Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 251 Í októberskjálftanum hrundi úr hillum stórmarkaða og sást á öryggis- myndavélum frá Krónunni á Granda í Reykjavík að hristingurinn var tals- verður þótt fjarlægðin frá upptökum væri um 30 km í beinni loftlínu. Í Morgunblaðsfrétt1 rúmum mánuði eftir skjálftann kom fram í vitali við Huldu Ragnheiði Árnadóttur, fram- kvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, að 35 tilkynningar hefðu borist vegna jarðskjálftans. Þar af voru 30 til- kynningar um skemmdir á húseignum og 5 um skemmdir á innbúi og lausafé. Vegna hættu á fleiri jarðskjálftum bað Veðurstofan fólk á skjálftasvæð- inu að fara að öllu með gát og sýna sér- staka aðgæslu undir bröttum hlíðum. Þess var getið að skriðusérfræðingar Veðurstofunnar yrðu við störf á vett- vangi dagana á eftir til að kortleggja afleiðingar skjálftanna og meta hættu á frekara grjóthruni og skriðum. Vetrar- frí voru í skólum og búast mátti við því að fólk væri töluvert í útivist á svæðinu. Talsvert grjóthrun varð úr Norð- lingahálsi þannig að Vigdísarvallar- vegur (eða Djúpavatnsleið eins og hún var kölluð í fréttum) lokaðist um tíma. Sprungur mynduðust í Krýsuvíkurbergi (eða -bjargi) og hrundi stór fylla niður í sjó um þekkta sprungu. Grjót hrundi úr námunni við Vatnsskarð og tilkynnt var um grjóthrun úr Trölladyngju. Helstu ummerkin um bæði hrun og sprungur virðast hins vegar hafa orðið við Keili. Göngufólk á fjallinu þegar skjálft- inn reið yfir var hætt komið. Stór fylla hrundi úr toppi fjallsins og tvístraðist niður eftir hlíðum þess. Á dróna- myndum sem teknar voru á vettvangi nokkrum dögum eftir skjálftann sáust nokkurra sentimetra breiðar sprungur víða á göngustígnum að Keili, og einnig í hrauninu. 1. mynd. Á kortinu eru upptök skjálftans í október merkt með grænni stjörnu, sprungur með svörtu striki, og örvar sýna meginstefnu hreyfingarinnar í skjálftanum. Svartir punktar tákna grjóthrun, appelsínugulir hringir tákna steina sem skoppuðu. Gul stjarna sýnir upptök skjálftans 17. júní 2000 af stærðinni Mw4,8. Amy Clifton kortlagði með samstarfsmönnum ummerki eftir þann skjálfta.2 Rauðir flekkir sýna grjóthrun í 17. júní-skjálftanum. SAMANBURÐUR VIÐ 17. JÚNÍ-SKJÁLFTANN 2000 Þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 2000 varð jarðskjálfti á svipuðum slóðum, að stærð Mw4,8 (1. mynd, gul stjarna). Þá kortlagði Amy Clifton ummerki og útbjó kort sem meðal annars sýnir dreifingu grjóthruns og birtist það í grein eftir hana og fleiri í Tectonoph- ysics.2 Þessi skjálfti var einn af þremur „stórum“ skjálftum í þeirri hrinu sem er talin hafa hafist vegna Suðurlands- skjálftans, að stærð Mw6,5, sem varð 26 sekúndum fyrr. Fyrsti stóri skjálftinn í hrinunni var við Hvalhnúk (rétt austan við mörk kortsins á 1. mynd vestan í Heiðinni háu) og fjórum sekúndum seinna varð skjálfti við Kleifarvatn. Ekki var hægt að ákvarða stærð þess skjálfta vegna álags á mælakerfið. Hins vegar sýndi bylgjuvíxlgreining meiri aflögun vegna hans en hinna tveggja í þessari hrinu. Þriðji skjálftinn, að stærð Mw4,8,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.