Víkurfréttir - 17.03.2021, Síða 14
Stelpurnar vita alveg hvað þær vilja
– segir Margrét Rut Sörensen á Hárgreiðslustofunni Priomos hár og dekur í Reykjanesbæ.
„Í dag má allt í fermingargreiðslum.
Stelpurnar vita alveg hvað þær vilja
og sumar greiða sér meira að segja
sjálfar,“ segir Margrét Rut Sörensen
á Hárgreiðslustofunni Priomos hár
og dekur í Reykjanesbæ.
Margrét á góðar minningar frá
fermingardeginum en hún fermdist
á skírdag 13. apríl 1995 í Hvalsnes-
kirkju á Stafnesi í Sandgerði.
„Dagurinn byrjaði snemma þar
sem ég fór í fermingargreiðslu hjá
hárgreiðslukonunni minni, henni
Maggý á Nýja Klippóteki. Ég man vel
að ég var mjög sátt með greiðsluna
mína. Ég man hins vegar ekki mikið
eftir athöfninni sjálfri nema hvað ég
var stressuð að segja erindið sem ég
átti að læra fyrir daginn. Ég skrifaði
það inn í sálmabókina mína: „Jesús
sagði. Sá getur allt sem trúir.“ Svo
loks þegar komið var að mér náði
ég rétt að koma því frá mér sem ég
átti að segja því þegar presturinn gaf
mér oblátu sem mér fannst alls ekki
góð, festist hún í gómnum á manni.“
Kræsingar á borðum
Fermingarveislan var haldin heima
hjá Margréti og voru miklar kræs-
ingar í boði. „Ég man að mamma,
amma og fleiri bökuðu allt nema
marsípanfermingarkökuna sem
var frá Valgeirsbakaríi og ég fékk
í fermingargjöf frá Friðjóni afa og
Dæju ömmu ásamt öðru. Ég fékk
margt fallegt, m.a. skartgripi, svefn-
poka, ljóðabók en aðalgjöfin var frá
mömmu og pabba sem voru steríóg-
ræjur sem hægt var að spila bæði
kassettu og geisladiska. Það þótti
flott á þeim tíma. Ekki má gleyma
símskeytunum sem maður fékk. Það
var enn í gangi á þeim tíma.“
Vita hvað þær vilja
Margrét opnaði nýlega hárgreiðslu-
stofuna Primos hár og dekur og við
spurðum hana út í fermingargreiðsl-
urnar.
„Í dag sjáum við létta liði, fléttur,
snúninga og náttúrulegt „lúkk“.
Þetta fer alveg eftir stúlkunni. Þær
vita alveg hvað þær vilja og hafa
sína skoðun á hvernig þetta á að
vera. Þær fá margar hugmyndir af
Instagram eða Pinterest sem er mjög
hjálplegt. Árum áður, þegar ég fór í
fermingargreiðslu, hafði maður ekki
þetta viðmið heldur bara mynda-
albúm sem var á stofunum á þeim
tíma.
Breytingarnar eru helstar að hægt
er að hafa krullurnar misstórar þar
sem tækin hafa breyst mikið í brans-
anum í gegnum árin. Hárskraut er
mismunandi og stundum ekki notað.
Svo eru dæmi um að stelpurnar séu
farnar að gera þetta sjálfar í stað
þess að fara á stofu. Þær eru margar
mjög klárar í að greiða sér – en auð-
vitað eru alltaf einhverjar greiðslur á
hverju fermingartímabili. Strákarnir
fylgja tískustraumnum hverju sinni.
Margrét Rut Sörensen á fermingardaginn 1993,
í fermingardressinu og í kyrtlinum. Til hægri er Eygló Breiðfjörð,
tengdamóðir Margrétar á fermingardeginum sínum.
Fermingargreiðslur
sem Margrét hefur
greitt á síðustu árum.
Fermingarhlaðborð í
veislu Margrétar.
Líklega kannast
margir þetta.
14 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár