Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2021, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 10.02.2021, Qupperneq 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Sveitarfélagið Vogar skoðar sam- einingu við annað sveitarfélag Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að láta vinna valkostagrein- ingu vegna sameiningar sveitar- félaga. Fulltrúi D-lista sat hjá við afgreiðsluna. Fyrir fundinum var tillaga um að Sveitarfélagið Vogar fái Róbert Ragnarsson, ráðgjafa, til að vinna valkostagreiningu um mögulega sameiningu við önnur sveitarfélög. „L-listinn fagnar því að loksins skuli vera farið að athuga með þessa möguleika þó betra hefði verið að gera það kannski fyrr og áður en fjár- hagsstaða sveitarfélagsins væri orðin þetta slæm og staða okkar til samn- inga minnkað til muna. L-listinn hefur ætíð (frá upphafi 2010) viljað skoða sameiningarmöguleika sem gætu verið til hagsbóta fyrir íbúa sveitarfélagsins,“ segir í bókun full- trúa L-listans í bæjarráði. Ljósleiðara- kerfi í dreifbýli í Suðurnesjabæ Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt afgreiðslu bæjarráðs frá 27. janúar síð- astliðnum þar sem samþykkt var að ganga til samninga við Raftel ehf. um fullnaðar- hönnun ljósleiðarakerfis í dreifbýli í Suðurnesjabæ. Þar kemur fram að tengigjöld fyrir styrkhæfa aðila verði kr. 200.000 og kr. 250.000 fyrir aðra. Þrjú félög fá styrki Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur staðfest afgreiðslu bæj- arráðs þar sem samþykktir voru styrkir til þriggja félaga- samtaka Á fundi bæjarráðs þann 27. janúar var samþykkt að veita styrki til Norræna félagsins í Suðurnesjabæ kr. 75.000, Stígamóta kr. 100.000 og Sam- takanna 78 kr. 100.000. Lagning Suðurnesjalínu 2 fær framkvæmdaleyfi Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur veitt Landsneti fram- kvæmdaleyfi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Um er að ræða um 7,45km 220 kw. raflínu í landi Reykjanesbæjar í samræmi við valkost C í mati á umhverfisáhrifum. Ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið en lega raf- línunnar samræmist aðalskipulagi. Með umsókninni fylgdu einnig jarðvárskýrsla og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Gera ráð fyrir nýjum sjó- tökuholum í nýju skipulagi HS Orka hefur óskað eftir að breyta deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslu- svæðis á Reykjanesi. Tilgangur breytinga er að gera ráð fyrir nýjum sjó- tökuholum. HS Orka vinnur jafnframt að matsskyldufyrirspurn til Skipu- lagsstofnunar vegna þessara framkvæmda. Tillaga HS Orku hefur verið aug- lýst og engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um matsskyldufyrirspurn var að fyrir- huguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Óskað var umsagna viðeigandi stofnana. Engar efnislegar athugasemdir voru gerðar. Náttúru- fræðistofnun vekur athygli á tillögum Skipulagsstofnunarinnar um verndar- svæði náttúruminjaskrár (B-hluta) vegna fjöruvistgerða við Öngul- brjótsnef, klóþangsfjörur og áréttar að stofnunni er er ekki kunnugt um hvort útfallið úr bunustokki Reykjanesvirkj- unar, hvort sem það er breyting í efna- samsetningu eða hitastigi, hafi áhrif á þessar fjöruvistgerðir. Samþykkt var á síðasta fundi um- hverfis- og skipulagsráðs Reykja- nesbæjar að senda skipulagið til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu. Vinna að úrbótum í umferðar- málum við dansskóla Erindi dansskólans Danskompaní til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar varðandi umferð- aröryggi við skólann og tillögur að úrbótum var tekið fyrir á síðasta fundi ráðsins. Umhverfis- og skipulagsráð tók heilshugar undir að úrbóta er þörf og var starfsmönnum umhverfis- sviðs falið á fundi ráðsins dags. 5. júní síðastliðinn að vinna að tillögum að úrbótum til lengri og skemmri tíma. Fundur var haldinn með for- svarsfólki dansskólans, eigenda hús- næðisins og fulltrúa foreldrafélagsins um aðkomu á lóð og mögulegt sam- komulag við nágranna um afnot bíla- stæða. Samkomulag hefur verið gert við nágranna um takmörkuð afnot bílastæða fyrir starfsmenn. Umhverfissviði Reykjanesbæjar er falið að bæta lýsingu við götu, setja upp viðvörunarskilti vegna gangandi. Mæla umferðarhraða og telja akandi umferð við skólann og leggja til staðsetningu á mögulegum gönguljósum við gangbraut yfir Njarðarbraut. Gera þarf grein fyrir bílastæðaþörf Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur frestað er- indi Heimstaden 900 ehf. varðandi að breyta Bogabraut 960 á Ásbrú þannig að þar verði 36 íbúðir í stað tíu áður. Gera þarf grein fyrir bílastæðaþörf á sameiginlegu bílastæði fyrir Boga- braut 960 og 961. Erindi frestað. Í gögnum sem fylgja umsókninni kemur fram að á lóðinni eru 42 bíla- stæði og þar af eru þrjú sérmerkt fyrir hreyfihamlaða sem tilheyra Bogabraut 960. 2 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.