Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2021, Page 10

Víkurfréttir - 17.03.2021, Page 10
Skugganefju rak á land við Hafnir – sjaldgæft smáhveli við Ísland Um fimm metra langt smáhveli rak á land neðan við Merkines í Höfnum á Reykjanesi nýlega. Tali er að hvalurinn sé Skugganefja en það er sjaldgæfur djúpsjávarhvalur. Andar- nefja úr sömu ætt smáhvela, svínhvalaætt, hefur oftar rekið á land við Íslandsstrendur. Ekki er vitað hvað hvalurinn hefur verið lengi í fjörunni í Höfnum. Íbúar í Höfnum sáu hræið nýlega. Skugganefja heldur sig djúpt í hafinu og á síðustu fjórum áratugum frá því Hafrannsóknastofnun hóf skráningu hafa innan við fimmtán svona hvalir verið skráðir hér við land. „Þessi tegund hvala kafar mjög djúpt, alveg niður á tveggja kílómetra dýpi og er sjaldgæf. Hún er vanalega ekki svona norðar- lega í hafinu,“ sagði Gísli Víkingsson, hvalasér- fræðingur hjá Hafró, við Víkurfréttir. Gísli sagði að svona smáhveli veiði með bergmálstækni og éti mest smokk- fiska og kolkrabba. Skugganefja getur kafað mjög djúpt og lengi. Einhver dæmi séu um að hvalir af svínhvalaætt hafi drepist eftir að hafa innbyrt plast. Skugganefju rak síðast á land í norðanverðum Reyðarfirði árið 2018.      VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | 510 1700 | WWW.VR.IS VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofs- íbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Við leitum að húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasöm sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 15. apríl 2021. Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: – Lýsing á eign og því sem henni fylgir – Ástand eignar og staðsetning – Stærð, öldi svefnplássa og byggingarár – Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni Sextán metra langur hnúfubakur gerði sig heimakominn á Garð- skaga snemma í síðustu viku. Hans varð fyrst vart þar sem hann flaut eins og korktappi á ógnarhraða í Garðsjó með stefnuna á Garð- skaga. Hvalurinn flaut yfir Flösina og strandaði á Garðhúsvíkinni. Þar hafði hræið náttstað áður en það flaut upp á nýju á næsta strand- stað. Hann var í Lambarifi. Ekki stoppaði hnúfubakurinn lengi þar, heldur hélt áfram hraðferð sinni og næsti áfangastaður var í fjörunni neðan við golfvöllinn að Kirkjubóli. Við golfvöllinn sat hræið sem fastast. Útblásið af metangasi vakti hnúfubakurinn athygli, því belg- meiri hval höfðu heimamenn ekki séð árum saman. Vísindamenn frá Hafrannsóknarstofnun voru kallaðir til og vopnaðir sýnatökupinnum og hnífum tóku þeir þau sýni sem þurfti. Það er gott að vita hvort hvalurinn hafi drepist af veikindum eða með öðrum hætti. Vísindafólkið varaði við því að fólk myndi nálgast hvalinn, enda þrýstingurinn orðinn mikill í kvið skepnunnar vegna gas- myndunar og dýrið gæti sprungið í loft upp á hverri stundu. Hvalurinn ákvað hins vegar að vera eins og kvikugangurinn á Reykjanesskaga. Var ekki á því að springa strax – og þar sem vísinda- menn höfðu sagt fólki að koma alls ekki nærri dýrinu vegna sprengi- hættunnar þá mættu um tólf þúsund manns í fjöruna til að pota í hræið. Börnum var leyft að klifra upp á hræið og hnúfubakurinn var orðinn ein helsta Instagram- og TikTok- stjarna landsins. Átroðningur á golfvöllinn að Kirkjubóli var einnig mikill enda stormuðu þúsundir yfir völlinn um liðna helgi og virtu aðvaranir Útblásinn hnúfubakur varð stjarna á Instagram og TikTok að vettugi. Þá var erfitt að stunda vetrargolf við þessar aðstæður. Á mánudagsmorgun mættu svo menn frá Köfunarþjónustu Sigurðar og áhöfn á björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein. Hvalurinn var dreginn á flot og stefnan tekin til hafs. Illa gekk þó að sökkva dýrinu þó svo það hafi verið losað við illa lyktandi gasið. Þá var afleitt sjóveður og í samráði við Landhelgisgæsluna var hræinu sleppt dágóðan spöl frá landi í þeirri von að hafstraumar myndu grípa hræið og bera það langt í burtu frá landinu. Ekkert hafði spurst frekar til hvalsins þegar blaðið fór í prentun. Hætta skapaðist þegar fólk gekk yfir völlinn þar sem kylfingar voru við leik. VF-mynd: Hilmar Bragi Vísindamenn taka sýni úr hvalnum í fjörunni við Kirkjuból. VF-mynd: Marta Eiríksdóttir Hvalurinn strand á Lambarifi. Þetta er ein af mörgum myndum sem lesendur sendu okkur af dýrinu. Skugganefjan. VF-myndir: Gísli Kristjánsson Fjölmenni skoðaði hræið í fjörunni við golfvöllinn að Kirkjubóli. VF-mynd: Hilmar Bragi 10 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.