Fræðaþing landbúnaðarins - mar. 2011, Blaðsíða 444
| FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 8, 2011444
eru það aðeins 1,4% af C í jarðvegi. Að meðaltali á 5.–7. og 9. sléttu var og
. Helmingunartími auðmelts 9,5 dagar og tormelts 172 dagar.
Á myndum, sem sýna hvernig hraði losunar breytist með tíma, kemur víða fram
nokkur óregla, einkum á fyrri hluta tímans, og er nauðsynlegt að skoða gögnin vel
áður en reynt að fella þau að fræðilegum ferlum. Óreglan virðist meiri eftir því sem
meira lífrænt efni er í jarðvegi og má geta sér þess til að ekki hafi tekist að skapa jöfn
skilyrði í öllu sýninu. Á seinni hluta mælingartímans dró ekki úr hraða losunar með
þeim hætti sem vænst var. Ekki fannst að hægði á losun úr tormeltu lífrænu efni og
féll hún því best að jöfnu beinnar línu. Það kolefni sem losnar á fyrstu vikunum
umfram það sem jafna beinnar línu gefur er þá losun úr auðmeltu lífrænu efni. Í stað
þess að nota fræðilegt líkan, sem fellur ekki vel að niðurstöðum, kæmi til greina að
nota seinustu mælingar til að meta hraða losunar úr tormeltu og þá fæst auðmelt sem
losun kolefnis á fyrri hluta mælingatímans umfram þennan hraða.
Við rotnun á lífrænu efni fylgist losun kolefnis og niturs að. Í nýlegum jurtaleifum er
þó hlutfall C/N hærra en í jarðvegi og örverur nýta hluta þess niturs sem losnar. Sé
það mjög hátt, allt að 100 eða meira, verður skortur á nitri og örverur taka upp nitur
umfram það sem losnar við rotnun sé það aðgengilegt. Því má gera ráð fyrir að losun á
N mælist hlutfallslega minni en á C fyrstu vikurnar, en svo nái hún jafnvægi og fylgi
C eftir það. Einfalt uppgjör á Nlosun í þessu verkefni hefur verið birt1 en ekki sett í
samband við losun á C. Æskilegt er að greina Nlosunina betur, en hún hefur reynst
erfið viðfangs og óvíst að af því verði. Friðrik Pálmason o.fl. (2003) fundu að jarð
vegur gaf af sér 0,78% af nitri í jarðvegi til vaxandi byggs, meðaltal 6 tilrauna, hæst í
Miðgerði og Vindheimum, um 1%. Athyglisvert er að þetta hlutfall er ekki mikið
lægra en Closun á 110 d. í hitaskáp. Sú mæling er nákvæmari og þar fannst greini
legur munur á Closun eftir jarðvegi. Hann hverfur þó að mestu þegar tekið er tillit til
rúmþyngdar og losun reiknuð á hektara. Það er athyglisvert með tillit til áhrifa hitafars
á grassprettu í tilraunum, en þau hafa verið skýrð með aukinni Nlosun eftir því sem
hlýnar og sumarið lengist og virðast lítt háð tilraunastað (Hólmgeir Björnsson 2004).
Losun kolefnis í hitaskáp var ekki alltaf regluleg, einkum ef lífrænt efni í jarðvegi er
mikið. Þó fékkst viðunandi mat á losun kolefnis úr auðmeltu. Í 8 sléttum var það 200
– 280 kg C/ha eða um 500 kg af lífrænum leifum, og ekki fannst munur á akri og túni.
Losun á 110 dögum var meiri eftir því sem C% var hærri. Sem hlutfall af kolefni í
jarðvegi var hún mest 1,5 – 1,9% í Vindheimum, en 0,8% í akri á Korpu. Umreiknuð
á hektara var Closun nokkuð jöfn þótt jarðvegur væri ólíkur, 740 – 960 kg/ha á 6
sléttum. Það svarar til losunar á 60 – 80 kg N/ha ef C/N=12, en C/N er þó hærra í
auðmeltu. Losunin var meiri í 2 sléttum í Miðgerði þar sem kolefni í jarðvegi er mest.
Friðrik Pálmason, Hólmgeir Björnsson og Jónatan Hermannson, 2003. Nýting niturs í kornökrum.
, 173−177.
Hólmgeir Björnsson, 2004. Mineralisation of nitrogen in relation to climatic variation and soil. Í D.J.
Hatch, D.R. Chadwick, S.J. Jarvis, R.A. Roker (ritstj.)
Wageningen Academic Publishers, The Netherlands, 140−142.
1 Höf. Rannveig Guicharnaud o.fl., sjá skrá um birtar niðurstöður í Verkefni um móajarðveg 2002 –
2005. I: Vettvangur rannsóknanna.