Mosfellingur - 01.04.2021, Side 32

Mosfellingur - 01.04.2021, Side 32
 - Aðsendar greinar32 Í síðustu viku undirritaði ég stækk- un friðlandsins við Varmárósa. Ósarnir hafa verið á náttúruminja- skrá frá árinu 1978 og voru fyrst friðlýstir árið 1980. Verndargildi svæðisins felst fyrst og fremst í því að þar er að finna fágæta plöntutegund, fitjasef, auk þess sem sjávarfitjarnar eru sér- stæðar að gróðurfari og mikilvægt vistkerfi fyrir fugla. En það er samt fleira sem gerir svæðið einstakt; það er nefnilega einstakt að hafa aðgang að lítt snortnu votlendissvæði í næsta nágrenni við byggð. Svæði sem iðar af lífi og býður upp á ótal möguleika til fræðslu, útivistar og náttúruskoðunar. Markmið friðlýsingar Varmárósa er að vernda náttúrulegt ástand votlendis og sér- stakan gróður sem á svæðinu er að finna. Fitjasef finnst bara á einum öðrum stað á landinu svo vitað sé, fyrir utan Varmárósa, sem gerir verndarsvæðið mjög merkilegt. Það hefur verið virkilega ánægjulegt að finna hversu ríkur vilji hefur verið af hálfu Mosfellinga til þess að tryggja vernd þessa einstaka svæðis, en votlendissvæði hafa svo sannarlega átt undir högg að sækja undanfarna áratugi. Ég er sannfærður um að stækkun friðlandsins muni enn frekar stuðla að því að íbúar og gestir svæðisins geti rannsakað og notið þess fjölskrúðuga lífs sem finna má á svæðinu. Átak í friðlýsingum Stækkun friðlýsts svæðis við Varmárósa er 16. friðlýsingin sem undirrituð er á þessu kjörtímabili. Eitt það fyrsta sem ég gerði eftir að ég varð umhverfis- og auðlindaráðherra var að setja af stað átak í friðlýsingum, sem unnið hefur verið í samstarfi Um- hverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Á meðal þeirra svæða sem hlotið hafa vernd í ráðherratíð minni eru náttúru- perlur á borð við Geysi, Goðafoss, Kerlingarfjöll og Látrabjarg. Ég stefni að því að áður en kjörtímabilið er á enda muni 15- 20 svæði til viðbótar verða friðlýst. Til hvers að friðlýsa? Með friðlýsingu tökum við ákvörðun um að setja náttúruna í fyrsta sæti og stuðla að sjálfbærri nýtingu sem gengur ekki í ber- högg við náttúruna, okkur og komandi kyn- slóðum til heilla. En mörgum friðlýsingum fylgir líka umsjón og styrking innviða. Fyrr í þessum mánuði var í fjórða sinn tilkynnt um úthlutun fjármagns úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða. Gert er ráð fyrir rúmlega 2,6 milljarða króna framlagi til næstu þriggja ára til uppbyggingar innviða á friðlýstum svæðum vítt og breitt um land- ið. Landsáætlun er þannig öflugt verkfæri í þágu náttúrunnar. Á Íslandi eru nú, auk Varmárósa, rösk- lega 120 friðlýst svæði og mörg þeirra á höfuðborgarsvæðinu eða næsta nágrenni þess. Ég hvet þig, lesandi góður, til að fletta þeim upp og velja þér einhverja einstaka náttúruperlu í nágrenninu til að heimsækja og njóta náttúrunnar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfis- og auðlindaráðherra Friðlandið við Varmárósa stækkað Embættismenn í Kína tilheyra gamalli stétt. Sú er mun þróaðri en sú íslenska. Rekja má kínverska embættismannakerfið langt aftur í aldir. Réðu þar konungar og keisarar sem oft á tíðum voru fremur lítt stjórntækir. Má þar m.a. nefna síðasta keisarann Puyi. Puyi sagði af sér embætti „STRAX“ í upphafi síðustu aldar. Við tók borgarastyrjöld, svo árásir Japana og að lokum kommúnistar. Á bæjarstjórnarfundum í Mosfellsbæ virðist þessu öðruvísi farið en þar sem best lætur. Í Mosfellsbæ á embættis- og stjórnmálamaður það til að renna saman í einn mann rétt eins og í óræðu listaverki eftir uppáhaldið mitt, sjálfan Salvador Dali. Heima hjá Dali, í spænska sjávarþorpinu Port Lligat við Miðjarðarhafið, er stigi sem liggur upp í ekkert. Ætli að þar sé að finna hinn eiginlega metorðastiga hins íslenska pólitískt ráðna embættismanns sem hald- inn er „Stokkhólms-heilkenni“? Bóseindir eðlishyggjunnar birtast er embætti forseta bæjarstjórnar, pólitískt ráðna bæjarstjórans og kjörna bæjarfull- trúans, þ.e. oddvita Sjálfstæðisflokkins, renna