Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 16

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 16
Náttúrufræðingurinn 236 Ritrýnd grein / Peer reviewed Frumframvinda ræðst af ýmsum lífrænum og ólífrænum þáttum. Æðplöntur sem námu land í reitunum fyrstu 30 árin eftir að þeir komu upp úr jökli voru einkum grös og tvíkímblaða jurtir sem gjarnan finnast á melum og öðru lítt grónu landi (4. mynd).17,24 Yfir- borð jökulskers sem nýkomið er upp úr jökli er allajafna þakið bergmylsnu og jökulleir. Á meðan skerið stendur ekki hátt upp úr jökli er jarðvegurinn mjög rakur, og frostlyfting og hreyfing á yfir- borði mikil. Við þessar aðstæður þrífast aðeins æðplöntur sem gera mjög litlar kröfur til frjósemi og þola óstöðugar aðstæður. Smátt og smátt færir frost- lyftingin grófara efni til yfirborðs og það verður stöðugra. Eftir 30–40 ár byrja mosar einnig að ná stöðugri fótfestu en eru viðkvæmir fyrir hreyfingu yfir- borðsins, hafa því litla þekju og þurfa ítrekað að nema land í mörgum reitanna (4. mynd). Sá gróður sem nam land í byrjun breytti aðstæðunum smátt og smátt, og eftir 40–60 ár var yfirborðið orðið það stöðugt að fléttur gátu byrjað að ná fótfestu (4. mynd). Með tímanum myndaði uppsöfnun næringarefna og lífræns efnis í jarðvegi (13. mynd) skil- yrði fyrir landnámi fleiri áburðarkær- ari tegunda, svo sem grasvíðis (Salix herbacea) og fjallavíðis, túnfífils, unda- fífla og ljónslappa, auk fjalla- og snjó- dældategunda eins og fjallasmára og grámullu. Hnitunargreiningarnar á 10. og 11. mynd sýna að gróðurframvindan í Káraskeri var lengst komin þar sem fjallavíðir og grasvíðir höfðu numið land. Báðar tegundir höfðu numið land í Bræðraskeri fyrir 1998,17 þótt þær hafi enn ekki numið land í neinum af hinum 10 mælireitum árið 2016. Lítill styrkur köfnunarefnis í jarð- vegi ungra jökulskerja bendir til að það sé mikilvægur umhverfisþáttur og ráði miklu um hvaða tegundir æðplantna ná að þrífast þar í upphafi. Engar nitur- bindandi tegundir æðplantna finnast í skerjunum og köfnunarefnið kemur því væntanlega aðallega inn í vistkerfin með ákomu.9 Niðurstöður um uppsöfnun köfnunarefnis og hækkun C/N-hlutfalls undir elstu og grónustu reitunum (13. mynd) sýna að frumherjarnir í gróður- framvindu jökulskerjanna virðast hafa svipuð áhrif og melgresið í frumfram- vindunni á Surtsey,8 safna að sér nær- ingarefnum (köfnunarefni) úr umhverf- inu næst gróðureyjunum og búa þannig í haginn fyrir landnám fleiri tegunda. Síðustu tvær æðplöntutegundirnar sem námu land í reitum Káraskers voru tungljurt og smjörgras (4. mynd). Báðar þessar tegundir gera sérstakar kröfur til umhverfis. Smjörgrasið er tegund sem sníkir á rótum annarra æðplantna28 og byrkningurinn tungljurt þarf að geta myndað innræna svepprót til að þrífast.29 Tungljurt nam einnig land í Surtsey 50 árum eftir að eyjan myndað- ist.6 Eftir því sem vistkerfið þroskast og eldist skapast greinilega aðstæður fyrir sérhæfðari tegundir æðplantna (sem og örvera og dýra) að nema land. Hversu vel lýsa föstu reitirnir gróðurframvindu skerjanna? Fyrsta almenna úttektin á gróðurfari alls Bræðraskers fór fram árið 1961. Þá fundust þar engar plöntur.24 Þremur árum eftir að það kom fyrst upp úr jökli, árið 1963, fannst bara ein planta af fjalla- lógresi (Trisetum spicatum) í skerinu.24 Hraði landnámsins jókst umtalsvert eftir þetta og