Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2021, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 30.06.2021, Blaðsíða 30
MiðVikuDAGur 30. júní 202130 Trúir þú á álfa? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Hanna Eiríksdóttir „nei, held þeir séu ekki til.“ Elísa Árnadóttir „já, held þeir séu til.“ Friðgeir Kári Aðalsteinsson „nei, en mamma mín er álfur.“ Anna Ólafsdóttir „já, já, já, er nefnilega nýbúin að heyra góða álfasögu.“ Elís Dofri G. Gylfason „nei, mér þykir ólíklegt að þeir séu til.“ Skagamenn tóku á móti liði kefla- víkur á Akranesvelli í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á mánu- daginn. Leikurinn var afar mikil- vægur báðum liðum og þá sérstak- lega heimamönnum sem þurftu nauðsynlega á sigri að halda til þess að rífa sig af botni deildarinnar. Skagamenn byrjuðu leikinn af krafti og strax á 4. mínútu átti Alex Davey hörkuskalla í þverslá og hrökk boltinn fyrir fætur Morten Beck Andersen sem skaut á mark- ið en keflvíkingar náðu að bjarga á marklínu. En heimamenn náðu sanngjarnt forystunni í leiknum skömmu síðar þegar Gísli Laxdal unnarsson skoraði af öryggi eft- ir að Morten Beck náði að senda boltann á hann. Eftir markið gerðu gestirnir harða hríð að marki Skagamanna og aðeins einni mín- útu eftir markið varði Árni Marinó markvörður mjög vel frá Christian Voleski sem var kominn einn inn fyrir vörn Skagamanna. Eftir tæp- lega hálftíma leik kom ísak Snær Þorvaldsson Skagamönnum í 2:0 þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Óttar Bjarni skallaði bolt- ann fyrir fætur hans eftir langt inn- kast frá Alex Davey. En keflvíkingar komu sér betur inn í leikinn og náðu betri tökum á miðjunni og herjuðu á heima- menn og fimm mínútum eftir ann- að mark Skagamanna náðu þeir að minnka muninn þegar þeir fengu dæmda aukaspyrnu rétt utan víta- teigs. joey Gibbs tók spyrnuna en Árni Marinó varði vel, en hélt ekki boltanum og Christian Voleski var fyrstur að átta sig og skoraði af stuttu færi. Staðan því 2:1 fyrir Skagamenn í hálfleik. keflvíkingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og náðu að jafna metin þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og var þar Magnús Þór Magnússon að verki með skalla eftir hornspyrnu. í kjölfarið voru Skagamenn slegnir út af laginu og keflvíkingar urðu líklegri til að ná inn sigurmark- inu. En Skagamenn náðu að vinna sig inn í leikinn að nýju og fengu langbesta færið til þess að tryggja sér sigurinn þegar Sindri krist- inn markvörður keflvíkinga varði glæsilega þrumuskalla frá Mor- ten Beck og boltinn barst til ísaks Snæs sem þrumaði honum í þver- slána. Leikurinn fjaraði síðan út þrátt fyrir að bæði lið leggðu sig fram um að tryggja sigurinn í lok- in. í liði Skagamanna var Alex Da- vey þeirra besti maður. Var örugg- ur í vörninni og ísak Snær og Árni Marinó í markinu áttu einnig góð- an leik. jóhannes karl Guðjónsson, þjálfari Skagamanna, sagði í við- tölum eftir leikinn að það hefði verið erfitt að kyngja því að missa niður tveggja marka forystu í leikn- um. Var hann sérstaklega óánægður með fyrra markið sem gaf keflvík- ingum líflínu. Þar hefðu leikmenn sínir ekki verið á tánum, en bætti því við að hann taldi lið sitt hafa verið óheppið að ná ekki að landa sigrinum undir lokin því þeir hefðu þá verið mun líklegri. Einnig hældi hann frammistöðu Árna Marinós Einarssonar markvarðarins unga sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild með Skagamönnum. se/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. um síðustu helgi var Aldursflokka- meistaramót íslands í sundi haldið á Akureyri. Mótið er bæði keppni á milli liða, þar sem átta fyrstu sund- menn í hverri grein og hverjum ald- ursflokki gefa stig, og einnig eru stigahæstu sundmenn hvers ald- ursflokks krýndir. keppendur eru 10-17 ára. Sundfélag Akraness mætti til leiks með 16 keppendur og endaði í 7. sæti í liðakeppninni. Hópurinn var með alls 75 bætingar á mótinu. Lið- ið var þannig skipað: ragnheiður karen Ólafsdóttir, Alex Benjamín Bjarnason, kristján Magnússon, Einar Margeir Ágústsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, ingi- björg Svava Magnúsardóttir, Guð- bjarni Sigþórsson, karen káradótt- ir, Helga rós ingimarsdóttir, Ás- dís Erlingsdóttir, Víkingur Geirdal, íris Arna ingvarsdóttir, Arna karen Gísladóttir, Aldís Lilja Viðarsdótt- ir, Sunna Dís Skarphéðinsdóttir og Viktoria Emilia Orlita. Alls tóku 17 sundlið þátt í mótinu og voru keppendur 285. Lið írB frá reykja- nesbæ var sigurvegari mótsins en í 2. sæti var lið SH frá Hafnarfirði og í 3. sæti var lið Sunddeildar Breiða- bliks úr kópavogi. Lið Skagamanna í 4x100m skrið- sundi pilta (15-17 ára) vann silfur eftir góða keppni á tímanum 3.43,94 mín. þar sem allir strákarnir syntu um 2-3 sekúndur undir sínum bestu tímum. Sveitin var skipuð þeim Einari Margeiri Ágústssyni, Guð- bjarna Sigþórssyni, kristjáni Magn- ússyni og Alex Benjamín Bjarnasyni. Sama sveit varð í 4. sæti í 4x100m fjórsundi. Stelpulið Skagamanna í 15-17 ára flokki varð í 4. sæti í bæði 4x100m skriðsundi og 4x100m fjórsundi. í liðinu voru Guðbjörg Bjartey Guð- mundsdóttir, karen káradóttir, ragnheiður karen Ólafsdóttir og ingibjörg Svava Magnúsardóttir. Á mótinu eru veitt verðlaun fyr- ir efstu sex sætin. Eftirtaldir sund- menn SA fengu verðlaun: í flokki 15-17 ára: Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir vann brons í 100m skriðsundi og varð einnig sjötta í 100m baksundi. Einar Margeir Ágústsson var í 4. sæti í 100 og 200m bringusundi, og 6. sæti í 100m skriðsundi og 100m baksundi. ragnheiður karen Ólafsdóttir var í 4. sæti í 100m bringusundi og 6. sæti í 200m bringusundi. ingibjörg Svava Magnúsardóttir var í 4. sæti í 800m skriðsundi. Guðbjarni Sig- þórsson var í 5. sæti í 400m fjór- sundi og 200m baksundi. í flokki 13-14 ára var Víkingur Geirdal í 6. sæti í 100m skriðsundi. mm Lið Sundfélags Akraness á mótinu. Ljósm. SA. Tóku þátt í Aldursflokkameistaramóti Íslands í sundi Ísak Snær Þorvaldsson skorar hér síðara mark heimamanna. Jafntefli í botnbaráttuleik Gísli Laxdal Unnarsson skoraði fyrsta mark leiksins. Árni Marinó lék sinn fyrsta leik í efstu deild og stóð sig vel.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.