Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2021, Page 4

Víkurfréttir - 10.02.2021, Page 4
Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Sjálfbært og aðlaðandi samfélag í Suðurnesjabæ Á fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar á dögunum var lögð fram tillaga frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfismála um að verkefnastjórn aðalskipulags Suðurnesjabæjar verði í höndum skipulagsfulltrúa, bæjarstjóra og hjá formanni framkvæmda- og skipulagsráðs. Framkvæmdar- og skipulagsráð komi síðan með beinum hætti að aðalskipulagsvinnunni og fjalli um málefni skipu- lagsins eftir því sem tilefni er til. Í afgreiðslu bæjarstjórnar Suður- nesjabæjar frá síðasta fundi segir: „Vinna ráðgjafa við skipulags- og matslýsingu er hafin og voru drög að uppbyggingu kynnt á 23. fundi framkvæmda- og skipulags- ráðs. Í lýsingunni er gerð grein fyrir skipulagsferlinu og hvernig fyrirhugað er að standa að skipu- lagsgerðinni, svo sem kynningu og samráði. Í tengslum við gerð lýsingar eru skipulagsforsendur og umhverfisaðstæður metnar. Greind eru tengsl aðalskipu- lagsins við aðrar áætlanir, svo sem landsskipulagsstefnu, svæð- isskipulag Suðurnesja og Heims- markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Samþykkt samhljóða að sviðs- stjóri skipulags- og umhverfis- sviðs, bæjarstjóri og formaður framkvæmda- og skipulagsráðs skipi verkefnastjórn vegna aðal- skipulags. Bæjarstjórn samþykkir sam- hljóða að unnið verði með yfir- skriftir/málaflokka úr vinnu sam- ráðsvettvangs um innleiðingu heimsmarkmiðanna en þau eru: Blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf, sjálfbært og aðlaðandi samfélag, traustir og hagkvæmir innviðir og vel menntað og heilbrigt sam- félag. Jafnframt samþykkt að unnið verði út frá áherslum sem komu fram í umræðum á fundi bæjar- stjórnar.“ Skrifað undir samning um hönnun nýs leikskóla í Sandgerði Undanfarna mánuði hefur staðið yfir vinna við undirbúning að bygg- ingu nýs leikskóla í Sandgerði. Stýrihópur sem bæjarstjórn skipaði hefur haldið utan um undirbún- ingsvinnu, ásamt starfsfólki Suður- nesjabæjar. Stýrihópurinn hefur kynnt sér nokkra nýlega leikskóla og unnið þarfagreiningu ásamt hönnunarforsendum sem bæjarráð og bæjarstjórn hafa fjallað um. Á fundi bæjarstjórnar þann 3. febrúar síðastliðinn var samþykkt tillaga frá stýrihópnum um að gengið verði til samninga við JeES arkitekta um hönnun leikskólans. Á fundi stýrihóps með Jóni Stefáni Einarssyni frá JeES arkitektum var gengið frá samningi um hönnunar- vinnuna. Táknrænt er að skrifa undir samning um byggingu nýs leikskóla í sömu viku og dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur, 6. febrúar er dagur leikskólans en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar í leikskólastarfi fyrstu samtökin sín. