Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2021, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 17.03.2021, Qupperneq 21
CrossFit-afrekskonan Sara Sigmundsdóttir var fyrir því óhappi að meiðast illa á æfingu nýlega. Hún hefur undirgengist rannsóknir sem staðfesta að um slitin krossbönd sé að ræða. Sara segir í Facebook-færslu að hún sé að upplifa sína verstu martröð en það er ljóst að CrossFit-tímabilinu er lokið hjá henni í ár. „Ég er enn að átta mig á því að þetta hafi gerst í raun og veru og að ég muni ekki taka þátt í CrossFit-tíma- bilinu 2021. Bataferlið krefst þess að ég gangi samstundis undir aðgerð og svo taka við mánuðir af endurhæf- ingu. Þegar hlutirnir skýrast betur mun ég segja frá framvindu mála,“ segir Sara í færslu sinni. Fjölmargir hafa skrifað uppörvandi skilaboð við færslu hennar og það er ljóst að þeir eru margir sem styðja Söru og óska henni skjóts bata. Sara segist jafnframt vera þakklát fyrir þann stuðning sem henni hefur verið sýndur af samherjum og stuðningsaðilum – og auðvitað öllum aðilum sem hafa stutt hana í gegnum súrt og sætt en hún segir þá hafa verið hennar helstu hvatningu síðan hún byrjaði í íþróttinni. Að lokum segir Sara: „Þetta er mín áskorun núna. Áskorun tekið,“ og það er augljóst að kraftakonan Sara Sigmundsdóttir er ekkert á þeim buxunum að gefast upp. Tímabilinu lokið hjá Söru Sara Sigmundsdóttir keppir ekki meira í ár. Mynd af Facebook-síðu Söru TÓNLEIKAR Á NÆSTUNNI TÓNLEIKAR FORSKÓLA 2 OG LÚÐRASVEITAR Tvennir forskólatónleikar verða haldnir í Stapa, Hljómahöll, fimmtudaginn 18. mars. Fram koma Forskóli 2 ásamt elstu lúðrasveit skólans. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17. Fram koma nemendur úr Akurskóla, Háaleitisskóla, Heiðarskóla og Holtaskóla. Seinni tónleikarnir hefjast kl.18. Fram koma nemendur úr Njarðvíkurskóla, Myllubakkaskóla og Stapaskóla. Tónleikunum verður streymt á Youtube-rás skólans: Tónlistarskóli Reykjanesbæjar TÓNLEIKAR PÍANÓ- OG SÖNGNEMENDA Söngdeild og hljómsborðsdeild skólans standa fyrir tónleikum í Bergi, Hljómahöll, föstudaginn 19. mars kl.17.30. Á tónleikunum munu söngnemendur flytja lög við ljóð nokkurra helstu skálda þjóðarinnar við meðleik píanónemenda. Tónleikunum verður streymt á Youtube-rás skólans: Tónlistarskóli Reykjanesbæjar TVENNIR TÓNLEIKAR LENGRA KOMINNA NEMENDA Tónleikar lengra kominna nemenda verða haldnir í Bergi, Hljómahöll, mánudaginn 22. mars og þriðjudaginn 23. mars. Báðir tónleikarnir hefjast kl. kl.19.30. Fram koma nemendur á framhaldsstigi sem og nemendur sem komnir eru fast að miðprófi. Tónleikunum verður streymt á Youtube-rás skólans: Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Með bestu kveðju og von um víðtækt áhorf, skólastjóri rausnarleg gjöf til grindvíkinga Sjávarútvegsfyrirtækið Einhamar færir UMFG rútu að gjöf Ungmennafélag Grindavíkur fékk sannarlega frábæra gjöf þegar for- svarsfólk sjávarútvegsfyrirtækisins Einhamars Seafood færði félaginu að gjöf tuttugu og tveggja manna Mercedes-rútu sem hefur verið merkt UMFG. Um er að ræða frábæra gjöf sem mun nýtast öllu félaginu vel í keppn- isferðir á vegum þess. Rútan hefur verið í eigu Einhamars í nokkur ár og stóð til að skipta henni út og selja. Þess í stað ákváðu stjórn- endur Einhamars að taka rútuna í gegn, lagfæra og færa Ungmenna- félaginu að gjöf. Rútan, sem er af gerðinni Mercedes Sprinter, kemur því nánast sem ný til félagsins. Rútan var formlega afhent í síð- ustu viku og voru þau Rakel Lind Hrafnsdóttir, frá körfuknattleiks- deild UMFG, og Gunnar Már Gunn- arsson, frá knattspyrnudeild UMFG, sem tóku við rútunni frá Söndru Antonsdóttur, einum eigenda Einhamars. „Við þökkum ótrúlegan hlýhug frá Einhamar Sea- food í garð félagsins. Það hefur lengi verið draumur félagsins að eignast svona rútu til að geta farið sem ein heild í keppnisferðir út á land, hvort sem það eru meistaraflokkar félagsins eða fyrir yngri flokka. Rútan mun standa öllum deildum félagsins til boða og ætti að lækka ferðakostnað félagsins verulega þegar fram líða stundir,“ sagði Bjarni Már Svavarsson, for- maður UMFG, við þetta tilefni „Aðalstjórn Ungmennafélags Grindavíkur, vill koma á fram- færi kærum þökkum til Einhamars Seafood fyrir þessa ótrúlegu gjöf sem við vonum svo sannarlega að muni nýtast mörgum ungum Grind- víkingum um ókomin ár. Svona gjöf gefur félagið byr undir báða vængi til að gera gott starf enn betra,“ segir á vef UMFG. „ÞAÐ VERÐUR ENGIN RÚTA HELDUR LANGFERÐABIFREIÐ!“ sögðu Stuðmenn í kvikmyndinni Með allt á hreinu hér um árið. Það sama má segja um þessa glæsibifreið sem Grindvíkum var færð að gjöf og mun hún án efa nýtast félaginu vel á keppnisferðum þess um landið vítt og breitt. Á innfelldu myndinni má sjá Söndru Antonsdóttur frá Einhamar Seafood afhenda bifreiðina. FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Arnór Ingvi til Bandaríkjanna Arnór Ingvi Traustason hefur gengið til liðs við New England Revolution sem spilar í Banda- rísku MLS-deildinni! Arnór Ingvi hefur leikið með sænska stórliðinu Malmö síðan 2018 og varð sænskur meistari með liðinu á síðustu leiktíð. Arnór Ingvi spilaði með Kefl- víkingum 56 leiki og skoraði í þeim tíu mörk áður en hann hóf atvinnumensku sína þegar hann var seldur til Sandnes Ulf í norsku úrvalsdeildina árið 2012. Síðan þá hefur Arnór átt glæstan ferill í atvinnumennsku og spilað með mörgum stórliðum, þá hefur Arnór Ingvi einnig verið fasta- maður í íslenska A-landsliðinu undanfarin ár. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 21

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.