Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2021, Page 16

Víkurfréttir - 10.02.2021, Page 16
Mundi Tilraunadýr Nú tröllríða þjóðfélaginu sögur af væntanlegum samningi stjórnvalda við bandaríska lyfjarisann Pfizer um bólusetningu íslensku þjóðar- innar. Tilgangurinn mun vera fjórða stigs tilraun á hversu mikla vörn bóluefnið veitir heilli þjóð gegn Covid – eða svo er sagt. Það eru allir orðnir þreyttir á nú- verandi ástandi, þrátt fyrir að okkur sé sagt að við höfum það í raun mjög gott miðað við aðrar þjóðir. Hér er jú ekkert „lockdown“. Við fundum bara betra orð yfir það, köllum það samkomubann. Reynt hefur verið að gera eins lítið og hægt er úr um- ræðu um hrikalega fylgikvilla við- bragða við heimsfaraldrinum sem eru gríðarleg aukning í sjálfsvígum og atvinnuleysistölur sem ekki hafa sést síðan á tímum seinni heims- styrjaldarinnar. Atvinnuleysið á Ís- landi er mest á Suðurnesjum. Það þurfti kannski ekki endilega að koma á óvart en fréttaflutn- ingur af gríðarlegum dauðsföllum af völdum Covid í Bandaríkjunum nánast til lagðist af á Íslandi um leið og Joe Biden tók við forseta- embættinu þar í landi. Við fengum fréttir af því hvernig hann tók strax til hendinni við að snúa mörgum ætl- uðum heimskulegum forsetatilskip- unum Trump en engar fréttir bárust af því hversu mörg störf töpuðust í Bandaríkjunum við þessa snúninga. Við trúum bara því sem við lesum, sjáum og heyrum í fréttum. Sann- leikann má alltaf að finna á RÚV. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er annað íslenskt ferðasumar framundan. Landið okkar hefur upp á gríðarlega mikið og gott að bjóða. Við skulum njóta þess, því um leið og við losnum úr prísundinni erum við rokin til heitari landa að sjúga vítamín úr sólinni. Hugsanlegt er að frelsið verði keypt af bandarískum lyfjarisa því hér á norðurhjara veraldar er þjóð sem kosið hefur til valda fólk sem telur virði frelsis hennar ekki meira en einnar fjórða stigs tilraunar bóluefnis. Ég get ekki að því gert en að mér sækja ýmsar áleitnar spurningar þegar stjórn- völd frjáls lýðræðisríkis bjóða þjóð sína sem tilraunadýr. Sama fólk og heimtar nýja stjórnarskrá og þjóð- aratkvæðagreiðslur um mál sem telja má sem dægurmál eru tilbúin að kvitta upp á samning án þess að gera eina einustu athugasemd. Þegar þjóð er einu sinni búin að selja sig sem tilraunadýr, mun þá eft- irspurn aukast eftir þjónustu þess- arar þjóðar í því hlutverki. Hvaða tilraun tökum við að okkur næst? Svarið við þeirri spurningu mun ný ríkisstjórn sem tekur við völdum í haust veita. Það verður ríkisstjórnin sem lendir í tiltektinni eftir Covid. Ríkisstjórnin sem mun þurfa að hækka skatta og álögur á íbúa sína til að greiða fyrir áfallið sem riðið hefur yfir seinni hluta kjörtíma- bilsins. Þingmenn eru mættir til vinnu og keppast nú við að minna fólk á eigið ágæti til þess að ná endurkjöri. Það er nefnilega gott að vera í vinnu sem tryggir laun upp á rétt um tvær milljónir á mánuði og ríkulega fríðindi til viðbótar. Mæting er þar að auki frjáls. Aðstoðarmenn og bílaleigubíll til afnota með elds- neyti. Hver er ekki tilbúinn að taka sex mánaða kosningaslag um það og setja jafnvel einn eða tvo rítinga í bak einhverra samflokksmanna bara til að komast ofar á listann. Auðvitað er hægt að lofa öllu fögru og gera svo lítið í fjögur ár, því það er flokkurinn og flokkshollustan sem ræður. Bara undir því að gegna liggja 48 mánuðir af tveimur milljónum á mánuði og ríkulegar greiðslur í lífeyrissjóði eða svona um 100 milljónir í eigin vasa næstu fjögur árin. Kjör sem fólkið kaus um sjálft handa sjálfu sér, greitt af skattgreiðendum. Svo má ekki gleyma því sem þarf til reksturs flokksins. Flokkurinn þarf sitt því flokkurinn er