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt til að vekja sérstaka athygli á leikskólastiginu, mikilvægi þess og gildi fyrir fjölskyldur í landinu og fyrir íslenskt atvinnulíf. Undirbúa móttöku tólf mánaða barna Stefnt er að því að opna nýjan leikskóla í Grindavík haustið 2023 og þá verði stefnt að því að taka inn tólf mánaða gömul börn í alla leikskóla bæjarins. Minnisblað um það sem mögulega þarf að huga að til að mæta þeirri stefnu fræðslunefndar að taka inn tólf mánaða gömul börn í leik- skóla Grindavíkurbæjar var tekið fyrir á síðasta fundi fræðslunefndar bæjarins. Fræðslunefnd telur mikilvægt að byrja undirbúning fyrir breytingar á hús- næði og leiksvæði leikskólanna. Mikilvægt er að gera áætlanir um hönnun, framkvæmdir, kostnað og mannafla út frá nýjum forsendum svo allir skólar verði í stakk búnir til að taka inn tólf mánaða gömul börn. Fræðslunefnd hefur falið skólaskrifstofu að vinna málið. Ný könnun landshlutasamtaka sveitarfélaga á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna: Grindvíkingar jákvæðastir Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður eru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetu- skilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Grindvíkingar eru ánægðastir allra á landinu með íþrótta- og skipulagsmál og eru meðal þeirra ánægðustu á landinu með vegakerfi, unglingastarf, umhverfismál, rafmagnsmál, farsímakerfi, ásýnd, aðstoð við fólk í fjárhagsvanda, laun og framfærslu. Að könnuninni stóðu landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum. Niðurstöðurnar byggja á svörum frá 10.253 þátttakendum. Þetta er í fyrsta sinn sem svo víðtæk könnun um þessi efni nær til allra svæða landsins og er markmiðið að hún verði eftirleiðis gerð á tveggja til þriggja ára fresti og geti verið sveitarfélögum og stjórnvöldum mikilvægt tæki í búsetu- og byggðaþróun. Spurt um 40 búsetuþætti Í könnuninni var landinu skipt upp í 24 svæði og annaðist Rannsókna- miðstöð Háskólans á Akureyri gerð úrtaks. Spurt var um 40 atriði sem snerta búsetuskilyrði. Sem dæmi um fjölbreytileika í efnisatriðum má nefna friðsæld, loftgæði, skólamál, atvinnuöryggi, launatekjur, hús- næðismál, nettengingar, vegakerfi, vöruverð, þjónustu við fatlaða og aldraða, rafmagn, ásýnd bæja og sveita, almenningssamgöngur og margt fleira. Efnisatriðin snúa því að samfélagsinnviðum sem og þjón- ustuþáttum á forræði ríkis og/eða sveitarfélaga. Suðurnes – samantekt helstu niðurstaðna Íbúasvæði á Suðurnesjum eru fjögur í könnuninni, þ.e. Reykjanesbær, Grindavíkurbær, Sveitarfélagið Vogar og Suðurnesjabær. Íbúar á þessum svæðum voru einnig spurðir í hliðstæðri könnun árið 2017. Viðhorf til sveitarfélags Íbúar Grindavíkur jákvæðastir í af- stöðu til síns sveitarfélags og raunar efstir á þessum lista yfir allt landið. Íbúar Reykjanesbæjar voru í sjötta neðsta sæti á listanum. Búsetuskilyrði Grindvíkingar eru ánægðastir allra á landinu með íþrótta- og skipulagsmál og eru meðal þeirra ánægðustu á landinu með vegakerfi, unglinga- starf, umhverfismál, rafmagnsmál, farsímakerfi, ásýnd, aðstoð við fólk í fjárhagsvanda, laun og framfærslu. Grindvíkingar voru meðal þeirra þriggja landsvæða þar sem íbúar voru óánægðastir með grunnskóla- þjónustu. Íbúar Reykjanesbæjar voru óánægðastir allra með öryggi og komu einnig, ásamt Suðurnes- jabæ, verst út hvað varðar við- horf til náttúrunnar. Íbúar þessara sveitarfélaga voru einnig óánægðir með málefni heilsugæslunnar og hjá íbúum Reykjanesbæjar fékk friðsæld lakasta einkunn allra sem svöruðu könnuninni. Íbúar Reykjanesbæjar voru ánægðastir með íbúðarhúsnæði og framboð leiguíbúða. Íbúar í Vogum reyndust ánægð- astir allra með grunnskólaþjónustu og eru einnig meðal þeirra