Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 63

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 63
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 283 Ritrýnd grein / Peer reviewed Í stefnumörkun íslenskra stjórn- valda frá árinu 2010 um sjálfbæra þróun kemur fram að tryggja skuli að stór samfelld víðerni verði áfram að finna í óbyggðum Íslands.5 Í landsskipulags- stefnu 2015–2026, sem samþykkt var sex árum síðar, er áhersla á verndun víðerna aukin, sérstaklega með tilliti til skipulags á miðhálendinu þar sem stærstu víðerni landsins er að finna.6 Síðastliðna áratugi hefur landnýting á miðhálendi Íslands breyst mikið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Beit er ennþá tíðkuð, en auk hennar hafa orku- vinnsla og ferðaþjónusta jafnt og þétt vaxið þar að umfangi. Þessar atvinnu- greinar krefjast mikils landrýmis og þeim fylgja innviðir og ágangur sem geta breytt íslensku landslagi og þar af leiðandi haft áhrif á upplifun fólks sem um landið fer. Meginmarkmið rannsóknarinnar var annars vegar að meta hugmyndir og viðhorf Íslendinga til víðerna, og hins vegar að meta mikilvægi og gildi víð- erna í hugum þeirra. Undirmarkmið voru eftirfarandi: Að bera kennsl á hvaða þættir í lands- laginu stuðla mest að víðernisupplifun landsmanna. Að greina hvort mannvirki og önnur ummerki af völdum manna hafi áhrif á mat landsmanna á því hvort svæði telst til víðerna. Að greina hvaða mannvirki og um- merki landsmenn telja vera viðeigandi án þess að gæði víðerna skerðist. Verkefnið er hluti stærra verk- efnis sem unnið var fyrir faghóp tvö í þriðja áfanga rammaáætlunar á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.7 YFIRLIT UM MAT OG KORT- LAGNINGU ÍSLENSKRA VÍÐERNA Í gildandi lögum um náttúruvernd (nr. 60/2013 með síðari breytingum) er mikilvægi víðerna í íslenskri náttúru undirstrikað með því að setja inn, í fyrsta skipti í íslenskri náttúruverndarlög- gjöf, sérstakan friðlýsingarflokk helg- aðan óbyggðum víðernum (46. gr.). Þar segir meðal annars: „Friðlýsa má sem óbyggð víðerni stór landsvæði þar sem ummerkja mannsins gætir lítið sem ekkert […]. Friðlýsingin skal miða að því að varðveita einkenni svæðisins, t.d. að viðhalda fjölbreyttu og óvenjulegu landslagi, víðsýni og/eða vernda heild- stæð stór vistkerfi, og tryggja að núlif- andi og komandi kynslóðir geti notið þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja.“ Verndun óbyggðra víðerna er enn fremur lögð til grundvallar við verndun jarðfræðilegrar fjölbreytni: „Til að stuðla að vernd jarðfræðilegrar fjöl- breytni landsins og fjölbreytni landslags skal stefnt að því: [...] að standa vörð um óbyggð víðerni landsins“ (3. gr., 1. máls- liður og stafliður e). Í landsskipulags- stefnu 2015–2026 er sveitarfélögunum sem land eiga að miðhálendinu gert að útfæra stefnu um verndun víðerna í skipulagsáætlunum sínum. Enn fremur er þeim gert að kanna möguleika um endurheimt þeirra. Til grundvallar þessari stefnu á að liggja kortlagning Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofn- unar á umfangi víðerna.6 Lítil hefð er fyrir kortlagningu víð- erna hér á landi og fáar rannsóknir liggja fyrir. Fyrsta tilraunin í þessa veru var gerð í kjölfar samþykktar náttúru- verndarlaga nr. 44/1999 þar sem skil- greining á víðerni var í fyrsta skipti sett fram í íslenskum lögum. Sú kortlagning fór fram á árdögum Umhverfisstofn- unar og byggðist á skilgreiningu lag- anna og tiltækum stafrænum landupp- lýsingum þess tíma. Það kort var upp- fært árið 2009. Aðgengi að stafrænum landupplýsingum gjörbreyttist hér á landi árið 2004 við tilkomu IS50v, stafræns gagnagrunns Landmælinga Íslands, sem síðan hefur verið í stöð- ugri uppfærslu. Árið 2009 vantaði þó enn töluvert af landupplýsingum í IS50v-gagnagrunninn, meðal annars gögn frá RARIK, Landsneti og Orkubúi Vestfjarða, sem skekkti kortlagningu Umhverfisstofnunar. Næstu tilraun til kortlagningar víðerna unnu Rann- veig Ólafsdóttir og Micael Runnström 1. mynd. Kortlagning Rannveigar Ólafsdóttur og Micaels Runnströms á ósnortnum víðernum samkvæmt skilgreiningu náttúruverndarlaganna nr. 44/1999. Mynd A sýnir útreikninga byggða á fjarlægðargreiningu og mynd B útreikninga byggða á útsýnisgreiningu. – Wilderness mapping from Ólafsdóttir and Runnström based on the definition of pristine wilderness according to Act No. 44/1999 on nature protection. A shows calculation based on a distance analysis and B calculation based on a viewshed analysis.8,9 • • •
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.