Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 74

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 74
Náttúrufræðingurinn 294 Kortlagning spendýra í Evrópu Fyrsta alfræðibókin (Atlas) um evrópsk spendýr var gefin út árið 1999 og er hún löngu uppseld og nánast ófáanleg (1. mynd). Bókin hefur síðan verið eitt af undirstöðuritum á sínu sviði og mikið vitnað í hana og eru til dæmis 450 tilvís- anir í hana í vísindagreinum sem skráðar eru á „Web of Sci- ence“. Gögn úr bókinni voru vistuð í miðlægum gagnagrunni og hafa þau verið mikið notuð, meðal annars til að kalla fram útbreiðslukort spendýra. Nú eru liðin ríflega 20 ár síðan gögnum um evrópsk spen- dýr var safnað við útgáfu bókarinnar. Ljóst er að útbreiðsla margra tegunda hefur breyst og því endurspeglar bókin ekki lengur raunverulega útbreiðslu og stöðu evrópskra spen- dýrastofna. Með þetta í huga kom ritstjórn bókarinnar saman árið 2015 til að ræða hvort ekki væri grundvöllur fyrir endur- útgáfu. Í fyrstu var einungis hugsað um endurmat á því svæði sem lýst var í fyrstu útgáfunni en síðar ákveðið að í nýrri útgáfu yrði öll Evrópa höfð undir. Með kortlagningu spendýra í allri Evrópu tvöfaldast umfang kortlagðra svæða. Munar mestu að nú bætast við tólf af fimmtán fyrrverandi Sovétríkjum (Eystrasaltslöndin komin áður), þar á meðal og ekki síst sá hluti Rússlands sem telst til Evrópu (2. mynd). Stór hluti svæðisins hefur ekki verið kortlagður áður á þennan hátt og því er mikið verk framundan. Fyrir fyrstu útgáfu bókarinnar voru sýndar 194 tegundir spendýra á 6.675.000 fer- kílómetra svæði en í annarri útgáfu verður fjallað um yfir 260 tegundir á 11.442.500 ferkílómetra svæði. Evrópska spendýra- félagið hefur því hvatt almenning til þátttöku og sett af stað allsherjar söfnunarátak til að hægt sé að ljúka við að skrá og kortleggja útbreiðslu spendýra í allri Evrópu. Hægt er að lesa um átakið á vefsetri sem á íslensku heitir Styrktu verndun evrópskra spendýra (https://support.european-mammals. org/) og taka beinan þátt í verkefninu (3. mynd). Sagt var frá þessu metnaðarfulla verkefni í fræðsluer- indi á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar 16. október 2019 og sýnd hver áhrif þátttaka almennings og samtakamáttur hefur haft áhrif á framvindu þess. Hægt er að hlýða á Hrafna- þingserindið á Youtube-síðu stofnunarinnar (https://www. youtube.com/user/natturufraedistofnun). 1. mynd. Forsíða fyrstu útgáfu bókarinnar frá 1999. Náttúrufræðingurinn 90 (4–5) bls. 294–295, 2020

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.