Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 76

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 76
Náttúrufræðingurinn 296 Daníel Freyr Jónsson og Guðni Gunnarsson Í október 2020 var tveimur hraunhellum í Þeistareykjahrauni lokað í verndar- skyni. Áður höfðu Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra gert umferð um alla hella í hrauninu óheimila, að Togarahelli undanskildum. Félagsmenn Hellarann- sóknafélags Íslands fundu hellana 2016 og eru þeir einstaklega ríkir af drop- steinum, hraunstráum og öðru viðkvæmu hellaskrauti. Síðan hellarnir fundust hefur miklum tíma verið varið til að kanna þá og kortleggja, en vinnan er engu að síður stutt á veg komin og miklu verki enn ólokið. Þá þarf að kanna Þeista- reykjahraun ýtarlega í heild sinni, því margt þykir benda til þess að fjöldi hella sé enn ófundinn í hrauninu. Hellarnir tveir voru fyrstu hellarnir sem Umhverfis- stofnun lokaði eftir að umhverfis- og auðlindaráðherra fól stofnuninni að vinna að verndaraðgerðum við viðkvæmustu hella landsins. Áður hefur nokkrum fjölda hraunhella verið lokað í verndarskyni á sunnanverðu landinu, ýmist með frið- lýsingu eða framtaki Hellarannsóknafélagsins, landeigenda og sveitarfélaga. Hraunhellar í Þeistareykjahrauni 1. mynd. Þeistareykjahraun er að mestu nokkuð slétt helluhraun með uppbrotnum rishólum og niðurföllum á víð og dreif. Við sjóndeildarhringinn til hægri á myndinni rís ein margra hraunbungna þar sem hraun hefur runnið upp úr hraunrás neðanjarðar. Myndin er tekin um 3 km frá gígnum Stórahveri. – Overall, the Þeistareykjahraun lava field has a fairly smooth surface, while tumulus are common. To the horizon on the right, the lava field gently slopes up towards a vent, where a subsurface lava channel drained. Picture was taken approx. 3 km from the Stórihver crater. Ljósm./Photo: Guðni Gunnarsson. Náttúrufræðingurinn 90 (4–5) bls. 296–302, 2020

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.