Mosfellingur - 01.04.2021, Page 2
Í þá gömlu góðu...
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)
MOSFELLINGUR
www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is
Næsti Mosfellingur kemur út 22. apríl
Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is
Ritstjórn:
Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is
Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is
Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is
Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding.
Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.
Próförk: Hjördís Kvaran Einarsdóttir ISSN 2547-8265
Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is
og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.
Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.
Páskablað Mosfellings er komið út og þú ert blessunarlega að lesa
það. Forsíðuna prýða Önnur tvær
sem gengið hafa í gegnum sömu
lífsreynsluna, að missa maka
langt fyrir aldur fram.
Nú veita þær góð ráð til
þeirra sem þurfa á hjálp
að halda og ekki síst
þeirra sem vilja vera til
staðar fyrir þá sem eiga
um sárt að binda.
Hver tengir ekki
við það að vita
ekkert hvernig
skal haga
sér þegar
mest á reynir? En nú er hægt að leita
í reynslubankann hjá þeim sem
virkilega vita hvað kemur sér best.
Við að sjálfsögðu sendum þriðju
Önnuna á staðinn til að taka viðtalið.
Takk fyrir að deila reynslunni með
okkur Anna Lilja, Anna Sigga og
Anna Ólöf.
Við óskum ykkur Mosfellingum gleðilegra páska og farið varlega
í fjórðu bylgjunni. Fólk er beðið um
að ferðast ekki á milli landshluta né
fara í sumarbústaði. Skíðasvæðin eru
lokuð enda er 10 manna samkomu-
bann í gildi.
Guð sé lof að gosið er opið.
Fjórðu bylgju páskar
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings
www.isfugl.is
- Fréttir úr bæjarlífinu62
Mosfellspósturinn 1988
Hringtorg og
undirgöng við
Brúarland og
Álafossvegamót
Á myndinni sér yfir framkvæmd-
irnar við Brúarland. Næst eru
undirgöngin, sem tryggja eiga
örugga umferð fótgangandi á
milli Teigahverfis og skólasvæð-
isins að Varmá en fjær sést í
hringtorgið við Álafossveg.
Mynd og texti: Mosfellspósturinn
í september 1988.
Héðan og þaðan