Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 4
224 Sólarupprás yfir Þingvallavatni á vetrarsólstöðum 2018. Nú tekur daginn að lengja, 2020 kveður og brátt heilsum við nýju ári með bjartsýni og von um árangur í baráttu mannkyns gegn veirunni og loftslagsvánni. Ljósm. Eygló Aradóttir. Það er auðvelt að fyllast svartsýni þegar loftslagsváin er annars vegar, en nú er ástæða til hóflegrar bjartsýni! Joe Biden nýkjörinn forseti Banda- ríkjanna hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við alþjóðasamfélagið og skip- aði fyrir skömmu einn helsta hvata- mann Parísarsamningsins til að fram- fylgja stefnu sinni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Og Parísarsamningurinn er að virka! Á þeim fimm árum sem liðin eru frá samþykkt hans hefur baráttan gegn hamfarahlýnun tekið á sig breytta mynd. Þótt Trump hafi sagt Banda- ríkin frá samningnum á sínum tíma, þá voru önnur ríki, einkum ríki Evrópu- sambandsins, einbeitt í því að standa við samninginn: Í stað fallegra orða á hátíðarstundum hafa þau á síðustu 2–3 árum sett lög sem takmarka útblástur í álfunni og regluverk til að framfylgja loftslagsstefnu sambandsins og Par- ísarsamningnum. Þetta á einnig við um Ísland þar sem áætlanir með tímasettum aðgerðum og fjármagni hafa nýlega verið kynntar og stefnan sett á 55% sam- drátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030, líkt og Noregur og ríki ESB. Árið 2020 var ekki alvont og nú sér til ljóss fyrir enda ganganna, eins og sagt er. Sumarið 2020 var landsmönnum gott. Virk smit voru fá og bjartsýni tók við af drunga og kvíða sem fylgdi farsóttinni síðasta vetur og vor. Veðurguðirnir voru hliðhollir þessu kærkomna fríi frá veirunni og allt í einu voru allir komnir í ferðalag – innan lands að þessu sinni. Menn nýttu tækifærið – ferðagjöfina og óteljandi tilboð á gistingu og afþr- eyingu – og gerðust túristar í eigin landi, upplifðu Ísland á nýjan hátt, kynntust stöðum sem þeir höfðu aldrei komið til áður eða heimsóttu aftur gamla uppá- haldsstaði. Margir fengu fjallabakterí- una og hafa vonandi smitast fyrir lífstíð! Það er nefnilega ótvíræður kostur á hnattræna vísu við það að ferðast inn- anlands: Minna kolefnisspor og minni losun á einstaklings- og landsvísu, sem spornar gegn hamfarahlýnun! Álfheiður Ingadóttir, ritstjóri Náttúrufræðingsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.