Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2021, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 30.06.2021, Blaðsíða 8
MiðVikuDAGur 30. júní 20218 Umfangsmikil leit REYKJANES: Erlendur karl- maður varð viðskila við eigin- konu sína um miðjan dag á föstu- dag þar sem þau höfðu verið að skoða eldgosið í Geldingadölum. Óskaði konan í framhaldinu eft- ir aðstoð lögreglu og björgunar- sveita við leit. ræst var út um- fangsmikil leit sem fjölmargar björgunarsveitir tóku þátt í, með- al annars sveitir héðan af Vest- urlandi. Maðurinn fannst síð- an heill á húfi rúmum sólarhring eftir að hann varð viðskila við samferðafólk sitt. Þoka hafði ver- ið á svæðinu og gekk maðurinn í ranga átt. Hann fannst um fjóra kílómetra norðvestan við Geld- ingadali. Flogið var með mann- inn á sjúkrahús til aðhlynningar, en hann reyndist heill á húfi, þó svangur og lerkaður. Maðurinn var án farsíma og gat því ekki lát- ið vita um ferðir sínar. -mm ÍA fær nýjan leikmann AKRANES: Skagamenn hafa samið við hollenska varnarmann- inn Wout Droste út tímabilið 2022. Wout er 32 ára reynslu- mikill leikmaður sem spilað hef- ur 350 leiki í Hollandi og alls 122 leiki í efstu deild. Einnig á hann sjö leiki fyrir hollenska u19 ára landsliðið. Droste var samn- ingslaus en hann hefur verið hjá Go Ahead Eagles undanfarin ár. -vaks Úr peysunni BORGARFJ: Bíll valt í norður- árdal að morgni fimmtudagsins 24. júní. Tveir voru í bílnum og var öku- maður að aðstoða farþega að fara úr peysu á sama tíma og hann ók á 90 km hraða. Missti hann þá sjónar af veginum í augnablik og lenti fyrir utan veg með fyrrgreindum afleið- ingum. Farþegi fékk högg á höfuðið en annars sluppu báðir sem í bílnum voru með skrámur. Bíllinn var óöku- hæfur og því fjarlægður með krana- bíl. -arg Rákust á í hringtorgi BORGARNES: Árekstur var í hringtorginu ofan við Borgar- nes rétt eftir hádegi föstudaginn 25. júní. Þá hafði ökumaður farið of snemma inn í hringtorg með þeim afleiðingum að hann lenti utan í öðrum bíl. -arg Fullur og rásandi HVLAFJ.SV: um klukkan hálf ellefu á mánudagskvöldið var ökumaður stöðvaður á Vestur- landsvegi við Hvalfjarðargöng eftir að tilkynnt var um rásandi aksturslag og að ökumaður hafi farið yfir á öfugan vegarhelming þegar hann ók upp úr göngunum norðan megin. Var ökumaðurinn handtekinn og færður á lögreglu- stöð þar sem tók við hefðbundin málsmeðferð. -arg Hraðferðin kostar BORGARFJ: Alltaf er nokkuð um hraðakstur í umdæmi Lög- reglunnar á Vesturlandi, og var engin breyting þar á í liðinni viku. Tveir voru teknir á Vest- urlandsvegi við rjúpnaás á held- ur mikilli hraðferð. Annar ók á 130 km/klst og fær fyrir það sekt upp á 120 þúsund og tvo punkta að auki í ökuferilsskrána. Hinn ók á 136 km/klst og kostar það hann 150 þúsund krónur og þrjá punkta. Þá var einnig stoppaður ökumaður á Vesturlandsvegi við Eskiholt á 139 km/klst og fékk hann fyrir það 150 þúsund króna sekt og þrjá punkta. -arg Akstur undir áhrifum HVALFJ.SV: Lögreglan á Vest- urlandi stöðvaði nokkra öku- menn í almennu umferðareftir- liti í liðinni viku. Einn sem var stöðvaður við slíkt eftirlit heim- ilaði leit í bifreið og fundust þar kannabisefni. Ökumaðurinn var þó ekki talinn undir áhrifum. Fær viðkomandi sekt fyrir þetta brot. um klukkan sjö að kvöldi mánu- dagsins 28. júní var ökumað- ur stöðvaður í umferðareftirliti við Hvalfjarðargöng. Var hann grunaður um að vera undir áhrif- um ávana- og fíkniefna. Farið var með manninn á lögreglustöðina þar sem við tók hefðbundin máls- meðferð Aflatölur fyrir Vesturland 19. til 25. júní Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 21 bátur. Heildarlöndun: 25.821 kg. Mestur afli: Arnar Ár 55: 2575 kg í þremur löndunum Arnarstapi: 8 bátar. Heildarlöndun: 4662 kg. Mestur afli: Hrólfur Ak 29: 1.037 kg í einni löndun Grundarfjörður: 20 bátar. Heildarlöndun: 443.584 kg. Mestur afli: Harðbakur EA 3: 77.836 kg í einni löndun Ólafsvík: 34 bátar. Heildarlöndun: 108.937 kg. Mestur afli: Egill SH 195: 24.358 kg í tveimur löndunum Rif: 21 bátur. Heildarlöndun: 115.790 kg. Mestur afli: rifsnes SH 44:42.689 í einni löndun Stykkishólmur: 17 bátar. Heildarlöndun: 174.202 Mestur afli: Þórsnes SH 109: 130.801 í einni löndun Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Þórsnes SH 109 STY: 130.801 kg. 25. júní. 2. Harðbakur EA 3 GRU: 77.836 kg. 19. júní 3. Bylgja VE 75 GRU: 72.125 kg. 