Víkurfréttir - 17.03.2021, Blaðsíða 24
Mundi
Hvað er heitast í
ferðaþjónustunni í dag?
Hvalreki
Í íslensku máli hefur orðið „hval-
reki“ tvær merkingar. Sú fyrri er
einföld. Hval rekur í fjöru.
Til eru sögur um að hvalreki hafi
bjargað heilum byggðarlögum frá
hungurdauða í harðæri en þaðan
kemur seinni merkingin, óvænt stór-
happ. Búseta á Íslandi í gegnum ald-
irnar hefur verið allt annað en auð-
veld og það að einn dauður hvalur
hafi bjargað fjölda fólks frá hungur-
dauða er mjög áhugaverð staðreynd
í samanburði við lífið í dag.
Þúsundir flykktust til Suður-
nesjabæjar til að bera dauðan
hval augum. Í nútímanum dugar
nefnilega ekki að sjá myndir á vef-
miðlum, heldur þarf að fara sjálfur
á staðinn og taka sjálfu. Þrátt fyrir
viðvaranir um að líklegt sé að
hræið sé að fara springa þá er betra
að setja barnið sitt upp á hræið að
hafa það í bakgrunni á sjálfunni.
Fjölskyldan í sunnudagsbíltúr.
Aðrir íslendingar geta svo tekið að
sér að hneykslast yfir þessu öllu
saman og skrifað stöðuuppfærslur
á Fésbókina yfir því hverslags hálf-
vitar aðrir eru.
Þeir sem þekkja til rotnandi hval-
hræja vita að lyktin sem fylgir er ekki
sérlega góð. Því ber að þakka góðum
mönnum í Suðurnesjabæ að hræið
er ekki lengur í fjörunni. Viðbrögð
bæjaryfirvalda hefðu mátt vera mun
snarpari að koma hræinu í burtu,
enda staðan í nútímanum þannig að
ekki var þörf á að nýta það til matar
vegna harðæris.
Í framhaldi má spyrja hvort við
séum orðin það upptekin af snjall-
væðingunni að við skiljum ekki hluti
sem áður þóttu einfaldir og standa
okkur næst. Fyrst ber þar að nefna
náttúruna sjálfa. Einhver hélt því
fram um daginn að jarðskjálfti væri
mun hættumeiri en sjósókn. Það er
eitthvað fyrir fólk til að ræða. Jarð-
hræringarnar á Reykjanesskaga eru
sannarlega að valda fólki í Grindavík
og Vogunum miklum óþægindum –
en hvernig er það í samanburði við
fyrri eldgos á Íslandi. Hafa engar
jarðhræringar fylgt þeim eldgosum
eða var það bara vöntunin á sam-
félagsmiðlum sem gerði það að
verkum að fólk tók bara náttúrunni
eins og hún er og játaði minnimátt
sinn fyrir öflum hennar.
Það væri óskandi að jarðhræring-
unum færi að ljúka. Þá helst fyrir
Grindvíkinga og Vogamenn. Ég hef
litla samúð með höfuðborgarbúum
en styrkur skjálftanna er ekki lengur
mældur á Richterskala, heldur
hvort hann finnist á höfuðborgar-
svæðinu. Þá geta blaðamenn nefni-
lega skrifað um hann án þess að stíga
upp úr stólnum. Þessi fannst vel á
höfuðborgarsvæðinu. Til fróðleiks
eiga sér stað árlega um 100.000
skjálftar á bilinu 3 til 3,9 á Richter í
heiminum öllum, um tíu til fimmtán
þúsund skjálftar á bilinu 4 til 4,9 og
skjálftar á bilinu 5 til 5,9 eru þúsund
til fimmtán hundruð. Að mestu eru
þeir til óþæginda og valda helst
eignatjóni á óvönduðum byggingum.
Vonandi lýkur jarðhræringum sem
fyrst með litlu gosi sem verði hval-
reki fyrir ferðaþjónustuna.
LO
KAO
RÐ
MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR
LANDSBANKINN. IS
Við leggjum til allt að 12.000 króna
mótframlag þegar fermingarbörn leggja
inn á Framtíðargrunn og í verðbréfasjóð.
Það borgar sig að spara til framtíðar.
Velkomin í Landsbankann.
Við stækkum
fermingar-
gjöfina þína
Vetur minnti á sig
Vetur konungur minnti á sig í síð-
ustu viku með snjókomu og leið-
indaveðri. Nokkrir ökumenn lentu
í vandræðum og að minnsta kos-
tiþrjá veltur urðu á Reykjanesbraut.
Sparkaði í hníf og slasaðist
Vinnuslys varð sl. föstudag þegar
starfsmaður ætlaði að sparka frá hníf
sem lá á gólfinu. Ekki vildi betur til
en svo að hnífurinn lenti á plastkari
og skaust til baka í fót viðkomandi
svo úr blæddi. Meiðslin reyndust
vera óveruleg.
Þá stöðvaði lögreglan nokkra
ökumenn fyrir of hraðan akstur á
Grindavíkurvegi og gruns um ölvun
og akstur undir áhrifum fíkniefna.