Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 58

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 58
Náttúrufræðingurinn 278 Ritrýnd grein / Peer reviewed 21. mynd. Hafursstaðahlíð austan Bárðardals. Menn virða fyrir sér byggðaleifar. – Hafursstaðir slope east of Bárðardalur. Men viewing ancient farm remains. Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson 2007. SAMSKIPTI SKAFTFELLINGA OG MÖÐRUDÆLINGA Traustar heimildir verða að teljast fyrir samskiptum manna í Öræfasveit og Möðrudal þvert yfir Vatnajökul fram eftir öldum. Sagnir um hestaferðir og flutning með skógvið norður yfir jökla styðjast meðal annars við Möðrudals- máldaga frá 1575 og ritaðar heimildir frá öndverðri 18. öld, auk munnmæla, svo að vart ætti að þurfa að efast um að lengi var farið á hestum yfir jökulinn. Þannig segir Árni Magnússon um 1700:11 Úr Öræfum skal hafa verið áfangi að Möðrudal á Fjalli. Frá Skaptafelli í Öræfum skal farið hafa verið rétt norður [milli lína skrifað: austur] og upp frá Skaptafelli. Vegur þessi skal til hafa verið í seculo 16 [á 16. öld] skömmu eftir 1500. Nú er hann öldungis sperrtur af jöklum. Menn segja og fyrir munnmæli, að bóndinn í Skaptafelli hafi haft bú í Bárðar- dal og verið þangað til messu heiman frá Skaptafelli reiðandi konu á baki sín. Litlu síðar bætir Árni við:11 Minnahérað, kallað Litlahérað, eru þeir sem meina að heiti so i henseende til Fljótsdalshéraðs austur. Skal á milli þessara héraða hafa verið almenn ferð, og vegurinn legið upp á fjallið upp frá Skaptafelli (sem er vestasti bær í Öræfum), milli Öræfajökuls og Skeið- arárjökuls. Sá vegur er nú öldungis af jöklum ófær orðinn. Segja menn það hafi ei meir en dagsferð verið milli Öræfa og Fljótsdalshéraðs og eins langt skuli verið hafa úr Öræfum að Möðrudal á Fjalli. Elsta þekkt heimild sem gefur til kynna að formleg tengsl hafi verið milli Skaftafells og Möðrudals yfir jökul er Möðrudalsmáldagi Gísla bisk- ups Jónssonar frá árinu 1575. Þar segir að Möðrudalskirkja eigi „xij trog- saudlahøgg í Skaptafellsskog“.25 Þá segir í Jarðabókarágripi Ísleifs Einarssonar sýslumanns í Felli 1709 um ítök Skaftafells:26 Beit 14 hrossum á Möðrudalsör- æfum er jörðunni eignuð um sum- artíma, krossmessna á milli. Verður aldrei brúkað fyrir jöklum. Um þetta fjallar Sveinn Pálsson eftir að hafa dvalist í Skaftafelli 1794 (bls. 475, 483 og 493):13 Að öllum líkindum hefur í fyrndinni legið leið yfir jökulinn norður af Skaftafelli norðaustur um Dyngjufjöll [Kverkfjöll], en nánar um hana í 14. gr. Í framhaldi segir hann (22. mynd): Morsárjökull gengur niður í Morsárdal ... norðan við Skaftafell, og á hann upptök sín þar, sem Öræfa- jökull rennur í raun og veru saman við Klofajökul á milli Miðfells að norðan og Skarðatinda að sunnan. Á þessum stað er álitið, að fyrrum hafi verið leið eða samgöngur milli Skaftafells og Möðrudals (12. gr.), því
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.