Fræðaþing landbúnaðarins - mar. 2011, Blaðsíða 441
VEGGSPJÖLD | 441
Hólmgeir Björnsson
Sýni til mælingar á losun C og N í hitaskáp voru tekin í maí 2002 úr 0 − 20 cm dýpt í
þrem sléttum með mismunandi ræktunarsögu í Miðgerði í Eyjafirði, Vindheimum í
Skagafirði og á Korpu, þ.e. nýlegum byggakri (6, 2 og 2 ár), eldri byggakri (13, 6 og 7
ár) og túni, þrír sýnitökureitir í hverri sléttu (sjá Verkefni um móajarðveg 2002 –
2005. I). Ekki er hér fjallað um sýni úr jarðvinnslutilraun á Korpu.
Sýni voru geymd í kæli þar til þau voru tekin til mælingar. Möl >2 mm var sigtuð frá,
vatni bætt í að um 60 % af vatnsheldni eins og hún mældist í flýtimælingu. Sýni til
mælingar á losun CO2 voru um 50 g, þurrefni að meðaltali 45% í Miðgerði, 49% á
Korpu, en 67% í Vindheimum. Borið saman við mælingar í þrýstipotti var vatn í sýni
nálægt vatnsheldni við pF 1,85 (70 cm) í Miðgerði og í akri á Korpu, en nær pF 2,3
(211 cm) í Vindheimum. Blautust voru þau í túni á Korpu. Þar voru niðurstöður um
vatnsheldni þó óreglulegar. Eitt sýnið hélt meiri raka en hin og losun varð miklum
mun meiri, en óverulegur munur var á C% og N% milli sýna sem voru efnagreind.
Sýnin voru sett í lokaðar glerkrukkur í hitaskáp við 15°C og koldíoxíði, sem losnaði,
safnað í lút. CO2 var mælt með títrun og nýr lútur settur inn, fyrst eftir 4 (Miðgerði og
Vindheimar) eða 5 daga (Korpa), og frá því eftir 1, 2, 4, 6, 9, 12, 15 og 21 viku. CO2,
sem berst úr lofti þegar krukkur eru opnaðar v. mælingar eða til að vökva sýni, bætist
við losun úr jarðvegi og var mælt í blindsýnum. Það eykst með tíma í skáp og niður
stöður voru sameinaðar í eina líkingu til að fá nákvæmari leiðréttingu ( = dagar):
)0012,0()023,0( 0131,0054,0 ±± += .
Gera má ráð fyrir að kolefni, sem losnar úr lífrænu efni í jarðvegi, komi úr tveimur
hlutum, auðmeltum og tormeltum1, sem gengur á með hlutfallslega jöfnum hraða
hvorn um sig og fylgja því veldisvísisferli )1(0
−−= . Annar hlutinn eru nýlegar
jurtaleifar sem rotna fremur ört og hinn þroskaður sem rotnar á löngum tíma. 0 er
heildarmagn kolefnis í viðkomandi hluta. Hraði losunar er −= 0/ . Í upp
hafi, við 0, er hann 0 , er hraðafasti og helmingunartíminn 0,693/k. Veldis
vísisferillinn er skrifaður á forminu )**(* + í forritinu Genstat sem var notað,
táknar tímann, 0 =− og
−= , . Ef líkanið fellur alveg að gögnunum
er −= . Tvöfalt veldisvísislíkan () er )**(*)**(* ++ lýsir losun
úr tveimur hlutum, auðmeltum og tormeltum, er magn kolefnis í tormelta hlutanum,
og –log() er hraðafasti hans. Þau gögn, sem hér var unnið úr, féllu þó ekki að þessu
líkani nema í sérstökum tilfellum. Í stað veldisvísisfalls með langan helmingunartíma
lýsir jafna beinnar línu losun úr tormeltu (í stað ): *)**(* ++ .
Losun kolefnis er mæld á afmörkuðum tímaskeiðum. Losun að ákveðnum tíma er
safngildi, allar fyrri mælingar lagðar saman. Ferill losunar er því metinn á gildum sem
1 Sjá ítarlegri umræðu í Friðrik Pálmason o.fl. 1996. Níturlosun í jarðvegi. Búvísindi 10, 185–208.