Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 227 Ritrýnd grein / Peer reviewed með Hálfdáni Björnssyni og fleirum og þá fundust sjö tegundir æðplantna til viðbótar, ein ógreinanleg hrúður- fléttutegund og fimm mosategundir.17 Í leiðangrinum 1961 sást einnig til jök- ulskers sem var nýfarið að koma upp úr jöklinum nálægt Káraskeri og fékk síðar nafnið Bræðrasker (1. mynd) eftir Kvískerjabræðrum.17 Þá óx engin planta í Bræðraskeri en 1963 fannst þar ein æðplöntutegund og þrjár mosategundir.17 Árið 1965 lögðu Eyþór Einarsson og Hálfdán Björnsson út fasta mælireiti í Káraskeri og Bræðraskeri til að vakta landnám tegunda og framvindu gróðurs í skerjunum. Byggist þessi grein á niðurstöðum þeirrar vöktunar til ársins 2016. Ekki hefur birst mikið af niður- stöðum frá þessu langtímarannsókna- verkefni á jökulskerjum Breiðamerkur- jökuls utan greinar Eyþórs Einars- sonar17 í Kvískerjabók sem gefin var út árið 1998 til heiðurs systkinunum á Kvískerjum. Einnig kom árið 2005 út grein eftir Bjarna Diðrik Sigurðsson o.fl.19 með stuttu yfirliti um verkefnið. Meira hefur hins vegar verið ritað um frumframvindu smádýra á jökulskerjum Breiðamerkurjökuls, urðarrönum jök- ulsins og í Esjufjöllum sem hafa staðið upp úr jökli að minnsta kosti frá lokum síðustu ísaldar, sjá greinar Maríu Ingi- marsdóttur o.fl.20–23 Þar hefur margt áhugavert komið fram og er smádýra- lífið meðal annars tengt við gróður- framvinduna í skerjunum. Markmið með þessari grein er að lýsa frumframvindu gróðurs og breytingum á jarðvegsþáttum einangraðra jökul- skerja á fjórða stærsta skriðjökli Íslands, Breiðamerkurjökli, og auka þannig skilning okkar á því hvaða þættir takmarka helst frumframvindu við slíkar aðstæður. AÐFERÐIR Rannsóknarsvæðin Höfundar áætla að Kárasker hafi komið upp úr jökli árið 1936 og því náð 80 ára aldri árið 2016. Þarna getur skeikað nokkrum árum því enginn veitti skerinu athygli fyrr en nokkru eftir að það myndaðist. Skerið var orðið áber- andi og sást vel neðan úr byggð nokkru eftir 1940 og því er ljóst að það kom upp nokkrum árum fyrr. Árið 1946 var skerið þegar orðið um 1 km að lengd samkvæmt loftmynd.18 Aldur Bræðraskers er betur þekktur. Ekkert bólaði á því 1958 þegar Kvískerjabræður fóru í Kárasker. Það sást fyrst árið 1961 og var þá nýkomið upp úr jökli.17,24 Það hefur því fyrst gægst upp 1959 eða 1960 og miðum við hér við árið 1960. Það telst því hafa verið 56 ára gamalt árið 2016. Árið 1965 voru lagðir út átta 1×1 m reitir í Káraskeri (K1-K8) og sjö í Bræðraskeri (B1-B7). Árið 1970 var þremur reitum bætt við í Bræðraskeri (B8-B10). Einn reitanna í Káraskeri glataðist 1968 vegna rofs (K6). Því er í þessari grein fjallað um sjö reiti í Káraskeri og tíu í Bræðraskeri (2. og 3. mynd). Í Káraskeri voru reitirnir valdir þannig að þeir spönnuðu sem ólíkasta staðhætti en þó þannig að ein- hver gróður væri til staðar. Var svip- aðri aðferðafræði beitt í Bræðraskeri, nema hvað þar var ekki gróður nema í fáeinum reitanna.17,24 Málaðir steinar voru settir í reitarhornin (3. mynd b og d) og hafa þeir afmarkað reitina æ síðan. Vegna hreyfingar á yfirborði hafa steinar stundum færst til en hafa samt verið látnir afmarka útlínur reita áfram. Flatarmál reitanna gæti því hafa breyst aðeins frá því sem var í upphafi en þar sem allar þekjumælingar eru hlutfalls- legar, byggðar á Hult-Sernander-mæli- kvarða, ætti það ekki að hafa merkjan- leg áhrif á niðurstöðurnar. Reitirnir hafa verið metnir síðsum- ars eða snemma hausts, á tímabilinu 21. júlí til 26. ágúst, nema hvað 1966 var farið 27. september. Árin 1965, 1967, 1971, 1972, 1974, 1976, 1979, 1982, 1985, 1988, 1991, 1997, 2005, 2010 og 2016 var farið í bæði skerin en 1966, 1968 og 1970 einungis í Bræðrasker. Í þessari grein voru einungis nýtt gögn sem safnað hafði verið í báðum skerjum á sama ári, alls 15 skipti. Hlutfallsleg þekja hverrar tegundar æðplantna og heildarþekja mosa var metin samkvæmt Hult-Sern- ander-mælikvarða (1. tafla). Frá og með árinu 2005 hefur þekja einstakra runn- og blaðfléttna í reitunum einnig verið metin í hundraðshlutum. Árið 2016 var þekja allra mosategunda sem fundust í reitunum metin í hundraðshlutum. 3. mynd. Myndir af a) Bræðraskeri 1965, fimm árum eftir að skerið kom upp úr jökli, b) reit B2 sama ár, c) Káraskeri 1967, 31 ári eftir að skerið kom upp úr jökli og d) reit K3 árið 1965, vaxinn fjallavíði (Salix arctica). – Photographs of a) the Bræðrasker nunatak in 1965, five years after it appeared from the glacier, b) plot B2 taken the same year, c) the Kárasker nunatak in 1967, 31 years after it appeared and d) the plot K3 in 1965, which contained a Salix arctica plant. Ljósm/ Photos: Eyþór Einarsson a, b) 7.9. 1965, c) 22.8. 1967, d) 8.9. 1965.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.