið að halda Samtakasafninu sér til að auðvelda aðgengi að bókunum en þá kom strax upp vandamál: nýju ungmennabækurnar eru svo eftirsóttar að það hafa orðið átök um þær milli deilda. Ungmennadeildin hefur því fengið nokkrar ‚að láni‘, enda ljóst að hinsegin málefni eru mikið til umræðu og vekja áhuga ungra lesenda. Sem dæmi um vinsælar og áhugaverðar bækur má nefna skáldsögur eftir David Levithan og Malinda Lo, bók Lisu Williamson, The Art of Being Normal, og skáldsögur um intersex, eins og None of the Above eftir I.W. Gregorio og Golden Boy eftir Abigail Tarttelli. Rafbókasafnið hallar sér líka að hinsegin málum en þar má finna bækurnar Another Brooklyn eftir Jacqueline Woodsoon, Symptoms of Being Human eftir Jeff Garvin, þar sem persónan er dulkynja, Girl Mans Up eftir M.E. Girard (titillinn segir sig sjálfur) og fræðibókina Invisible Orientation: Introduction to Asexuality. Hinsegin barnabókum fer fjölgandi og má t.d. nefna glænýja bók Emmu Donoghue, The Lotterys og bækur fyrir allra yngstu börnin eins og Morris Micklewhite and the Tangerine Dress, King and King og A Tale of Two Mommies. YouTube-stjarnan Jazz Jennings, sem er ung trans kona, segir enn fremur sögu sína í barnabókinni I am Jazz og í framhaldinu í ævisögunni Being Jazz. Ekki má gleyma fullorðnum lesendum. Sem dæmi um nýjar bækur er vakið hafa athygli má nefna Tiny Pieces of Scull eftir Roz Kaveney, sem var skrifuð 1988 en ekki gefin út fyrr en 2015, Under the Udala Trees eftir hina nígerísku Chinelo Okparanta og God in Pink eftir Hasan Namir, en síðastnefndi höfundurinn er frá Írak og fjallar um stöðu hinsegin múslima. Beijing Comrades eftir Kínverjann Bei Tong er bók frá áttunda áratugnum sem á sínum tíma varð költ bók í heimalandinu og hefur nú loks verið þýdd á ensku. Af ævisögum má t.d. nefna In the Darkroom, nýja bók þar sem Susan Faludi segir sögu föður síns, Trans eftir Juliet Jacques og Queer and Pleasant Danger eftir Kate Bornstein. Loks má nefna nýja fræðibók, How to Survive a Plague: The Inside Story of How Citizens and Science Tamed AIDS, sem byggð er á samnefndri heimildarmynd og hefur hlotið verðskuldaða athygli. Samtakasafnið er góður fengur fyrir Borgarbókasafnið og tryggir aukna fjölbreytni í safnkosti. Það er augljóst að hinsegin bækur eiga heima á almenningsbókasafni og njóta vinsælda hjá lesendum af öllum kynjum. Við leggjum metnað okkar í að fylgjast vel með útgáfu og umræðu um hinsegin bókmenntir auk þess að taka innkaupatillögum fagnandi. 56

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.