Af vettvangi - 01.02.1988, Page 1

Af vettvangi - 01.02.1988, Page 1
FRÉTTABIAÐ VSÍ - YINNUVEITENDASAMBANDS ÍSIANDS v. tbl. l.ár febrúar 88 Eftir að uppstytta varð í samningavið- ræðum VSI og VMSÍ blasir við óvissa um framhald viðræðna og launaþróun á árinu. VSÍ hefur lagt áherslu á að samningar verði að miðast við lækkandi verðbólgustig og gilda í 12- 15 mánuði. A hinn bóginn blasa við kröf- ur Verkamannasambandsins um veru- lega hækkun launakostnaðar. VSÍ telur að sú leið muni óhjákvæmilega leiða til rekstrarstöðvunar §ölda útflutningsfyrir- tækja og síðar almenns samdráttar. Einu mögulegu viðbrögðin væru þá gengisfell- ing og því meiri sem kostnaðarhækkan- imar væm stórstígari. VSÍ hefur af þessum ástæðum talið óhjákvæmilegt að afkoma útflutnings- greina og rekstrarforsendur verði að skýrast í tengslum við nýja kjarasamn- inga, því í reynd sé tekist á um verð- bólgustig en ekki kaupmátt. Um þetta hljóti viðræðumar að snúast á næstunni. Samningar Vinnuveitendafélags Vest- NÝJAR OG LAKARIADSTÆÐUR 5% SAMDRÁTTUR RÁÐSTÖFUNARTEKNA EYÐSLA HÉRLENDIS ER ÁHYGGJUEFNI fjarða og Alþýðusambands Vestflarða, sem gerðir vom 25. janúar sl. markast af þessum viðhorfum. Þar er lagt til grund- vallar samningsgerð að verðbólga fari hjaðnandi og væntingum um verðlags- áhrif launa og gengisþróunar tengdar samningsniðurstöðunni. Samningurinn gildir frá undirskriftar- degi til ársloka og í honum felst, að gmnnlaun hækka strax um kr. 1500, eða sem svarar 4,5-5% hækkunar, auk áfangahækkana, 1. apríl 3% og 1. ágúst 2,5%. Auk þess er í samningnum gengið til móts við kröfur fiskvinnslufólks um sér- stakar hækkanir til að vega upp þann slaka, sem orðið hefur á launum þess m.v. aðra hópa á sl. ári. Þetta birtist í ákvæðum um auknar starfsaldurshækk- anir, hærra námskeiðsálagi sérhæfðs fiskvinnslufólks og lengingu orlofs um 1 dag eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki. Þetta er talið svara til 2,5% hækkunar launa. Heildarhækkun á samningstíman- um er því 13-14%. Samningurinn miðar við að vísitala framfærslukostnaðar verði innan við 258 stig í júní og 266 stig í október. Fari verðbólga umfram þessi mörk getur ASV krafist endurskoðunar að því marki en náist ekki samkomulag verður launa- liður laus frá næstu mánaðarmótum. Þessi samningur hefur þegar verið samþykktur í öllum verkalýðsfélögum á Vestfjörðum og ætti því að geta orðið viðmiðun fyrir framhald samningavið- ræðna, ef raunsætt mat á stöðu atvinnu- lífsins fær ráðið niðurstöðunni. í kjarasamningunum á Vestfjörðum er gengib til móts við kröfur fiskvinnslufólks um sérstakar hækkanir til að vega uþþ þann slaka, sem orðið hefur á launaþróun þess mið- að við aðra launþega á liðnu ári. OPNUVIÐTAL VIÐ GUNNAR J. FRIÐRIKSSON Við getum ekki staðið einir utan Evrópumarkaða, segir formaður samtakanna í tilefni af inngöngu VSÍ og FÍI í samtök vinnuveitenda og iðnrekenda í Evrópu - UNICE - bls. 6-7.

x

Af vettvangi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Af vettvangi
https://timarit.is/publication/1566

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.