Af vettvangi - 01.02.1988, Page 7
AF VEmfANCI 7
heilsteyptum markaði meðal landa Efna-
hagsbandalagsins. Það þýðir frjálsan
flutning fólks, varnings, þjónustu og
fjármagns, milli þessara landa, þannig að
í efnahagslegu tilliti starfi þau nánast
sem ein heild. Delors taldi að ekkert
ætti að geta hindrað að úr þessu myndi
verða. Það væri algjör forsenda þess að
Evrópa gæti staðið jafnfætis Japönum og
Bandaríkjunum á sviði iðnaðar og tækni.
Án heilstæðs markaðar Evrópubanda-
lagsins, væri slíkt óhugsandi.
Varðandi EFTA löndin sagði Delors
að fyrir þau sem ekki treystu sér til að
gerast fullgildir aðilar af pólitískum
ástæðum, væri það sín skoðun að þau
myndu í reynd geta orðið hluti af þessari
markaðsheild, svo fremi að þau löguðu
sig að reglum bandalagsins og skal þess
getið að Austurríkismenn eru þegar
famir að vinna skipulega að því. Hvað ís-
land varðar, má segja að við séum þegar
famir að aðlaga okkur bandalaginu, m.a.
með upptöku staðgreiðslu skatta og með
áformum um að taka upp virðisauka-
skatt. Þessi skattaform em ríkjandi í
Efnahagsbandalagslöndunum. Nýsam-
þykktar breytingar á tollum og vöm-
gjöldum stefna að sama marki, þannig að
skatta- og tollareglur okkar færast
stöðugt nær því, sem gerist meðal ná-
lægra landa en hvort tveggja er forsenda
þess, að við getum í framtíðinni haldið
bestu kjaraviðskiptum við ríki
Evrópubandalagsins. Það er mat okkar í
Vinnuveitendasambandinu að íslending-
ar geta ekki staðið einir utan þessa
markaðar, þó við hljótum alltaf að þurfa
að njóta þar nokkurrar sérstöðu“.
NOTAÖLL TÆKIFÆRi
Um sérstöðu okkar sagði Gunnar:
„Það er fyrst og fremst sérstaða okkar
hvað varðar fiskimiðin, þar sem við get-
um ekki, miðað við núgildandi reglur
bandalagsins, notið fullkominna réttinda
eins og um meðlimaríki væri að ræða.
Það er því mat okkar að með því að nota
öll tækifæri sem gefast til þess að kynna
þessa sérstöðu, m.a. á vettvangi sterkra
hagsmunasamtaka á borð við UNICE
séu meiri líkur til þess að við getum er
tímar líða náð því að njóta hagræðisins
eins og um aðild væri að ræða, en án
þeirra fóma sem af formlegri aðild myndi
að óbreyttu leiða.
Á þessum fundi voru menn mjög bjart-
sýnir og ríkti þar einhugur um nauðsyn
þess að ná settu marki um eina markaðs-
heild 1992“.
AÐLOKUM
Gunnar var spurður hvort fordæmi
væm fyrir því innan Efnahagsbandalags-
ins að tekið væri tillit til aðstæðna eins
og okkar íslendinga hvað varðar fiski-
miðin. Hann kvað svo ekki vera, aftur á
móti væri þar fylgt ákveðinni byggða-
stefnu varðandi svokallaðar jaðarþjóðir
og þá í formi stuðnings úr sameiginleg-
um sjóðum. Hann sagði okkur íslendinga
þó aldrei geta samið um slíkan stuðning í
stað aðgöngu að fiskimiðunum. Slíkt
kæmi aldrei til greina.
Gunnar sagði að lokum: „Það var
mjög fróðlegt og ánægjulegt að sitja
þennan fyrsta forsætisfund okkar í
UNICE. Við höfum fullan hug á að taka
virkan þátt í starfi innan samtakanna. Ég
geri ráð fyrir að við veljum okkur þar
ákveðin svið sem við viljum leggja sér-
staka áherslu á þar sem við höfum ekki
mannskap til að fylgjast með öllu því sem
fer fram þama í Brussel. En smæðin
gerir það ekki síður nauðsynlegt að fylgj-
ast með því sem er að gerast í okkar
næsta nágrenni. Við hljótum því á öllum
sviðum að beita áhrifum okkar til þess,
að stefnumótun gangi ekki gegn okkar
hagsmunum, en það getur svo auðveld-
lega gerst ef enginn er til að kynna þá“.
RÉnUR TIL LÁNA VERÐIALMENNUR
Framkvæmdastjóm Vinnuveitenda-
sambandsins varaði mjög eindregið
við því að vikið yrði frá þeirri megin-
stefnumörkun í málefnum Húsnæðis-
málastofnunar ríkisins, að réttur til lána
yrði almennur, þannig að þeir sem láns-
rétt áttu í lífeyrissjóðum nytu allir sama
réttar. Einasta frávikið yrði það, að þeir
sem kaupa í fyrsta sinn njóti réttar um-
fram þá sem íbúð eiga fyrir. Þessi vam-
aðarorð komu fram í umsögn VSÍ um
nýja frumvarpið um Húsnæðisstofnun,
sem Alþingi samþykkti í síðasta mánuði.
Breytingamar sem Alþingi samþykkti
em þríþættar.
1. Húsnæðisstjóm er heimilað að
skerða eða synja um lán til þeirra,
sem eiga fleiri en eina íbúð fyrir og að
takmarka lánsfjárhæð og breyta láns-
kjömm gagnvart þeim, sem eiga fyrir
fullnægjandi íbúðareign, skuldlitla og
stærri en 180 fermetra.
2. Umsækjandi skal fyrst fá svar um
það, hvort hann á rétt á láni en við
það er miðað að skuldbindandi loforð
um lán og útborgunardag sé ekki gef-
ið út með meira en eins árs fyrirvara.
3. Stjóm Húsnæðisstofnunar er veitt
heimild til að flytja til í forgangsröð þá
umsækjendur sem að mati hennar
eiga ófullnægjandi íbúðarhúsnæði eða
þurfa að skipta um húsnæði af ijöl-
skylduástæðum. Um framkvæmd
þessa ákvæðis og þess sem greint er
frá í fyrsta tölulið skal nánar fjallað í
reglugerð.
í umsögn sinni benti VSÍ ennfremur á,
að ef fela ætti Húsnæðisstofnun að meta
þarfir manna væri eins víst, að sjóðsfél-
agamir stæðu ekki jafnt að vígi. Nýja
húsnæðiskerfið hefði einmitt átt að
tryggja jafnstöðu manna í þessu efni, án
tillits til þess hver þekkti hvem.