Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 50
Náttúrufræðingurinn 270 Ritrýnd grein / Peer reviewed forynjur. Undantekningar voru fáar, en þó til, eins og saga Fjalla-Eyvindar (1714 til um 1780) ber um skýran vott. Engar skráðar heimildir eru um ferðamátann fyrrum í langferðum yfir jökul. Flestir þeirra sem um þetta hafa fjallað virðast ganga út frá að hestar hafi borið menn og varning til verstöðva og frá. Ekki er hins vegar rétt að útiloka að skíði hafi þar líka komið við sögu, ekki síst hjá Norðlendingum þar sem skíðaganga virðist ætíð hafa haldist sem gildur þáttur í vetrarferðum. Eftir að jöklaferðir lögðust af, að talið er nálægt 1600, virðast byggðamenn hafa orðið jökulfælnir og þekking á óbyggðunum utan hefðbundinna fjárleita gufað upp. Helst voru það sauðfjárbændur sem kölluðust á við Vatnajökul, einkum Austur-Skaftfellingar þar sem bújarðir lágu að jöklinum og menn fylgdust með sístækkandi skriðjöklum kynslóð eftir kynslóð. Fljótsdælingar áttu hins vegar sameiginlegar afréttir að jöklinum norðanverðum en gangnamenn stigu helst ekki á hann fæti í erindisleysu.2 Það þurfti útlendinga og forvitna fræðimenn á 19. og 20. öld til að yfir- vinna óttann við ísbreiðuna miklu. Framarlega í þessum hópi voru land- mælingamenn á vegum danskra stjórn- valda og landkönnuðir, þar á meðal Daniel Bruun höfuðsmaður, fornleifa- fræðingur og rithöfundur (1856–1931) (2. mynd), sem fór 13 ferðir til Íslands, oftast ríðandi um byggðir og óbyggðir, þar á meðal upp á Vatnajökul. Ritröð hans Turistruter paa Island sem kom út í fimm heftum 1921–1927 var óvenju- leg og vinsæl landlýsing og bar 5. heftið heitið De øde Egne nord for Vatna- Jökull3 (3. mynd). Hin merka bók hans, Fortidsminder og Nutidshjem paa Island, kom út 1928, en ekki í íslenskri þýðingu fyrr en hjá Erni og Örlygi árið 1987 í tveimur bindum undir heitinu Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár.4 Hér verður líka að geta ritgerðar Daniels Bruuns, Islænder- færder til hest over Vatna-Jökull i ældre Tider frá 1914.5 Þar rekur hann skil- merkilega ritaðar heimildir frá því um 1700 og eldri munnmæli um ferðir norðan að suður yfir Vatnajökul og leiðir frá verstöðvum í Suðursveit yfir austurhluta jökulsins. Af eigin raun vissi Bruun að unnt var að fara með hesta upp á Vatnajökul og segist í greininni ekki sjá neitt sem dragi úr sannleiksgildi sagna um ferðir vermanna yfir jökul- inn. Vísað er hér á nokkrum stöðum í ummæli og ferðir Daniels Bruuns auk myndræns efnis sem þangað er sótt. 2. mynd. Daniel Bruun (1856–1931). – Danish archaeologist and writer. 3. mynd. Úr riti Daniels Bruuns, Ferðaleiðum fyrrum yfir Vatnajökul, frá 1927. – Ancient travel routes across Vatnajökull. From Bruun´s book, published 1927. 4. mynd. Sigurður Þórarinsson (1912–1983). – Icelandic geologist. 5. mynd. Sigurður Þórarinsson hóf ferðir sínar um Vatnajökul sumarið 1936 með jöklafræðingnum Hans W. Ahlmann og fleiri Svíum og Íslendingum og hélt þeim áfram næstu sumur. Hér sést Sigurður við tjald sitt 7. júní 1937 ofarlega á Eyjabakkajökli. – Thorarinsson began his research on Vatnajökull with the Swedish glaciologist H.W. Ahlmann in 1936. Here he is outside his tent high up on Eyjabakkar glacier, June 7th 1937. Ljósm. óþ./Photo: Unknown. a Steinunn Kristjánsdóttir, tölvuskeyti til höfundar 20. janúar 2020.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.