árið 1965 fundust þar alls 15 æðplöntutegundir24 en aðeins þrjár þeirra, fjallasveifgras, músareyra og þúfusteinbrjótur, uxu innan hinna föstu vöktunarreita sem þá voru lagðir út. Þessi rannsókn gefur því einstaka mynd af því hvað gerðist í frumframvindu á þessum afmörkuðu reitum næstu 50 árin en segir þó ekki alla söguna um það hvernig tegundafjöldi hefur breyst með tímanum á skerjunum öllum. Alls höfðu 36 tegundir æðplantna og átta tegundir fléttna fundist í reitunum á tímabil- inu 1965 til 2016 (4. mynd) en skráður tegundafjöldi æðplantna var alls 71 í Káraskeri og 60 í Bræðraskeri á sama tíma. Í báðum skerjum uxu 58 tegundir en 15 tegundir aðeins í öðru skerj- anna eða 73 tegundir alls (óbirt gögn). Föstu reitirnir þekja aðeins um 10 m2 í Bræðraskeri og 7 m2 í Káraskeri, eða 0,003% og 0,001% af heildarflatarmáli skerjanna eins og það var mælt árið 2010 (14. mynd). Í þeim hafa engu að síður fundist 48% af fjölda æðplantna sem vaxa í skerjunum. Þetta styður þá tilgátu að reitirnir gefi trúverðuga mynd af frumframvindu víðast hvar í skerjunum báðum. Samskonar hlutfall í Surtsey er 37%, en þar er hver vöktunarreitur 100 m2, eða 2.500 m2 alls (0,002% eyjunnar). Þegar Surtsey var 50 ára höfðu fundist þar 22 tegundir háplantna í vöktunar- reitunum af þeim 59 tegundum sem þá voru á lífi í eynni.6 Það bendir til að föstu reitirnir í skerjunum fangi að minnsta kosti svipaðan hluta fjölbreytninnar og reitirnir í Surtsey. Árið 1997 höfðu 30 mosategundir fundist í Bræðraskeri og 42 í Káraskeri17 en síðan hafa mosar ekki verið tegundargreindir. Hraði landnáms í jökulskerjunum Alls hafði 71 tegund æðplantna fund- ist í Bræðraskeri og 73 í Káraskeri árið 2016, eftir annars vegar 56 og hins vegar 80 ár (óbirt gögn). Í Surtsey fannst svip- aður fjöldi æðplantna, eða 76 tegundir, fyrstu 56 árin eftir að hún myndaðist.7 Í nýlegri rannsókn Glausens og Tanners4 á frumframvindu á aurum sem komu undan Skaftafellsjökli á árunum 1890 til 2002 (5–124 ára aldurssería) eru aðeins nefndar 50 tegundir æðplanta. Sam- kvæmt þessu virðast æðplöntur eiga síst erfiðara með að berast milli ein- angraðra jökulskerja í Breiðamerkur- jökli en til úthafseyja eða jafnvel inn á ný vaxtarsvæði sem verða til við hop jökla á láglendi í Öræfum. Þetta kemur á óvart og það þarf að rannsaka betur með hvaða hætti tegundir æðplantna berast á milli jökulskerja, að þeim undanteknum sem dreifa fræjum sínum með vindi. Hugsanlega leikur fræflutn- ingur með aðstoð fugla þar mikilvægt hlutverk, líkt og sýnt hefur verið fram á í Surtsey.6 Af hverju minnkaði gróður- þekjan aftur þó að tegundum æðplantna fjölgaði? Það kom einnig á óvart í þessari rannsókn hvernig þekja plantna gekk í gegnum hálfgert hruntímabil í Bræðraskeri og í hluta reitanna í Káraskeri þrátt fyrir að tegundum hafi ekki fækkað að sama skapi. Hvað olli því að kjör plantnanna versnuðu með hækkandi aldri skerjanna? Tilgáta höf- unda er þessi: Með tímanum lækkaði yfirborð jökulsins í kringum skerin (1., 3. og 14. mynd) og við það þornaði jarð- vegur þeirra. Afrennslisvatn hættir að berast frá jöklinum í kring og það hefur ekki bara áhrif til þurrkunar heldur hætta þá uppleyst næringarefni einnig að berast frá jöklinum inn í landvist- kerfin.27 Bæði þurrkur og skortur nær- ingarefna geta því hafa valdið rýrnun

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.