Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 44
Náttúrufræðingurinn 264 Hegðun staranna Behaviour of starlings amongst horses Pikka í jörðina (56%) Search for prey on the ground Pota í skít (5%) Probe into a dropping Ganga, hlaupa, hoppa (8%) Walk, run, jump Flögra / Hawk (4%) Á baki hests (4%) On the back of a horse Standa á jörðinni (13%) Standing on the ground Snyrta sig á jörðinni (7%) Grooming on the ground Illindi / Aggression (3%) Hegðun staranna Niðurstöður skimanamælinga á störum nálægt hestunum eru sýndar á 8. mynd. Á bak við prósentutölurnar eru 647 punktmælingar. Grænleitu sneiðarnar endurspegla allar fæðuleit sem, eins og sjá má, tekur yfir 70% af tíma staranna. Sérlega áhugavert var að sjá starana í kringum nýlegar skíta- hrúgur þar sem þeir söfnuðust nokkrir saman og höfðu hátt. Hin skráðu illindi urðu öll í tengslum við þetta. Á 9. mynd má sjá nýlega skítahrúgu og er líklegt að fuglarnir hafi þar verið að tína orma sem koma með skítnum. Lætin í þeim rétt áður en myndin var tekin benda til að þetta sé eftirsótt fæða. Þegar betur var að gáð sáust víða NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐA Tengsl stara við hrossin Afar misjafnt var hvort og hversu mikið stararnir settust á hestana. Þeir sem gerðu það stoppuðu oftast stutt. Þeir virtust notfæra sér góða yfirsýn þaðan yfir svæðið og skelltu sér síðan niður á jörðina þar sem aðrir fuglar voru. Það styður þá hugmynd að stararnir not- færi sér hestana til að geta fylgst með öðrum einstaklingum, bæði til að finna fljótt fæðu og til að verða fyrr varir við hættu. Stundum dvöldust þeir þó lengur og sáust þá hvíla sig og kúra, snyrta sig, standa, standa uppreistir, rífast við aðra, betla fæðu af öðrum (ungarnir) og í einstaka tilvikum tína lús eða flösu af hrossunum. Í aðeins eitt skipti var fugl greinilega að ná sér í æti úr feldinum á síðum hestsins og það í töluverðan tíma. Var þá um að ræða gamla hryssu sem var mjög slæm í hárunum og líklega talsvert lúsug. Í tvö önnur skipti sást fugl pikka í feldinn hjá faxinu. Ég varð aldrei vör við sérstök við- brögð hjá hrossunum gagnvart stör- unum, og engin merki um að þeir vildu ekki hafa þá á sér eða í kringum sig. Það var misjafnt hve margir fuglar settust á sama hrossið. Þótt ég hafi ekki náð að skrá fleiri en 15 í mælingunum þegar ég skimaði yfir hópinn þá kom það fyrir að stararnir voru fleiri en 20. Eins og sést á 6. mynd er þó langalgeng- ast að aðeins einn stari sé á baki í einu. Í hópnum voru tveir gráir hestar, tveir mósóttir, tveir bleikir, fimm rauðir, tíu brúnir og þrír jarpir. Út frá þessari dreifingu voru reiknaðar út líkur á því á hvernig hross fugl myndi setjast ef það væri tilviljunarkennt með tilliti til litar. Síðan voru fundin gildi (þ.e. hve margir starar voru á hrossum af mismunandi lit) og þau borin saman við tilgátuna um að það væri einungis tilviljun hvar þeir settust, með Chi-kvaðrat prófi ( χ2 ). Niðurstaðan var (sjá texta við 7. mynd) að stararnir settust ekki tilviljunarkennt á hestana. Grái og bleiki liturinn voru vinsælir (slík hross voru marktækt oftar valin en önnur) en sá brúni var mark- tækt sjaldan valinn. 6. mynd. Misjafnt var hver fjöldi stara á baki hvers hests var. Skimað var yfir hestahópinn 14 sinnum og var heildarfjöldi stara á baki 225. Lang algengast var að fuglinn væri stakur (55 af 225 fuglum, 26 af 225 með öðrum o.s.frv.) – The diagram shows how many of the 225 birds were alone, or with others ( 2, 3, 4, 5, 6, 7 and 15) on the back of one horse. Based on 14 scans on thea group of 24 horses. Total number of starlings were 225. 60 50 40 30 20 10 0 T íð ni / F re q ue nc y Fjöldi stara á einum hesti / Number of starlings sitting on one horse 1 2 3 4 5 6 7 15 3 3 1 Hve margir fuglar setjast á bak sama hestsins? / How many starlings sit on the back of a horse? 55 13 6 8 8 8. mynd. Myndin sýnir hvernig stararnir verja tímanum þegar þeir eru í hrossahóp. Allir grænu litirnir standa fyrir hegðun sem fellur undir fæðuleit. – Probabilities for a bird to show different behaviours when found amongst group of horses. Green colours represent foraging behaviours.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.