Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 277 Ritrýnd grein / Peer reviewed 19. mynd. Staðardalur frá Hálsaskerjum til strandar. Sultartungnagil til vinstri og Hálsagil til hægri, Staðarhálsar og Birnugil utar. – The valley Staðardalur from Hálsasker south to the coast. Sultartungnagil to the left and Hálsagil to the right. Staðarhálsar and Birnugil behind. Ljósm./Photo: Skúli Björn Gunnarsson 2020. 20. mynd. Staðarhálsar utan við Hálsagil vestan Staðardals. Sýnd er forn slóð undir Hálsatindi niður í dalinn innan við Birnugil. – Staðarhálsar south of Hálsagil at the west- ern slope of Staðardalur. Sketch of an old track beneath Hálsatindur down to the valley. Ljósm./Photo: Skúli Björn Gunnarsson. Þorvaldur Thoroddsen segir um ferðir og verstöðvar Norðlinga:14 Það er í munnmælum, að Norð- lingar hafi á fyrri tímum haft verstöðu í Suðursveit, við Hálsasker, á 16. öld og fyrri. Er mælt, að þeir hafi komið þangað norðan yfir jökul og farið fram hjá Hálsatindi, og er sagt, að þar hafi sézt gamlar götuslóðir. Það er sagt að verferðir Norðlinga í Suðursveit hafi hætt 1575 [1573], er 93 [53] menn drukknuðu við Hálsahöfn á góuþræl- inn. Eins er þess getið, að menn úr Fljótsdal hafi sótt sjó í Suðursveit og farið þessa leið, og að fólk úr Suður- sveit hafi farið til grasa undir Snæfell. Síðar segir Þorvaldur: Það eru allmikil líkindi til að Norð- lingar hafi stundum til forna farið yfir Vatnajökul suður í Austur-Skaftafells- sýslu til fiskveiða og skreiðarkaupa. Um ferðir milli Möðrudals og Öræfa hefir áður verið getið, en oftar hefir líklega verið farið austar, sennilega upp Brúarjökul vestan við Þjófa- hnjúka. Það mundi mjög hafa stytt leið fyrir vermönnum, er ætluðu til Suðursveitar, en þar er sagt að Norð- lingar hafi haft útræði, eins og fyrr var á drepið, við Hálsaós, þangað til skipsskaðinn mikli varð við Hálsasker 1575 [1573]. Á 15. og 16. öld virð- ist hafa verið töluvert sjávarúthald í Mýrum og Suðursveit við Skinneyj- arhöfða og Hálsasker, og munnmæli segja að Mývetningar hafi sótt sjó austur í Lóni. Enn er sá kostur ónefndur að Eyfirð- ingar og Suður-Þingeyingar sem ætluðu sér suður yfir Vatnajökul forðum tíð hafi haldið áleiðis inn eftir Bárðardal, um Kiðagil eða austan Skjálfandafljóts, þar sem byggð var til forna, meðal annars á Hafursstöðum (21. mynd). Þaðan farið suður um framdali, þ.e. Sandmúladal, Krókdal eða Öxnadal, en sá síðastnefndi er um 12 km langur og talsvert gróinn. Aðstæður breyttust hér eflaust til hins verra við tilkomu Frambruna, mikils hraunrennslis á 13. öld, en hafa ber jafn- framt í huga að gróðurfarsaðstæður í Ódáðahrauni voru framan af öldum ólíkar því sem síðar varð og skárri.24 Jarðhiti er hér á nokkrum stöðum þá sunnar dregur (Hitulaugar) og græður á Flæðum í um og yfir 700 m hæð, svo og innar í Jökuldæladragi þangað sem Bárðdælingar fóru stundum í leitir. Leiðin gæti hafa legið þaðan austur yfir Dyngjuháls og upp á Dyngjujökul við Kistufell. Þegar hærra dregur á jökli sunnan Kverkfjalla blasa við Grímsfjall og Öræfajökull og röð fjalla í suðurbrún Vatnajökuls, þar á meðal Miðfellstindur við Morsárdal. Koma þá í hug tilvitnuð munnmæli Árna Magnússonar hér á eftir að bóndinn í Skaftafelli hafi haft bú í Bárðardal.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.