Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2021, Síða 19

Víkurfréttir - 17.03.2021, Síða 19
LOKUM BRAUTINNI Á undanförnum misserum hafa komið upp nokkur mál þar sem okkur á Suðurnesjum hefur þótt að á okkur hafi verið hallað. Þá höfum við skammast út í þingmenn okkar, ekki þótt þau vinna að hagsmunum okkar sem skyldi, jafnvel þó ljóst væri að oft væri erfitt um vik. Þegar að skömmum okkar á allt og alla hefur svo lokið höfum við gripið til stóru fallbyssunnar. Við lokum brautinni. Sú hótun hefur byggt á því að þar með lokuðum við flugvellinum um leið og áherslur okkar myndu ná eyrum ráðamanna létum við af verða. Í síðustu viku sá ég á síðum Víkurfrétta að hafin væri undir- skriftasöfnun sem gæti haft áhrif á fjárhag vel flestra heimila á Suður- nesjum. Svo mikil að hvert meðalheimili á Suðurnesjum gæti sparað jafnvirði fasteignagjalda lítillar íbúðar á ári, sé miðað við þokkalega meðalkeyrslu. Það er því til nokkurs að vinna. Forsprakka undirskriftasöfn- unarinnar, Hauki Hilmarssyni, finnst eins og mörgum öðrum að undarlegt sé að sú frjálsa sam- keppni sem á sér stað á Reykja- víkursvæðinu og á Akureyri skuli ekki hafa náð til Suðurnesjanna. Í dag er rúmlega 40 króna munur á á lægsta verði bensíns í Reykjavík og á Suðurnesjum. Stór hluti íbúa hér velja að fylla bensíntanka bíla sinna á svæðinu í kringum Costco þar sem verðið er lægst. Þessu vill Haukur breyta. Hann vill að við eigum val og að sú frjálsa samkeppni sem olíufélögin stunda í Reykjavík og Akureyri nái einnig til Suðurnesjanna. En til þess að ná því fram þarf hann hjálp. Hjálp okkar kynnu að njóta ávinningsins næði hann eyrum olíu- félaganna sem hingað til hafa nýtt sér heyrna- skjól til þess að komast hjá að hlusta. Á okkar kostnað. Nú er ekki í boði að hóta því að verði ekki á okkur hlustað verði brautinni lokað. Til þess eru engar for- sendur sökum aðstæðna, auk þess sem það er ólöglegt. Lítil sem engin flugumferð er og ferðamenn fáir sem fara um völlinn, auk þess sem aldrei hefur verið mikil- vægara að halda brautinni opinni sökum náttúruváar á Reykjanesi. Sé það þannig að okkur þyki við órétti beitt af olíufélögunum og viljum njóta sömu kjara og íbúar Reykjavíkur og Akureyrar þegar kemur að verðlagningu bensíns og olíu hlýtur leiðin að vera að fá því breytt. Okkar besta framlag nú hlýtur því að vera að skrifa undir undirskriftarlista þann sem afhenda á forsvarsmönnum olíu- félaganna allra. Skrifum undir. Með bestu kveðju, Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ . Langtímalausnir við skammtímavandamáli? Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. At- vinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi. Slíkt kallar á fumlausar að- gerðir til þess að standa með þeim sem búa við þær skelfilegu aðstæður. Aðgerðir sem ekki er hægt að bíða eftir. Atvinnuleysi tífaldast Ríkisstjórn Íslands telur eðlilegt að atvinnuleysisbótatímabilið sé það stysta sem verið hefur á þessari öld þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki. Á Suðurnesjum hefur atvinnuleysið tífaldast frá því þegar best lét. Flestir þeir sem eru á atvinnuleysisskrá munu fara til þeirra starfa sem þeir sinntu áður en til faraldursins kom um leið og færi gefst. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að þessum hópi á meðan að þetta ástand varir. Þingmenn stjórnarmeirihlutans tala í sífellu bara um virkni og að halda lífi í fyrirtækjunum. Á þess konar leikrit mátti m.a. hlusta á Sprengisandi nýverið þar sem þrír þingmenn tókust á um ástandið hér suður með sjó, tveir frá stjórnar- meirihluta, þar af annar sem situr sem þingmaður Suðurkjördæmis og síðan þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu. Vil ég leyfa mér að vitna í nokkur at- riði sem stjórnarþingmennirnar létu hafa eftir sér. Þingmaður Framsóknarflokks: „Við í Framsóknarflokknum, við höfum ekki kannski tekið undir þessar hug- myndir Samfylkingarinnar um að það sé besti kosturinn til að koma til móts við þennan hóp með því að lengja atvinnuleysistímabilið.“ Þáttastjórnandi: Þið teljið að þetta sé ekki nógu góð hugmynd að lengja þetta tímabil? Þingmaður Framsóknarflokks: „Nei við teljum skynsamlegra að fara aðrar leiðir […]“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „[…] það kannski sem greinir mína pólitík frá pólitík Oddnýjar í staðinn fyrir að halda áfram og lengja atvinnu- leysisbótatímabilið þá vil ég miklu frekar veita súrefni til fyrirtækja og fólkið á Suðurnesjum þarf að búa til einhver tækifæri úr þeim mikla auð sem þarna er […] í mínum huga er það ekki þannig að við niðri á þingi eigum að koma okkur saman jæja nú ættu allir að fara í eitt stykki álver eða eitthvað annað heldur búa til þennan ramma og leyfa frum- kvöðlum þessa lands að finna út úr því hvað hægt er að gera og það er kannski innspýtingin sem vantar þarna á Suðurnesjum.