Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 27

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 247 1,20 1,10 1,00 0,90 0,80 0,70 0,60 0,50 0,40 0,30 0,20 0,10 0,00 0,90 0,80 0,70 0,60 0,50 0,40 0,30 0,20 0,10 0,00 1,20 1,10 1,00 0,90 0,80 0,70 0,60 0,50 0,40 0,30 0,20 0,10 0,00 1,20 1,10 1,00 0,90 0,80 0,70 0,60 0,50 0,40 0,30 0,20 0,10 0,00 Jarðvegur Soil Jarðvegur / S oil B erghlaupsurð / R ock slide debris K-920 / Eldgjá 939 1,50 1,40 1,30 GLVS-03VS-02VS-01 Eldfell 1973 Foksandur Eolian sand Foksandur / Eolian sand K-920 K-920 LNL 877 Dálítið er af ljósara gleri í bland (<5%). Dálítið er um glær korn með svörtum innlyksum í sýninu. Sýnið er nokkuð jarðvegsblandað. Fremur illa aðgreint. Svo er að sjá sem talsvert sé af gleri í sýninu, sem gæti átt uppruna í Kötlu. Sýni úr neðra lagi á 127 cm dýpi: Ljós- móbrúnt-mógræn fínkorna gjóska. Talsvert er um staflaga (ílöng) glerkorn en mest af þeim er þó misblöðrótt glerkurl. Kristallar í gjóskunni eru alláberandi, <5–6%. Ljós súr, ílöng korn eru til staðar í litlum mæli, <3%. Gjóskan er lítið núin og er sýnið mjög hreint. Segja má með allmikilli vissu að hér sé um Landnámslagið (LNL) frá 877 e.Kr. að ræða. Gryfja VS-03 Sýni er tekið á 106 cm dýpi, ekki nógu gott til að þekkja gjóskulagið með vissu. Hugsanlega gæti hér verið um að ræða gjóskulagið K-920. Sé hér um LNL að ræða, eins og Magnús nefnir og flest bendir til, er lík- legast að Kötlugjóskan í efra laginu til- heyri annaðhvort K-920 eða Eldgjá-1 frá 939. Með hliðsjón af útbreiðslu er lík- legra að um K-920 sé að ræða, sem barst aðallega til vesturs. GJÓSKURANNSÓKN GUÐRÚNAR LARSEN Niðurstöðum Magnúsar Á. Sigur- geirssonar ber ágætlega saman við eldri rannsókn í Vestmannaeyjum. Guðrún Larsen mældi upp snið og kannaði og lét efnagreina gjóskulög á Heimaey í tengslum við uppgröft á rústum fornbæjarins þar (6. mynd).26,27 Eitt af sniðunum er í Herjólfsdal, í golf- vallargryfju á Helgafellshrauninu, 150 metrum utan við Mykitaksurðina. Þar eru nokkur gjóskulög. Tvö þau efstu eru að mati Guðrúnar landnámslagið og Kötlulagið yfir því. Um Kötlulagið segir hún: „Svarta gjóskulagið er hluti af Kötlulagi, eldra en Eldgjá 934 og yngra en Landnámslag.“ Á síðari árum hefur þetta lag verið nefnt K-920. Undir landnámslaginu eru þrjú dökk gjósku- lög sem ekki sjást í sniðunum á Myki- taksurðinni, líklega vegna þess að þau eru eldri en urðin. Lýsingum Magnúsar Á. Sigurgeirssonar ber vel saman við lýsingar Guðrúnar, eins langt sem þær ná. Nú þarf að taka fram að á síðustu árum hefur aldur landnámslagsins og Eldgjárgossins verið endurskoðaður og eru nýju ártölin, Landnámslag 877 og Eldgjá 939, notuð hér.28 NIÐURSTÖÐUR Mykitaksgrjót er framhlaupsurð sem hljóp úr brattri klettahlíð Háarinnar í Herjólfsdal út á Helgafellshraunið sem fyrir var í dalnum. Jarðvegur myndaðist ofan á urðinni í tímans rás og í honum má finna tvö gjóskulög auk gjósku úr Heimaeyjargosinu 1973. Neðsta lagið er landnámslagið frá 877, lag litlu ofar er líklega úr Kötlugosi frá því um 920. Á milli þeirra er 7 cm þykkt jarðvegslag sem myndast hefur á 40–45 árum. Milli urðarinnar og landnámslagsins er aftur 20 cm jarðvegslag. Ef gert er ráð fyrir sama þykknunarhraða jarðvegs á áratug- unum fyrir og eftir landnámsgosið fæst að Mykitakshlaupið sé um 120 árum eldra en landnámslagið, og þá frá 750–760. Mykitaksgrjót er efnismikil urð eða tæplega 500.000 m3. Einhvern tíma á miðöldum hófst mikill uppblástur á Heimaey, líklega í tengslum við jarð- vegseyðingu á Helgafellshrauninu. Sandlag huldi jarðveg og gróður í urðinni. Sums staðar í skjóli við stór- grýti varð það allt að metri á þykkt. Seinna dró úr sandblæstrinum, urðin greri og jarðvegur tók að myndast á ný. Engin gjóskulög finnast í þessum hluta fyrr en efst í jarðveginum þar sem Eld- fellsgjóskan er áberandi. Engin skriðu- 6. mynd. Jarðlagasniðið sýnir tengingu gryfja sem grafnar voru ofan á Mykitakshlaupinu og tengsl við golfvallargryfju Guðrúnar Larsen (1984) þar skammt frá. Staður gryfjanna er sýndur á 5. mynd. Golfvallargryfjan var á Helgafellshrauninu skammt utan myndar. Nákvæm staðsetning er ekki fyrir hendi. Gjóskulög eru sérstaklega merkt inn á sniðið. – Soil sections. For location see fig. 5. Sendinn Jarðvegur / Sandy soil K-920 / Eldgjá 939 LNL 877 Gjóska / Brown tephra Gjóska / Black tephra Gjóska / Black tephra Ritrýnd grein / Peer reviewed
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.