24. júní 4. Hringur SH 153 GRU: 71.835 kg. 23. júní 5. Farsæll SH 30 GRU: 65.967 kg. 21. júní. -vaks Byggðarráð Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi sínum síðastlið- inn fimmtudag að gengið verði frá ráðningu Sigfríðar Björnsdótt- ur í starf skólastjóra Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Eins og kunnugt er sagði Theodóra Þorsteinsdóttir upp starfi sínu við skólastjórn í vor. Alls bárust 15 umsóknir um stöðu skólastjóra. Sigfríður mun hefja störf 1. ágúst. Á vef Borgarbyggðar er sagt frá því að Sigfríður útskrifaðist sem grunnskóla- og tónmenntakenn- ari frá kennaraháskóla íslands árið 1986 og með meistarapróf í sagn- fræði á sviði tónlistar frá Yale há- skóla í Bandaríkjunum árið 1989. Auk þess er hún að ljúka meistara- gráðu frá Háskólanum á Bifröst í mennta- og menningarstjórnun. Sigfríður hefur í tæpan áratug starfað á skóla- og frístundasviði reykjavíkurborgar og gegnt þar starfi deildarstjóra listfræðslu. Þar hefur hún meðal annars séð um samninga og samskipti við tónlist- arskóla í borginni og verið yfirmað- ur skólahljómsveita í reykjavík. Þar á undan var hún framkvæmdastjóri íslenskrar Tónverkamiðstöðvar í ríflega áratug auk starfa sinna sem tónlistargagnrýnandi. Sigfríður hefur samhliða kennt tónlistarsögu og kenndi áður kennslufræði tón- menntar á Menntavísindasviði Hí og við Listaháskóla íslands. mm Byggðarráð Borgarbyggðar fjallaði á fundi sínum síðastliðinn fimmtu- dag um tillögu að vinnslutillögu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, sem snertir Húsafell. Lögð var fram vinnslutillaga sem dagsett er 7. júní 2021 og unnin af Alta. í tillögunni er landnotkun skilgreind fyrir verslun, þjónustu, íbúða- og frístundabyggð sunn- an þjóðvegar í Húsafelli. „Mark- mið breytingartillögunnar er að skilgreina landnotkun svæðisins og samgöngukerfi þannig að menn- ingarstarfsemi, búseta, ferðaþjón- usta, auðlindanýting og frístunda- byggð geti lifað í sátt og samlyndi með áherslu á menningarlega reisn og einstakt náttúrufar Húsafells,“ eins og segir í bókun byggðarráðs. Byggðarráð, fyrir hönd sveit- arstjórnar, samþykkti framlagða vinnslutillögu og fól skipulags- fulltrúa að kynna hana í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum og hags- munaaðilum og leita umsagna lög- bundinna umsagnaraðila. „um fullnaðarákvörðun innan sveitar- félagsins er að ræða,“ segir í bókun byggðarráðs. Hægt er að kynna sér vinnslutil- löguna á vef Borgarbyggðar. mm Sigfríður Björnsdóttir tekur við starfi skólastjóra 1. ágúst. Ráðin skólastjóri Tónlistar- skóla Borgarfjarðar Innan þess svæðis sem skipulagslýsingin nær til er m.a. starfsemi listasafns, gistiþjónusta og fleira. Samþykktu til kynningar vinnslutillögu að breytingu aðalskipulags í Húsafelli Heilsugæslan hefur tekið í notk- un hraðapróf til greiningar á kór- ónuveirunni sem veldur Covid-19. Hraðaprófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku, heldur eru þau eingöngu ætluð þeim sem þurfa á þeim að halda, t.d. vegna ferðalaga, þar sem krafist er neikvæðrar nið- urstöðu úr sýnatöku á landamærum og niðurstaða úr hraðaprófi er tek- in gild. Gjald fyrir sýnatöku með hraðaprófi er 4.000 krónur, hvort sem hlutaðeigandi einstaklingur er sjúkratryggður hér á landi eða ekki. Hér á landi hafa fram að þessu eingöngu verið notuð PCr-próf til að greina kórónuveiru í fólki og á landamærum íslands eru aðeins teknar gildar niðurstöður úr PCr- prófum. Heilsugæslan býður einn- ig upp á töku PCr-prófa úr ein- kennalausum einstaklingum þurfi þeir á því að halda og er gjald fyr- ir sýnatökuna 7.000 krónur, jafnt fyrir sjúkratryggða sem ósjúkra- tryggða. Heilbrigðisráðherra hef- ur sett reglugerð sem kveður á um gjaldtökuna. Mörg lönd taka gildar niður- stöður hraðaprófa á landamærum. Því má gera ráð fyrir því að tölu- verð eftirspurn sé eftir hraðapróf- um hjá erlendum ferðamönnum og íslendingum sem hyggja á ferða- lög út fyrir landsteinanna. niður- staða úr hraðaprófi liggur fyrir á um klukkustund en það getur tekið allt að sólarhring að fá niðurstöðu úr PCr-prófi. Hraðapróf veita ekki jafnöruggar niðurstöður og PCr-próf og gildir sú regla hér á landi að ef einstak- lingur greinist með kórónuveiruna í hraðaprófi þarf hann jafnframt að undirgangast PCr-próf. mm Hraðapróf til sýnatöku tekið í notkun á heilsugæslustöðvum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.