Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2021, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 30.06.2021, Blaðsíða 26
MiðVikuDAGur 26. MAí 202126 Ensk-íslenska bluegrass sveitin jæja mun á leið sinni á Þjóðlagahá- tíð á Siglufirði halda tvenna tón- leika á Vesturlandi á næstu dög- um. Þá fyrri í Landnámssetrinu í Borgarnesi sunnudaginn 4. júlí kl. 16 og hina síðari í Frystiklefanum í rifi mánudaginn 5. júlí kl 20:30. jæja samanstendur af fjórum ung- um mönnum úr ensku bluegrass- senunni. Þeir eru Bragi Þór Ólafs- son (gítar), Evan Davies (mandól- ín), kieran Towers (fiðla) og Sam Quintana (bassi). Bluegrass er spil- að á órafmögnuð strengjahljóð- færi. Tónlistin á rætur að rekja til breskrar þjóðlagatónlistar sem barst með fólksflutningum til Am- eríku á 17. öld. í kentucky-fylki Bandaríkjanna árið 1939 stofnaði 28 ára gamall mandólínleikari og söngvari hljóm- sveit, Bill Monroe and his Blue Grass Boys. Þeir spiluðu og sungu lög um lífið í sveitum og fjalla- byggðum Suðurríkjanna. Bandið og tónlistarstíllinn nutu vinsælda og síðan er tónlistin í daglegu tali nefnd bluegrass. Þetta er fjörug tónlist sem gaman er að dilla sér við. Á dagskránni eru sungin marg- rödduð bluegrasslög, bandarísk fiðlutónlist og frumsaminn bræð- ingur af bluegrass, jazz og þjóð- lagatónlist. Og kannski fá gestir að heyra eitthvað íslenskt! Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar á íslandi, en bandið hélt tónleika í Hörpu vorið 2019 við góðar und- irtektir. Miðaverð á tónleikana er 2.500 kr og eru miðar seldir við inngang. Hægt er að sjá meira um bandið á jaejamusic.com mm Þrátt fyrir að samkomutakmörkun- um hafi formlega verið aflétt hér á landi á miðnætti síðastliðinn föstu- dag var tekin ákvörðun um að halda ekki Lopapeysuna á írskum dögum á Akranesi. Að öllu óbreyttu hefðu tónleikarnir farið fram laugardag- inn 3. júlí nk. ísólfur Haraldsson hjá Vinum hallarinnar sagði í sam- tali við Skessuhorn að það hefði verið of bratt að stofna til samkomu af þessari stærðargráðu strax í kjöl- far afléttingar samkomutakmark- ana. „Þjóðin er búin að vera nánast í sóttkví í hálft annað ár og nú þarf fólk í rólegheitunum að byrja að skemmta sér upp á nýtt. Það væri óráðlegt að blása til samkomu af þessari stærðargráðu strax í kjölfar afléttingarinnar,“ segir ísólfur. „Við munum hins vegar blása í lúðra að ári og það verður Lopapeysa haldin með stæl árið 2022.“ mm reynir Hauksson flamenco gít- arleikari frá Hvanneyri heldur af stað í tónleikaferðalag um land- ið á morgun, fimmtudaginn 1. júlí, ásamt hljómsveit. reynir hef- ur undanfarin ár búið á Granada á Spáni þar sem hann spilar fla- menco gítarleik. undanfarin ár hefur hann komið reglulega til ís- lands þar sem hann hefur kynnt íslendinga fyrir flamenco tón- listinni. Árið 2019 gaf hann út sína fyrstu plötu sem ber titilinn El reino de Granada sem þýð- ir konungsríkið Granada. „Þetta er tilvitnun í arabíska konungsrík- ið sem þarna var til ársins 1492, en þá tóku kaþólikkar yfir,“ út- skýrir reynir þegar blaðamaður heyrði í honum. „Við ætluðum að fylgja þessari plötu eftir með tón- leikum í apríl á síðasta ári. Það var allt planað, búið að bóka flug og tónleikastaði og við byrjaðir að selja miða. En svo kom kóvid og það fór eins og það fór. Við þurft- um að fresta tónleikunum en nú er loksins komið að þessu,“ segir reynir. Gaman að halda tónleika aftur Auk reynis er hljómsveitin skipuð þeim Paco De Andrea, josue Her- edia Triguero, jacob De Carmen og jorge Sánchez Pisao. Spurð- ur hvort flamenco tónlistin sé að ryðja sér til rúms hér á landi segir reynir að íslendingar séu núna á fyrstu skrefunum og að áhuginn sé til staðar. „Það hefur verið áhugi og ef það væri meiri ástundun hjá fleirum gæti þessi tónlist náð sér á strik hér heima,“ svarar reyn- ir. Hann segir hópinn afskaplega spenntan að fá að halda tónleika á ný eftir langa pásu. „Þetta er ótrú- lega gaman. Við erum búnir að bíða mjög lengi,“ segir hann og bætir við að á Spáni hafi ástand- ið verið nokkuð erfiðara en hér á íslandi. „Ég hef sjálfur verið hér á íslandi næstum því allt síðasta ár. En strákarnir hafa ekki verið að vinna í meira en ár og kóvid hef- ur haft mun meiri áhrif á Spáni en hér. Það verður ótrúlega gam- an að halda tónleika aftur,“ segir reynir. Auk þess að halda tónleika verð- ur líka boðið upp á fjögurra daga námskeið í flamenco dansi í Dans- verkstæðinu í reykjavík. Hægt er að skrá sig á það námskeið á Fa- cebook viðburðinum Flamenco Dansnámskeið. Miðar á tónleikana eru nú í sölu á tix.is. Dagskrá tón- leikaferðalagsins er eftirfarandi: Tónleikar reynis og félaga hér á Vesturlandi verða í Frystiklef- anum í rifi föstudaginn 9. júlí kl. 21:00 og á Hvanneyri Pub laugar- daginn 10. júlí kl. 21:00 arg/ Ljósm. aðsendar Dagskrá írskra daga á Akranesi verður með svipuðu sniði og í fyrra. Hátíðin hefst með Álmanninum í dag miðvikudag kl. 18 og setn- ing írskra daga verður klukkan 14 á morgun, fimmtudag. Dagskráin er ansi fjölbreytt og að sögn Fríðu kristínar Magnúsdóttur, verkefn- isstjóra Akraneskaupstaðar, hef- ur undirbúningurinn gengið mjög vel og margir dagskrárliðir og all- ir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fyrir utan helstu liði eins og best skreyttu götuna, götugrill- in, karnivalið á Merkurtúni og tón- leikana á þyrlupallinum að þá eru helstu nýjungar Sundlaugarpartý á jaðarsbökkum fyrir ungmenni fædd 2008 og eldri og Froðubolti í Garðalundi fyrir 16 ára og eldri. Þetta er gert í samvinnu með ung- mennaráði Akraness og er skemmti- leg viðbót við hátíðina. Þess ber þó að geta að Lopapeysan fellur niður að þessu sinni eins og fram kemur í annarri frétt í blaðinu. Sjá má alla dagskrá írskra daga í opnuauglýsingu í blaðinu. vaks Þessir verða í stuði um næstu helgi. Írskir dagar á Akranesi hefjast í dag Engin lopapeysa á Írskum dögum í ár Bluegrass í Landnáms- setri og Frystiklefanum Æfing á pallinum í bústaðnum. Dansinn er mikilvægur partur af flamenco tónlist- inni. Reynir Hauksson fer um landið með flamenco tónleika Reynir og hljómsveitin í pottinum í Kjós þar sem þeir tóku út sína sóttkví eftir komuna til landsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.