Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2021, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 30.06.2021, Blaðsíða 4
MiðVikuDAGur 30. júní 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Lærum að ganga aftur Ýmsir hafa nefnt að laugardagurinn 26. júní ætti framvegis að verða gerð- ur að opinberum fánadegi hér á landi. Að vísu er þessi dagur fánadagur nú þegar af því Guðni forseti á afmæli. En þennan dag árið 2021 átti ekki ein- ungis Guðni afmæli, heldur var þetta dagurinn sem aflétt var öllum tak- mörkunum sem í gildi hafa verið frá því í mars á síðasta ári, vegna veirunn- ar sem leikið hefur heimsbyggðina svo grátt. íslendingar voru fyrstir þjóða Evrópu til að aflétta öllum hömlum og megum við sannarlega vera stolt af því og ánægð. En hvernig skyldi okkur ganga að venjast á ný því lífi sem við lifðum fyrir tíma Covid-19? Verður allt eins og það var áður, eða verður veröldin aldrei söm? Ég er ekki viss. Þó efast ég um að horfið verði til fyrri tíma fyrir- komulags með ýmis mannamót. Þannig er ég til dæmis alveg sannfærður um að fjarfundir verði almennt algengari, með því fyrirkomulagi að hver og einn geti setið í tölvunni heima hjá sér eða í vinnunni og tekið þátt í fræðslu og fundum, í stað þess að leggja land undir fót af minnsta tilefni til að sitja fundi fjarri heimabyggð. Greinilega sparast því mikill kostnaður í ferðir og tíma. Þá er ég einnig sannfærður um að nú verði reynslan sem fengist hefur með fyrirkomulagi útfara nýtt áfram. í stað þess að gestir við útför verði taldir í hundruðum, verða einungis nákomnir ættingjar og vinir viðstaddir. Aðrir munu fylgjast með á tölvuskjá kjósi þeir svo. Hluti af kostnaði við erfidrykkjur fer til að greiða tæknifólki fyrir að taka athöfnina upp og senda hana út á netið þar sem fólk getur séð hana í rauntíma eða síðar. Að líkindum mun fleira breytast. Eftir að fólk hefur lært í hálft annað ár að hafa ofan af fyrir sér sjálft, ef svo má segja, má búast við að draga beri úr þörfinni fyrir þátttöku í ýmsu félagsstarfi. Þannig gætu áhugamanna- félög sem treyst hafa á almenna þátttöku og eðlilega nýliðun orðið að hafa meira fyrir því að viðhalda félagalistanum, til að lognast ekki hreinlega út af. nú sem fyrr er þó mikilvægt að í gangi sé fjölbreytt úrval afþreyingar og íþrótta. Ekki hvað síst er mikilvægt ungu fólki að hafa nóg fyrir stafni. Mér var nýlega tjáð að starfsmanni í heilbrigðisþjónustu að mikið ann- ríki er um þessar mundir á heilsugæslustöðvum. Helgast það af því að fólk hefur í langan tíma dregið að reyna að fá bót meina sinna vegna ástandsins. Margt sem hægt var að bíða með getur ekki beðið lengur. nú vill fólk því refjalaust fá að hitta lækni. Á það bæði við um andlega og líkamlega kvilla sem ekki geta beðið lengur að leita lækningar við. Staðreyndin er sú að við höfum verið að hlýða fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og ekki verið að ónáða kerfið án þess að brýn nauðsyn kalli, svona á meðan starfsfólk í heil- brigðisstofnunum hefur átt í nægu að snúast við að sprauta fólk og hlúa að veikum. nú er hins vegar ekki hægt að bíða lengur og því mun taka tíma að vinna úr þeirri uppsöfnuðu þörf sem safnast hefur upp í kerfinu. En hvernig skyldi vera best að rífa sig í gang til að draga úr auknu álagi á heilbrigðisstofnanir? jú, það er með því að dusta rykið af gömlu góðu húsráðunum. Við getum byrjað reglubundna og góða hreyfingu. Farið út með hundinn og þess vegna köttinn í bandi. Við getum farið í sund, golf, veiðiferð eða hvaðeina sem hentar. umfram allt er mikilvægt að koma sér út og njóta íslenska sumarsins. Ef eitthvað plagar okkur er einmitt útiveran og samneyti við annað fólk kjörin leið til að rífa sig út úr grámósku kóvid- ástandsins. Ég geri mér vel grein fyrir að þetta getur reynst einhverjum þrautin þyngri og að það geti verið erfitt að koma sér í gang. Þetta er í raun eins og að læra að hjóla upp á nýtt, eða ganga, eftir átján mánaða