ánægð- ustu með sorpmál, öryggi, umferð, umferðaröryggi og vegakerfi. Óá- nægðastir voru þeir allra í könnun- inni með vöruúrval, tónlistarskóla, aðstoð við fólk í fjárhagsvanda og atvinnuúrval. Í heildarstigagjöf fyrir landsvæðin 24 og þau 40 búsetuskilyrði sem spurt var um var Grindavík í 10. sæti, Suðurnesjabær í 15. sæti, Reykja- nesbær í 16. sæti og Sveitarfélagið Vogar í 17. sæti. Breytingar frá könnun árið 2017 Þegar svör úr könnuninni nú voru borin saman við hliðstæða könnun árið 2017 sjást breytingar á viðhorfi íbúa á Suðurnesjum í ýmsum mála- flokkum. Í Grindavík eru íbúðaframboð, þjónusta við fatlaða og leiguíbúða- framboð þeir þættir sem hafa batnað mest milli kannana, að mati íbúanna. Atvinnuöryggi telja þeir að hafi versnað mest frá 2017. Unglinga- starf, náttúra og þjónusta við út- lendinga eru þeir þættir sem mest hafa aukist að mikilvægi hjá íbúum. Í Suðurnesjabæ jukust allir bú- setuþættir að mikilvægi milli kannana. Tónlistarskólaþjónusta er sá þáttur sem íbúar telja að hafi batnað mest en dvalarheimilaþjón- usta versnað mest. Mikilvægi far- síma og vegakerfis hefur aukist mest frá fyrri könnun að mati íbúanna. Íbúar í Sveitarfélaginu Vogum telja atvinnuöryggi, almenningssam- göngur og nettengingar hafa versnað mest frá 2017 en að staðan hafi batnað mest hvað varðar framboð á leiguíbúðum, unglingastarf, þjónustu við fatlað fólk, vegakerfi og grunn- skóla. Þeir telja mikilvægi leiguíbúða ekki eins mikið og áður en leggja nú meiri áherslu á almennt öryggi, frið- sæld, greiða umferð, aðstoð við fólk í fjárhagsvanda og þjónustu við út- lendinga. Íbúar í Reykjanesbæ telja atvinnu- öryggi og atvinnuúrval vera þætti sem hafi versnað mest frá 2017 en þeir telja stöðu á íbúðamarkaði hafa batnað mest. Áhersla á náttúru dróst mest saman hjá þeim milli kannana en mest jókst áhersla þeirra á aðstoð við fólk í fjárhagsvanda. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, og Jón Stefán Einarsson frá JeES arkitektum við undirritun samkomulagsins. Mynd af vef Suðurnesjabæjar. Ófrísk kona og 37 börn tilkynnt til barnaverndar Í desember 2020 bárust barnaverndar- nefnd Reykjanesbæjar 42 tilkynningar vegna 37 barna og vegna einnar ófrískrar konu. Fjöldi nýrra mála í könnun voru 26 en á sama tíma í fyrra voru tilkynn- ingarnar 46 vegna 42 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru fimmtán. Í lok desember 2020 var heildarfjöldi barna- verndarmála 422 en 374 mál á sama tíma í fyrra. Í desember 2020 bárust flestar tilkynn- ingar frá lögreglu, heilbrigðisstofnun, skóla og foreldrum. Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar lýsir yfir ánægju með um- hverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar sem nýverið hefur verið lögð fram en telur mikilvægt að Reykjanesbær verði leið- andi í flokkun sorps, m.a. með því að samræma sorpflokkun hjá stofnunum sveitarfélagsins. Einnig leggur nefndin til að í kaflanum um mengun, hljóðvist og loftgæði verði bætt við í mælanlegum undirmarkmiðum að dregið verði markvisst úr hljóðmengun vegna flugumferðar yfir byggð og gerðar verði stöðugar hljóðmælingar á nokkrum stöðum í bænum. Barnaverndarnefnd vill að dregið verði úr hljóðmengun vegna flugumferðar yfir byggð 4 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.