saman í einn mann. Á sér þá stað fremur óstöðugur kjarnasamruni, sérlega þegar fara á „STRAX“ í fundarhlé. Ekki er séð hvaða neyðarástand er uppi þegar svo brátt skal brugðist við. „Únglingurinn í skóginum“ varð til hér í Mosfellsbæ. Frá þeim tíma er Hriflubónd- inn bannfærði Laxness hefur ekki verið uppi súrrealískara ástand í Mosfellsbæ, þökk sé meirihluta Sjálfstæðisflokks og VG. Hvorki eru anemónur kysstar næ hlegið. Það er miður. Fréttir herma að nýlega hafi Mosfellsbær tapað dómsmáli í héraði gegn fjölfötluð- um einstaklingi. Samkvæmt efni dómsins varðar málið NPA samning sem bærinn dró að ganga frá. Þegar bæjarfulltrúar, sem vilja hreyfa við viðkæmum málum en mikilvægum er slíkt túlkað, af helstu „súrrealistum“ bæjarstjórn- ar, sem árás á Mosfellsbæ eins og hann leggur sig. Í versta falli er í slíkum málum fullyrt að viðkom- andi bæjarfulltrúar, sem gagnrýna lélegan rekstur og gerræðislegt stjórnarfar, séu að ráðast með of- beldi á starfsmenn bæjarins. Hversdagsleiki illskunnar á sér hér engin takmörk í augljósri ógnarstjórn er skákar hér í skjóli aumkunarverðs meirihluta. Sá sem stýrir er sá sem ber ábyrgð en ekki einstakir starfsmenn. Ábyrgðina á þessu ber embættismaðurinn og bæjarstjórinn í senn. Mun meirihlutinn axla hana? Þessu til fyllingar skal bent á grátkór sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Sá kallar stöðugt eftir fjármagni úr ríkissjóði, jafnvel í gegnum gjallarhorn banka. Ríkis- sjóður reynir að halda sig við langtíma fjár- málaáætlun í sama mund og sveitarfélögin mörg hafa úr ónýttum skattheimildum að moða. Þetta staðfesti formaður Sjálfstæðis- flokksins og fjármálaráðherra nýlega. Ekki skal mærð aukin skattlagning en þarna virðist hnífurinn standa í heilagri kú. Sveitarfélögin mörg sóa ítrekað af almannafé og það í gæluverkefni eins og hönnun á óarðbærri borgarlínu. Nefna má einnig sóun í SORPU og illa rekinn Strætó. Þau senda nú sjálfsagt brátt frá sér hágrát úr fjarskiptakerfinu vegna NPA samninga við fatlaða einstaklinga. Er það þar sem á að spara og láta hart mæta hörðu? Vonum að embættismannakerfið á Ís- landi, sérstaklega í yfirstjórn Mosfellsbæj- ar, breytist. Þurfum við að bíða þar til enn einn vel meinandi embættismaðurinn gefst upp, hættir, hverfur? Já, hverfur rétt eins og í Kína. Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ STRAX-heilkennið í Mosfellsbæ Í Leirvogstunguhverfi sem og í öðrum hverfum Mosfellsbæjar snýst umferðaröryggi að miklu leyti um hegðun íbúanna í um- ferðinni. Leirvogstunga er nýlegt hverfi í Mosfellsbæ og í meirihluta hverfisins er leyfilegur hámarks- hraði 30 km. á klukkustund. Að beiðni Mosfellsbæjar var Verkfræðistofan EFLA fengin til að meta umferðaröryggi í Leir- vogstunguhverfi og samhliða því var íbúum hverfisins gefin kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir varðandi umferð og umferðaröryggi í hverfinu. Megin tilgangur vinnu þessarar var að taka sama ábendingar og athugasemdir sérfræðinga EFLU og íbúa um hvað megi bæta í umferðaröryggi hverfisins, hverju þurfi mögulega að breyta, hvernig þá og af hverju. Íbúasamráð Auglýst var á Facebook síðu Leirvog- stunguhverfisins eftir ábendingum íbúa. Sérstakur hlekkur var á Facebook síðu þessari þar sem hægt var að merkja við staðsetningu og koma með athugasemdir og ábendingar varðandi hættulega staði með tilliti til umferðaröryggis. Hlekkurinn var virkur í eina viku og alls bárust 134 athugasemdir. Samráð sem þetta við íbúa er mikilvægt til að ná sem bestu, hagkvæmustu og skilvirkustu niðurstöðu til að auka umferðaöryggi í hverfinu, því íbúar hverfisins þekkja það best hvað betur má fara. Það er þakkarvert hve margar góðar ábendingar og athugasemdir bárust og verða þær allar skoðaðar. Slysagreining Samkvæmt slysagögnum Samgöngustofu voru 18 slys og óhöpp skráð í Leirvogstungu og Tunguvegi á árunum 2015 - 2019. Voru 17 þeirra óhöpp án meiðsla og eitt slys með litlum meiðslum. Flest slysanna voru einslys, það