Mosfellingur - 22.04.2021, Page 8

Mosfellingur - 22.04.2021, Page 8
Sigur Rós hlaut heiðursverðlaun Hljómsveitin Sigur Rós var heiðruð á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fóru í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Hljómsveitin sagði það ólýsanlegt fyrir „gamla réttarsals- gengna menn“ að hljóta þessa viðurkenningu. Sveitin þakkaði sömuleiðis landanum öllum fyrir góðar viðtökur við „furðumúsík“ þeirra. Hljómsveitin var stofnuð í Mosfellsbæ árið 1994 en nafnið kom frá nýfæddri systur söngvara og gítarleikara sveitarinnar, Jóns Þórs Birgissonar eða Jónsa. Ásamt honum skipuðu hljómsveitina þeir Georg Holm, Ágúst Ævar Gunn- arsson og síðar Kjartan Sveinsson, hljómborðsleikari og Orri Dýrason, trommari. Hljómsveitin hefur gefið út sjö breiðskífur, gert kvikmyndir, ferðast um Ísland og allan heiminn. Fyrsta plata Sigur Rósar, Von, kom út árið 1997 en plata þeirra, Ágætis byrjun, sem kom út árið 1999 náði eyrum tónlistarunnenda um allan heim. Velgengnin hélt áfram á plötunni () árið 2002 þar sem þeir bjuggu til sitt eigið tungumál, Vonlensku eða Hopelandic. Áhorf- endahópurinn stækkaði áfram og hljómsveitin fór í fjölmörg tónleika- ferðalög. Hún kom sér svo fyrir í nýju hljóðveri í gamalli sundlaug í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ sem er fyrir löngu orðið goðsagnakennt og er enn starfrækt. Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 896 5700 bruarholl@simnet.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.com Snjólaug Sigurðardóttir ritari s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi s. 898 3947 krist2910@gmail.is Jóhanna B. Magnúsdóttir 1. varamaður s. 899 0378 hanna@smart.is Bragi Bergmann Steingrímsson 2. varamaður bbergman@hive.is StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is aðalfundur FaMos Aðalfundur FaMos verður haldinn í Harðarbóli, Félagsheimili Hestamanna- félagsins Harðar, mánudaginn 10. maí kl. 20, ef búið verður að losa nægilega um samkomutakmarkanir. Nánari upplýsingar verða sendar í tölvupósti þegar nær dregur. Stjórn FaMos Íþróttir byrja aftur Öll starfsemi er byrjuð aftur á vegum íþrótta- nefndar Famos. Allt verður á sama tíma og áður. Um er að ræða vatnsleikfimi, ringó, boccia, dans- leikfimi, púttæfingar og leikfimisæfingar í World Class. Minnum á gönguhópinn sem er fyrir alla kl. 13:00 á miðvikudög- um. Hittumst við Fellið/Varmá. Nánari upplýsingar veitir formaður íþróttanefndar Famos á netfanginu brassinn@simnet.is, eða í síma: 8457490. lengri opnunartími Félagsstarfið Hlaðhömrum 2 er komið með nýjan og lengri opnunartíma og er framvegis opið á eftirfarandi tímum: Mánud. - fimmtud. 11:00-16:00. Föstud. 13:00-16:00. Handavinnuleiðbeinandi verður á staðnum alla daga nema föstu- daga. Opnunartími gæti breyst þegar sumarfrí starfsmanna verða. Bestu kveðjur, starfsmenn félagsstarfs Mosfellsbæjar oPnUn Myndlistarsýningar Nemendur á listmálunarnámskeiði í félagsstarfi eldri borgara munu halda sýningu á verkum sínum í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar að Lágafelli. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 29. apríl kl 18:00 og mun standa út maímánuð. Öll hjartanlega velkomin. demantamyndir Vorum að taka upp nýja sendingu af demantamyndum sem eru til sölu í handverksstofu. Mjög fallegar myndir á góðu verði. Verið velkomin. Kveðja, félagsstarfið. - Fréttir af Mosfellingum8 Ágústa Fanney Snorradóttir kvikmynda- gerðarkona rekur fyrirtækið Mission fram- leiðsla sem staðsett er í Háholti 14. Ágústa hefur búið í Mosfellsbæ síðan í byrjun 2019 ásamt konu sinni og tveimur dætrum. Ágústa er menntuð í kvikmynda- gerð og sjónvarpsframleiðslu frá skólanum COC í Kaliforníu. „Ég útskrifaðist 2013 og gerði þá heimildamyndina HUMAN TIME- BOMBS sem tekur á taugasjúkdóminum AHC, myndin hlaut fjölda verðlauna og mikla athygli,“ segir Ágústa sem stofnaði svo Mission framleiðslu árið 2017. „Eldri dóttir mín fæddist sama ár og ég stofnaði fyrirtækið og sú yngri kom í heiminn 17 mánuðum síðar í Kaliforníu þar sem við vorum búsettar á þeim tíma. „Ég hef unnið með nokkrum fyrirtækjum hérna heima, framleitt og leikstýrt alls kon- ar efni en ég starfa einnig sem tökumaður og klippari. Það er virkilega gaman að vera núna komin með Mission framleiðslu í gang og ekki skemmir fyrir að vera staðsett hér í dásamlega Mosfellsbæ.“ Margra ára samstarf við Góðvild Ágústa er að framleiða ýmis myndbönd og kynningarefni og má þar nefna Spjallið með Góðvild sem sýndur er í hverri viku á vísir.is. Þættirnir eru afurð margra ára samstarfs Ágústu og Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er framkvæmdastjóri Góðvildar. „Þegar ég fékk það verkefni á vegum Góðvildar um að gera kynningamyndbönd fyrir félagið þá kviknaði þessi hugmynd að þáttunum. Ég fann að það var bara of mikið af hlutum sem þyrfti að ræða og koma hreyfingu á varðandi þennan málaflokk. Inntak þáttanna er að koma mikilvægum málefnum langveikra og fatlaðra á Íslandi á framfæri. Við erum að vekja athygli á öllu sem við kemur þessum mála- flokk, viðmælendur okkar spanna allan skalann, allt frá sjúklingum, foreldrum langveikra og fatlaðra barna til stjórnenda og stjórn- málamanna sem hafa meira með kerfið að gera.“ anna Greta nýjasti viðmælandinn „Þættirnir fóru að stað síðasta haust eru sýndir alla þriðjudaga á vísi, áhorfið hefur verið mikið og við fengið mikil viðbrögð. Það er gaman að segja frá því að í nýj- asta þættinum er viðmælandi okkar hún Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri Varmárskóla. Anna Greta er sjálf með ADHD og henni er mikið í mun að skólakerfið mæti börnum á þeirra forsendum. Hún hefur góða og skýra sýn á skólakerfið á Íslandi og sterkar skoðanir á því hvernig við eigum að mæta börnum með námsörðug- leika betur, hún er alveg frábær fyrirmynd,“ segir Ágústa að lokum og tek- ur fram að alla þættina má nálgast á Vísir.is. Ágústa með Mission framleiðslu í Mosfellsbæ • Spjallið með Góðvild sýnt vikulega Vilja koma málefnum lang- veikra og fatlaðra á framfæri AnnA gretA í settinu hjá ágústu ágústA fAnney

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.