hálf- gerða einangrun. Þetta er hins vegar auðveldara en ætla mætti ef hugurinn fær að ráða. Látum ekki neikvæða púkann á annarri öxlinni segja okkur að eitthvað sé ekki hægt. Þessi sami púki á nefnilega ofjarl á hinni öxlinni sem veit betur. Magnús Magnússon Sumarið 2020 var skráð stang- veiði í ám hér á landi 45.124 lax- ar. Af þeim var 49,5% sleppt aft- ur og var heildarfjöldi landaðra laxa því 22.797. Af veiddum löxum voru 36.022 smálaxar eftir eitt ár í sjó. Alls var þyngd landaðra laxa í stangveiði 63,5 tonn sem þýðir að meðalþyngd laxa sem komu á land var 2,8 kíló. Samantekt veiðinnar byggist á skráningum í veiðibækur. Veiðifélög og veiðiréttarhafar bera ábyrgð á skráningu veiði samkvæmt lögum. Hafrannsóknastofnun ann- ast samantekt veiðitalna og skrán- ingu í rafrænan gagnagrunn í um- boði Fiskistofu. Engin af laxveiðiánum á Vestur- landi skipuðu sér í flokk fengsæl- ustu ánna síðasta sumar, enda var sumarið lélegt í landshlutanum meðal annars vegna þurrka. Fimm veiðihæstu laxveiðiárnar voru Eystri-rangá með 9.076 laxa, Ytri– rangá og Hólsá Vesturbakki með 2.642 laxa, Affall í A-Landeyjum 1.729, Miðfjarðará 1.725 laxa og Selá í Vopnafirði 1.258 laxa. Alls voru skráðir 39.755 urriðar/ sjóbirtingar í stangveiði sumarið 2020 og 30.400 bleikjur/sjóbleikjur í stangveiði. Mikilvægt að skrá hnúðlaxa og eldisfisk „Sumarið 2020 bar ekki mikið á hnúðlöxum í ám hér á landi eins og árið 2019. Meira er af hnúð- laxi þegar ártalið stendur á odda- tölu en jafnari tölu. Mikilvægt er að veiðimenn skrái einnig veiði á hnúðlöxum, þar sem búast má við auknum fjölda hnúðlaxa sum- arið 2021 og mikilvægt að fá sýni af veiddum hnúðlöxum til rann- sókna. Einnig er mikilvægt að skrá ef veiðist eldislax og koma sýnum af fiskum til erfðagrein- ingar hjá Hafrannsóknastofnun,“ segir í tilkynningu frá stofnun- inni. mm uppstillingarnefnd Frjálslynda lýð- ræðisflokksins hefur skipað tvo nýja oddvita. Hér í norðvesturkjör- dæmi skipar Sigurlaug Gísladótt- ir, kaupmaður í blóma- og gjafa- vöruversluninni Húnabúðinni á Blönduósi fyrsta sætið. Guðlaugur Hermannsson, framkvæmdastjóri verður oddviti flokksins í Suð- vesturkjördæmi. Fyrir hafði verið kynnt að þeir Guðmundur Frank- lín jónsson, hagfræðingur verður oddviti í reykjavík norður, Glúm- ur Baldvinsson, stjórnmálafræðing- ur oddviti í reykjavík suður, Magn- ús Guðbergsson, öryrki er oddviti í Suðurkjördæmi og Björgvin Egil Vídalín Arngrímsson, eftirlauna- þegi er oddviti í norðausturkjör- dæmi. Stefnu flokksins má kynna sér á X-O.is, segir í tilkynningu. mm Erindi fjallskilanefndar Þverárrétt- ar í Borgarfirði var lagt fyrir byggð- arráð Borgarbyggðar í síðustu viku. nefndin óskaði eftir því að leit- um og þar með réttum í Þverárrétt haustið 2021 verði flýtt um eina viku þannig að fyrsta rétt fari fram mánudaginn 13. september í stað 20. september. „Þetta telur nefndin nauðsynlegt til þess að minnka lík- ur á slæmu veðri í leitum, auka lík- ur bænda til að fá hærra verð fyr- ir afurðir sínar vegna álagsgreiðslna og síðast en ekki síst til að geta ver- ið samhliða reykdælum til að auka skilvirkni smalamennskunnar. Það skal áréttað að þessi flýting gildi um allar þrjár leitir haustsins,“ seg- ir í bókun fjallskilanefndar. Byggðaráð, í umboði sveitar- stjórnar, samþykkti fyrir sitt leyti að flýta göngum og þar með réttum í Þverárrétt um eina viku og leggur þá tillögu fyrir stjórn fjallskilaum- dæmis Akraneskaupstaðar, Bor- garbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til staðfestingar. „um er að ræða fullnaðarákvörðun innan sveitarfélagsins.“ mm Sigurlaug Gísladóttir kaupmaður á Blönduósi skipar 1. sæti listans. Sigurlaug Gísladóttir verður oddviti á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins Komin er út skýrsla um stangveiðina á síðasta ári Silungur sem veiddist á Arnarvatnsheiði um liðna helgi. Ljósm. mm. Þverárrétt verður flýtt um eina viku

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.