Víkurfréttir - 17.03.2021, Side 9
Sandgerðingar ekki
óvanir að sprengja hval
Það heldur áfram að skjálfa og titra
Reykjanesskaginn eins og enginn sé
morgundagurinn. Þessir skjálftar hafa
svo sem enginn áhrif á sjávarútveginn og
fiskveiðar. Þær halda sínum gangi áfram
þrátt fyrir öll þessi ósköp – og svo bætir
náttúran við sig og sendir eitt stykki
stóran og mikinn hval upp við fjöruna við
Golfvöllinn í Sandgerði. Æði margir sem
lögðu leið sína í blíðunni núna síðustu
helgi til að virða fyrir sér þennan stóra
hval.
Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði
fór síðan á mánudaginn og dró hvalinn út
og svo til alveg út að Eldey til að sökkva
honum – en dýrið sökk ekki og verður ör-
ugglega sprengt í loft upp.
Sandgerðingar eru nú svo sem ekkert
óvanir því að sprengja hval í loft upp. Það
gerðist fyrir rúmum tuttugu árum síðan
þegar hval rak að landi á svipuðum slóðum
og núverandi hvalur kom.
Sá hvalur var dreginn langt út á haf en
sökk ekki og þremur dögum síðar rak hann
á land við Garðskaga og var þá orðinn drag-
úldinn.
Nú voru góð ráð dýr og var enn og aftur
kölluð til Björgunarsveitin Sigurvon í Sand-
gerði til að draga hvalshræið út – og núna
var maður með frá ÍAV sem var þrælvanur
að sprengja ... og hvalurinn var fylltur af
dínamíti og síðan sprengdur.
Búið var að draga hvalshræið nokkuð
langt út á haf, beint út frá Sandgerði, og
var mikið sjónarspil þegar hvalurinn
sprakk í loft upp. Á Hvalnum sjálfum og
ofan við hann var mikið um fugla og þegar
hvalurinn sprakk í loft upp drápust nokkrir
fuglar sem bæði voru á hvalnum og líka
þeir sem voru að fljúga þegar hvalsbitar
flugu í loftið og lentu á þeim.
Faðir minn, Reynir Sveinsson, var þá
með Sigurvonarmönnum og var að ljós-
mynda atburðarrásina og í bátnum var líka
Viðar Oddgeirsson sem þá var að taka upp
fyrir RÚV.
Þar sem enginn á bátnum vildi fara í
sjónvarpsviðtal var tekið viðtal við Reyni
þar sem pabbi lýsti atburðarrásinni nokkuð
vel.
Eitthvað fóru samt þessi fugladráp
fyrir brjóstið á fuglafriðunarmönnum og
síminn stoppaði ekki hjá pabba þar sem
honum var næstum því hótað öllu illu, fólk
var reitt og kenndi honum um allt saman.
Þessi æsingur varði í nokkrar vikur þangað
til að þetta mál féll í gleymsku.
Nú verður bara spurning hvort það verði
jafn mikið fjör núna, þegar þessi hvalur
verður sprengdur í loft upp, og var þegar
Reynir og Viðar voru þarna út á sjó að
mynda þetta fyrir mörgum árum síðan.
En varðandi Sigurvon í Sandgerði þá var
þetta hvalsverkefni ekki það eina sem þeir
tóku sér fyrir hendur því að þeir fóru út-
kall á Hannesi Hafstein en hann var líka
notaður í Hvalinn. Voru þeir þá kallaðir út
á sunnudaginn þegar smá vélarbilun varð í
Steinunni BA, sem er fimmtán tonna Cleo-
patra-bátur og var við veiðar um tuttugu
mílur út frá Sandgerði. Fóru Sigurvonar-
menn á Hannesi Hafstein og tóku Stein-
unni BA í tog. Gekk vel hjá þeim en í
heild þá tók ferðin um sex klukkustundir.
Biluninn í Steinunni BA var nú ekki stór-
vægileg því báturinn var kominn á sjó aftur
seinna um kvöldið.
aFlaFrÉttir á suðurNEsJuM
Leiðsögn um sýninguna
„Fast þeir sóttu sjóinn“
í Duus
Sunnudaginn 21. mars kl. 14.00 og 15.00 verður
Byggðasafn Reykjanesbæjar með leiðsögn um báta-
safn Gríms Karlssonar á milliloftinu í Duus safna-
húsum. Helgi Biering segir frá því sem fyrir augu ber
og svarar spurningum sem kunna að vakna.
Á milliloftinu í Duus safnahúsum stendur yfir ný
fastasýning Byggðasafns Reykjanesbæjar „Fast þeir
sóttu sjóinn - Bátasafn Gríms Karlssonar.“ Sú sýning
er endurgerð sýning á bátalíkönum Gríms. Bátafloti
Gríms Karlssonar var fyrsta sýningin sem opnuð var í
Duus Safnahúsum fyrir nærri nítján árum og hefur nú
fengið endurnýjun lífdaga í rými sem skapar áhuga-
verða umgjörð um bátalíkönin.
Á nýju sýningunni gefur að líta nánast öll módel
Gríms í eigu Byggðasafnsins, sem eru alls 136 bátalíkön.
Jafnframt eru líkönin nýtt til að segja sögu vélbátaút-
gerðar í Keflavík og Njarðvík. Að auki er þar einnig
fjallað um hafnargerð, skipasmíðar, veiðar og annað
er tengist útgerðinni. Þá mun sýningargestum gefast
kostur á því að taka í stýrið innan í endurgerðu stýris-
húsi og skut í raunstærð á minni gerð vélbáta.
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Mynd úr sýningunni
Fast þeir sóttu sjóinn.
Steinunn BA.
arionbanki.is/ferming Framtíðarreikningur Arion banka
Betri framtíð fyrir
fermingarpeninginn
Það sem hljómar eins og ótrúlega góð hugmynd í dag getur orðið
vandræðaleg saga í framtíðinni. Þess vegna borgar sig að hugsa sig
vel um og láta fermingarpeningana vaxa á Framtíðarreikningi eða
í sjóði á meðan.
Ef þú leggur 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning bætum við
6.000 kr. við, enda eiga öll fermingarbörn að fá gjöf. Það sama gerum
við ef þú fjárfestir fyrir 30.000 kr. eða meira í sjóðum Stefnis. Þannig
getur okkar framlag orðið allt að 12.000 kr.
Kynntu þér framtíðarheimili fermingarpeninganna.
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 9