er að segja slys þar sem einungis einn aðili átti hlut að slysinu. Einslysin voru meðal annars þegar ekið var á ljósastaur, vegrið og á ökutæki sem er lagt við hægri brún götu. Í slysagreiningunni kemur til dæmis fram að töluvert sé ekið á bíla sem eru kyrrstæðir í bílastæð- um við götukanta. Nokkrir staðir í hverfinu vekja meiri athygli en aðrir út frá slys- agreiningunni. Ber hér helst að nefna Laxatungu við gatnamót Leirvogstungu (austur tenging) og gatnamót Laxatungu og Kvíslar- tungu (suður tenging). Umferðaröryggi í hverfinu Ábendingar og athugasemdir bárust meðal annars frá íbúum varðandi lýsingu í hverfinu, varðandi mikinn hraða ökutækja, skertrar sjónlengdir, til dæmis vegna gróðurs sem nær út fyrir lóðamörk, skjólveggja og óhagstæðra legu vinkils götu. Hraðatakmarkandi aðgerðir eins og hraðahindranir sem styðja 30 km. hraða eru nú þegar til staðar í hverfinu og bann- svæði hafa verið máluð á vissum stöðum til að lágmarka árekstrarhættu og hraða. En gera þarf betur og er til dæmis mælt með því í skýrslunni að kynna fyrir íbúum hættu sem myndast við gatnamót þar sem sjónlengdir eru skertar og þar sem gróður nær út fyrir lóðarmörk. Skýrsla EFLU hefur verið kynnt í skipu- lagsnefnd og rædd í Bæjarstjórn Mosfells- bæjar auk þess sem skýrslan var birt á Facebook síðu Leirvogstunguhverfis. Um- hverfissviði Mosfellsbæjar hefur nú verið falið að rýna niðurstöður skýrslunnar og verða tillögur íbúa og sérfræðinga EFLA nýttar til þess að auka enn frekar umferð- aröryggi í Leirvogstunguhverfi. Ásgeir Sveinsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs og skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Helga Jóhannesdóttir, nefndarmaður í skipulagsnefnd og varabæjarfulltrúi Umferðaröryggi í Leirvogstunguhverfi Kæru Mosfellingar. Bættur aðgangur að upplýsingum er for- senda gegnsæi í störfum stjórnsýslunnar en það er eitt af áherslum Vina Mosfellsbæjar. Það er því okkar kjör- inna fulltrúa að búa svo um hnútana að íbúarnir geti á auðveldan hátt nálgast upplýsingar og öðlast þannig innsýn í verkefni stjórnsýslunnar. Aukin upplýsingagjöf og gott aðgengi að upplýsingum eykur traust á störf stjórn- sýslunnar um leið og íbúum er gert það sem auðveldast að kynna sér hin ýmsu mál sem þar eru til meðferðar hverju sinni. Málsnúmer og heiti mála úr mála- skránni getur allur almenningur svo nýtt sér til að óska frekari upplýsinga um mál á grundvelli heimilda í upplýsingalögum nr. 140/2012. Með þetta í huga lagði undirritaður fram tvær tillögur í bæjarráði Mosfellsbæjar í þessari viku um: - Rafrænan aðgang almennings að mála- skrá Mosfellsbæjar og - Rafræna birtingu helstu daglegra verk- efna bæjarstjóra. Þess má geta að ráðuneytin eru um þess- ar mundir að undirbúa að birta málaskrár sínar á vef stjórnarráðsins og er tilgang- urinn einmitt sá að auðvelda almenningi að fá yfirsýn yfir verkefni hvers ráðuneytis. Núverandi forsætisráðherra hefur einnig beitt sér fyrir því að dagbækur ráðherra í ríkisstjórn Íslands eru nú þegar aðgengileg- ar á vef stjórnarráðsins. Hér að neðan fylgir slóð á dagbók for- sætisráðherra þar sem fólk getur kynnt sér hvernig undirritaður sér fyrir sér að birting á dagbók bæjarstjóra Mosfellsbæjar gæti litið út. En af hverju dagbók bæjarstjóra? Jú vegna þess að öll verkefni sem bæjarstjóri innir af hendi í nafni embættis bæjarstjóra eru opinber embættisverk sem eðlilegt væri að íbúar Mosfellsbæjar gætu fylgst með. Það er von mín að bæjarráð taki vel í fyrirliggjandi tillögur mínar um rafrænan aðgang íbúa að annars vegar málaskrá Mosfellsbæjar og hins vegar að dagbók bæjarstjóra. Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar. Til upplýsingar er hér hlekkur á dagbók forsætisráðherra 1. – 7. mars 2021. https://www.stjornarradid.is/raduneyti/forsaetisrad- uneytid/forsaetisradherra/stok-raeda-forsaetisrad- herra/2021/03/18/Dagskra-radherra-1.-7.-mars-2021 Lifandi málaskrá og dagbók

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.