trúarbrögð. Sama hvort hann heitir Samfylking, Sjálf- stæðisflokkur, Miðflokkur, Píratar, Framsókn eða Vinstri grænn. Sam- eiginlegt með þessum trúarbrögðum er að þau láta málefni Suðurnesja sig litlu varða. Sama fólkið á þingi mun bjóða upp á sömu niðurstöður og árin þar á undan. Verkefnið framundan er að breyta þessu. Það er aldeilis upp á honum typpið – fékk hann bláu töfluna frá Pfizer? Ítreka bókun um heilbrigðis- þjónustu í Suðurnesjabæ Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur ítrekað bókun bæjarráðs frá 13. janúar síðastliðnum og fjallar um heilbrigðisþjónustu í Suður- nesjabæ. Þar beinir bæjarráð Suðurnesjabæjar því til heilbrigðisráðu- neytis að íbúar Suðurnesjabæjar fái notið heilbrigðisþjónustu í sínu sveitarfélagi og fer fram á það við heilbrigðisráðuneytið og Fram- kvæmdasýslu ríkisins að unnin verði þarfagreining um heilbrigðis- þjónustu á Suðurnesjum hið fyrsta. Þá bendir bæjarráð á stefnumótun Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá 2020, þar sem gert er ráð fyrir heilsugæsluþjónustu í Suðurnesjabæ. LOKAORÐ Margeirs Vilhjálmssonar Nýr frístundavefur opnaður Nú hefur verið opnaður nýr sameiginlegur frístundavefur, www.fristundir.is, fyrir öll sveitarfélögin á Suðurnesjum. Þar má finna upplýsingar um það frí- stundastarf sem í boði er fyrir alla aldurshópa skipt upp eftir sveitarfélögum sem og hugmyndir af heilsueflandi samverustundum með fjölskyldunni. Verkefnið er hluti af verkefninu heilsueflandi samfélag og fékk styrk frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG Veistu hvernig Ísland getur orðið betra? Langar þig að hafa áhrif? Viðreisn er lausnamiðaður flokkur sem leitar sátta í stað sundrungar, með almannahag að leiðarljósi. Við vitum að það býr styrkur í fjölbreytileika og því leggjum við áherslu á að framboðslisti okkar í Suðurkjördæmi sé skipaður fólki á öllum aldri, með fjölbreytta reynslu og þekkingu, af ólíkum uppruna og öllum kynjum. Hefur þú áhuga á að taka þátt í skemmtilegu málefnastarfi með frábæru fólki? Taka þátt í kosningabaráttu eða langar þig í framboð? Sendu okkur þá línu á sudur@vidreisn.is fyrir 25. febrúar nk. og við munum hafa samband. TAKE PART IN ICELAND’S REFORM Do you know how Iceland can improve and would you like to make a difference? Viðreisn (The Liberal Reform Party) is a solution-oriented party that aims to seek reconciliation instead of division, with public interest at the forefront. We know that there is strength in diversity and therefore we strive for a list of candidates in the southern constituency of Iceland, composed of people of all ages, with diverse experience and knowledge, of different backgrounds and of all genders. Are you interested in working on exciting political issues along with great people? Taking part in an election campaign or even run for parliament? E-mail us at sudur@vidreisn.is before February 25th and we'll be in touch. WEŹ UDZIAŁ W ODNOWIE ISLANDII Masz pomysł, w jaki sposób ulepszyć Islandię i chciał(a)byś mieć na to wpływ? Viðreisn (Odnowa) jest partią zorientowaną na cel, która szuka porozumienia zamiast różnic, kierując się interesem publicznym. Wiemy, że w różnorodności leży siła, kładziemy więc nacisk, by nasza lista wyborcza w Suðurkjördæmi składała się z osób w różnym wieku, posiadających urozmaiconą wiedzę i doświadczenie, o zróżnicowanym pochodzeniu oraz różnej płci. Chcesz uczestniczyć w ciekawej pracy ze wspaniałymi ludźmi? Myślisz o kandydowaniu lub udziale w kampanii wyborczej? Jeśli tak, wyślij nam wiadomość na adres sudur@vidreisn.is, przed 25 lutego i będziemy w kontakcie! SAMFÉLAG SNÝST UM FÓLK. EKKI KERFI. VERTU MEÐ Í VIÐREISN ÍSLANDS

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.