Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 21
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 241 Ritrýnd grein / Peer reviewed Herjólfshaugur og Mykitaksgrjót Tvö berghlaup á Heimaey Árni Hjartarson og Jón Kristinn Helgason Herjólfsdalur á Heimaey í Vestmannaeyjum varð til þegar gjóska og hraun fylltu lítinn vog á milli Dalfjalls og Háarinnar í eldsumbrotum í Sæfelli og Helgafelli fyrir um 6 þúsund árum. Hrun úr klettahlíðum dalsins myndaði smám saman brattar hlíðar neðan klettabeltanna. Tvær meiriháttar skriður eða berghlaup, sem hafa verið nefnd Mykitaksgrjót og Herjólfshaugur, urðu í dalnum eftir að hraunið rann og hafa skriðuurðir þeirra sett svip á landslagið. Mykitaksgrjót er efnismikil urð, eða um 500.000 m3. Gjóskulög benda til að Mykitaks- hlaupið hafi orðið nokkru fyrir landnám eða á árabilinu 700–750 e.Kr. Fátt er hins vegar hægt að fullyrða um Herjólfshaug þar sem hann hvarf fyrir áratugum vegna efnistöku og umsvifa í dalnum. Samkvæmt gömlum lýsingum gæti hann hafa verið um 60.000 m3. Sagnir eru um að haugurinn hafi myndast í skriðuhlaupi á sögulegum tíma. Um sannleiksgildi þeirra verður ekkert fullyrt en gamlar lýsingar á gróðri og jarðvegi í haugnum benda þó til þess að hann hafi verið yngri en Mykitakshlaupið. Náttúrufræðingurinn 90 (4–5), bls. 241–249, 2020 1. mynd. Dalfjall og Blátindur í Herjólfsdal. Fjósaklettur er neðan við skriðuna fyrir miðri mynd. Herjólfshaugur var í hlíðarfætinum til hægri við Fjósaklett. Undir honum átti bær Herjólfs landnámsmanns að hafa lent. Nú er þar sléttaður völlur. – The Dalfjall mountain and Blátindur peak in the Herjólfsdalur valley. The Fjósaklettur cliff is below the scree in the centre of the picture. The rock mound Herjólfshaugur was to the right of Fjósaklettur, remains of a rock fall or a scree. Now it has disappeared because of mining. The house of the first settlers in the Vestmannaeyjar archipelago (Herjólfur and his family) was believed to be buried below the mound.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.