Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 26
Náttúrufræðingurinn 246 JARÐLAGAKÖNNUN Jarðvegsrannsóknir voru gerðar á Mykitakshlaupinu í þeim tilgangi að kanna aldur þess með athugun gjóskulaga. Einnig var leitað eftir ummerkjum um skriðuföll og grjót- hrun ofan á hlaupurðinni í því skyni að meta hrunhættuna. Grafnar voru þrjár könnunargryfjur, VS-01,VS-02 og VS-03. Gryfjurnar eru númer- aðar í þeirri röð sem þær voru grafnar og mældar. Staðir þeirra eru sýndir á 5. mynd og 1. töflu. Teikningar af sniðunum og jarðlagatengingar milli þeirra má sjá á 6. mynd. Grafið var niður í gegnum jarðveg- inn á hverjum stað og niður í berg- hlaupsurðina sem undir er. Gryfjurnar voru á bilinu 90 til 150 cm djúpar. Aðstæður voru ágætar og því gafst góður tími til nákvæmra mælinga og yfirlegu. Tiltölulega hreinn lífrænn jarðvegur var efst og neðst í sniðunum en áberandi sandlag kom fram í þeim öllum. Þetta virðist vera foksandur. Víða á Heimaey sjást merki um jarðvegseyðingu og upp- blástur frá fyrri öldum.24 Fyrir utan Eldfellsgjóskuna frá 1973 sáust þunn sendin lög neðst í sniðunum og voru þau talin gjóskulög. Tekin voru fimm sýni af hinum meintu gjósku- lögum, og Magnús Á. Sigurgeirsson gjóskulagasérfræðingur síðan fenginn til að skoða þau í smásjá og greina. GJÓSKULAGAGREINING Hér fer á eftir lýsing og grein- ing Magnúsar Á. Sigurgeirssonar25 á gjóskulagasýnunum frá Herjólfsdal. Smásjá (víðsjá) var notuð við skoðunina en efnagreiningar voru ekki gerðar. Gryfja VS-01 Sýni úr efra lagi (meintu gjóskulagi á 62 cm dýpi): Blandað og fremur gróft efni, korn eru núin og flest talsvert oxuð. Sýnið samanstendur aðallega af glerkornum, gjósku og bergbrotum (líklega mest gjalli). Illa aðgreint. Í fínasta hluta sýnisins er nokkuð um dökkbrúnt gler sem gæti tilheyrt gjóskulagi en ekki er hægt að fullyrða að svo sé. Flest korn eru mjög oxuð og ósjáleg. Líklega er hér um fokefni að ræða. Sýni úr neðra gjóskulagi, á 66 cm dýpi: Dökkmóbrúnt glerkurl. Um er að ræða fínkorna gjóskulag, tiltölu- lega hreint, og eru kornin lítið sem ekkert núin. Gjóskan er illa aðgreind. Glerið er þétt og lítið blöðrótt. Mjög lítið er um kristalla, <1%. Gjallkorn er um 20–30% af gjóskunni. Svartar innlyksur sjást í glerinu (örkristallar). Vafalaust er hér um Kötlugjósku að ræða. Gryfja VS-02 Sýni úr efra gjóskulagi á 120 cm dýpi: Blandað og grófsendið efni, greinilega nokkuð tilfokið. Í fínasta hluta sýnisins er talsvert af fínkorna móbrúnu glerkurli og gjalli (<10%). Gryfja X (m) Y (m) Z (m y.s.) Dýpi (m) VS-01 435272 326969 9,7 0,92 VS-02 435313 326977 9,9 1,47 VS-03 435356 326962 10 1,23 1. tafla. GPS-hnit jarðvegsgryfjanna við tjaldsvæðið í Herjólfsdal (sbr. 5. mynd, ISN93-hnitakerfi). – GPS-coordinates for test pits in Herjólfsdalur Camping Site. 5. mynd. Mynd frá Loftmyndum ehf. sýnir stað gryfjanna sem teknar voru við tjaldsvæðið í Herjólfsdal. Hnit eru í 1. töflu. – Location of test pits on the rock slide inside the Herjólfsdalur Camping Site. GPS-coordinates are in table 1. Photo: Loftmyndir. Ritrýnd grein / Peer reviewed
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.