Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2021, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 30.06.2021, Blaðsíða 6
MiðVikuDAGur 30. júní 20216 Útvegsfyrirtæki sameinuð NESKAUPST: Tilkynnt hefur verið um að frá og með 1. júlí næstkomandi renna formlega saman í eitt útgerðarfyrirtækin runólfur Hallfreðsson ehf. frá Akra- nesi og Síldarvinnslan hf. í neskaupstað. runólfur Hall- freðsson ehf. var til áratuga fjölskyldufyrirtæki sem gerði út togarann Bjarna Ólafsson Ak frá Akranesi. -mm Ólafsvíkurvaka á laugardaginn ÓLAFSVÍK: næstkomandi laugardag verður bæjarhá- tíðin Ólafsvíkurvaka haldin hátíðlega í Snæfellsbæ. Há- tíðin hefst með golfmóti á Fróðárvelli kl. 9. Þá verð- ur Einar Mikael með töfra- skóla fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í íþróttahúsi Snæ- fellsbæjar kl. 10. Fjölbreytt dagskrá verður svo fram eftir degi, crossfit, þjálfun í vatni, Óla f sv íkurdraumur inn , markaður, hoppukastalar og fleira. í Sjómannagarðinum hefst hátíðardagskrá kl. 14 þar sem Einar Mikael sýnir töfrabrögð, pæjumótsstelp- ur dansa og fleira. Þá verða stofutónleikar, skúðgöng- ur, brekkusöngur og að lok- um Ólafsvíkurvökuball með Stuðlabandinu í klifi. -arg Blæðir í Borg- arfirði BORGARFJ.: Lögreglu hefur borist eitthvað af til- kynningum um blæðingar í klæðningum á vegum að undanförnu. 24. júní var til- kynnt um blæðingu á Borg- arfjarðarbraut frá nýrri olíu- möl á móts við Árdal. Vill lögreglan benda fólki á að fara varlega, sérstaklega á nýlagðri olíumöl. -arg Eldur í sinu VARMALAND: Tilkynning um gróðureld barst lögreglu um klukkan þrjú síðastliðinn mánudag. Hafði þá rafmagns- staur fallið á girðingu rétt inn- an við Varmaland í Borgarfirði með þeim afleiðingum að eld- ur kviknaði í sinu. Sauðfé var á staðnum og drapst ein kind. Slökkvilið var kallað á svæðið sem og björgunarsveitarmenn með fjór- og sexhjól. Vel gekk að slökkva eldinn. -arg Svínað fyrir lag- anna verði BORGARFJ.: Ökumaður virti ekki biðskyldu á Borgarfjarð- arbraut og ók í veg fyrir lög- reglubifreið. Fyrir þetta fékk viðkomandi sekt að upphæð 30 þúsund krónur. -arg Frá og með síðasta laugardegi voru felldar úr gildi allar samkomutak- markanir innanlands. Einnig er af- lögð grímuskylda og nándarregla. Er þetta í fyrsta skipti síðan 16. mars 2020 sem engar takmarkanir eru á samkomum hér á landi. Á morgun, 1. júlí, taka svo í gildi breyttar reglur varðandi sýnatökur á landamærum. „um 87% þeirra sem áformað er að bólusetja hafa nú fengið a.m.k. eina sprautu, um 60% eru fullbólusettir gegn Covid-19 og nú ættu allir sem ekki var áður búið að bjóða bólu- setningu að hafa fengið slíkt boð. Áætlanir stjórnvalda um framgang bólusetningar og afléttingu sam- komutakmarkana hafa því gengið að fullu eftir,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðs íslands. Breytingarnar sem taka gildi á morgun á landamærunum munu gilda til 15. ágúst. Sýnatökum verð- ur hætt hjá þeim sem framvísa gild- um vottorðum um bólusetningu með bóluefnum sem Lyfjastofnun Evrópu eða WHO hafa viðurkennt. Sýnatöku verður hætt hjá börnum sem fædd eru 2005 eða síðar. Þau sem geta framvísað gildum vott- orðum um bólusetningu og fyrri sýkingu af Covid, og börn fædd 2005 og síðar, þurfa ekki að fram- vísa neikvæðum PCr vottorðum. í tilvikum þeirra sem geta ekki fram- vísað gildum vottorðum um bólu- setningu eða fyrri sýkingu af Covid þurfa áfram að framvísa neikvæðu PCr vottorði við komuna til lands- ins og fara í fimm daga sóttkví og svo sýnatöku að henni lokinni. arg Ísland fyrst landa til að aflétta takmörkunum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.