“ Þáttastjórnandi: Er það ekki lang- tímalausn á skammtímavandamáli? Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Það er alltaf lausnin held ég að hugsa um fyrirtækin og að þau þurfi súrefni og að það þurfi að byggja upp en ég held að það sé engin langtímalausn sko að lengja bara í atvinnuleysisbóta- kerfinu okkar heldur þarf þetta fólk að fá vinnu og ef það er ekki vinna þá þurfum við auðvitað að vera með einhver virkniúrræði.“ Það var og. Ég hlýt að spyrja eins og þáttastjórnandi hvort reyna eigi að beita langtímalausnum til þess að leysa skammtímavandamál. Þing- maður Sjálfstæðisflokksins talaði einnig um að styrkja grunninnviði, eins og menntakerfið og heilsu- gæsluna á Suðurnesjum. Hvorki ég né aðrir hér hafa séð einhvern sér- stakan vilja þessarar ríkisstjórnar til þess að styðja við og styrkja þá grunninnviði. Verði tekin einhver skref í þá átt verða þau mjög vel- komin. Það virðist vera orðin eins konar „mantra“ þessarar ríkisstjórnar að koma þurfi fólkinu hér á Suður- nesjum í einhverja virkni. Að koma okkur til vinnu með einhverjum hætti. Ég vil hins vegar breyta þessari möntru. Ég vil að stutt verði við fólk á meðan það þarf á því að halda og ég fullyrði að það mun ekkert skorta á viljann til vinnu um leið og farald- urinn gengur niður. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar og oddviti Beinnar leiðar. Við eigum samleið Nýlega tilkynnti ég ákvörðun mína um að sækjast eftir fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í próf- kjöri sem fram fer í maí vegna alþingiskosninga í haust. Viðbrögðin hafa verið mikil og jákvæð og fyrir þau er ég afar þakklát. Það er vissulega stór ákvörðun að óska eftir umboði til starfa á vett- vangi Alþingis og það hafði satt að segja ekki hvarflað að mér fyrr en nú nýverið. Ég hef ekki tekið virkan þátt í stjórnmálastarfi á landsvísu en hjartað slær til hægri og hefur alltaf gert. Ég er alin upp við sjálfstæðis- stefnuna með tilheyrandi frelsi, vel- ferð og ábyrgð, allt kunnugleg stef í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Það er sú stefna sem höfðar til mín og fyrir slíkan málstað mun ég standa. Þegar betur var að gáð var ég tilbúin að gefa gefa kost á mér í landsmála- pólitík og gefa mig alla í verkefnið enda tel ég mig hafa öðlast nota- drjúga þekkingu og reynslu fyrir í störfum mínum undanfarin ár sem nýst getur vel fyrir Suðurkjördæmi nái ég árangri í prófkjörinu sem fram- undan er. Fyrst skal auðvitað nefna að ég hef tekið þátt í að reka fjölskyldufyrir- tækið okkar, Kjörís í Hveragerði, allan minn starfsferil á vinnumarkaði. Síð- ustu tíu ár hef ég síðan gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir heildarsamtök í atvinnulífinu og lífeyrissjóðakerfið. Þar eru snertifletir við fjöldamargt í atvinnulífinu og í gangverki þjóð- félagsins yfirleitt sem ég kynntist vel og gat haft áhrif á, eðli máls sam- kvæmt. Óneitanlega er spennandi að fá að vera hreyfiafl, að eiga sér hugsjónir og sjá þær raungerast. Það er einmitt sú reynsla sem ég veit að nýtist í störfum á Alþingi Íslendinga. Ég er fædd og uppalin á Suður- landi. Hér liggja mínar rætur og hér hef ég starfað alla tíð. Ég hef óbilandi trú á framtíðarmöguleikum Suður- kjördæmis og ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja innviði þess á alla vegu. Við erum í fremstu röð og eigum að vera hvort heldur litið er til sjávarútvegs, landbúnaðar og matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu eða margskonar iðnaðar. Síðustu ár höfum við orðið vitni að mikilli fjölgun íbúa í kjördæminu sem kallar á öfluga og trausta inn- viði samfélagsins okkar. Brýnt er að samgöngur séu góðar. Mennta- og skólamál verða sömuleiðis að svara kalli tímans. Heilbrigðisþjónustan verður að vera öflug til til að sinna þörfum okkar íbúanna. Atvinnumálin eru mér sérlega hugleikin enda er atvinnulífið sjálfur grunnurinn. Við þurfum fjölbreyttari atvinnusköpun til að fjölga störfum í kjördæminu. Við getum hvert og eitt okkar haft áhrif á framtíðina. Það ætla ég að gera. Ég hlakka til að hitta ykkur sem flest á förnum vegi næstu vikurnar. Eflum Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir í 1. sæti!. AÐALFUNDARBOÐ Aðalfundur Félags myndlistamanna í Reykjanesbæ verður haldinn að Hafnargötu 2a (Svarta Pakkhús) fimmtudaginn 25. mars næstkomandi kl. 20.00 Dagskrá aðalfundar: Venjuleg aðalfundar störf, önnur mál Félagar vinsamlegast takið kvöldið frá. Stjórn FMR vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 19

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.