Mosfellingur - 22.04.2021, Síða 18

Mosfellingur - 22.04.2021, Síða 18
 - Bókasafnsfréttir 18 Föstudaginn 23. apríl hefst ný sýn- ing í Listasal Mosfellsbæjar. Lista- maðurinn er Helgi Skj. Friðjónsson og sýningin kallast Fjallamjólk. Viðfangsefni sýningarinnar eru mjólkurhvít íslensk fjöll. Listamaðurinn vinnur í mörgum miðlum og eru verkin sem hann sýnir nú unnin í tölvu. Sjálfur lýsir Helgi ferlinu svona: „Staf- rænan spilar vissulega stóra rullu í myndunum á þessari sýningu, en þær eru engu að síður stef við íslensku landslagsmálunarhefðina sem er samofin listvitund minni allt frá æsku.“ Ekki verður haldin sérstök opnun vegna Covid-19 og grímuskylda er við lýði. Síðasti sýningardagur er 21. maí. Listasalur Mosfellsbæjar Mjólkurhvít fjöll Um sóttvarnarreglur á safni Reglur um sóttvarnir breytast ört þessa dagana og er því ekki vanþörf á að fara yfir þær reglur sem nú gilda í Bókasafni Mosfellsbæjar. Að hámarki mega 20 manns vera inni í safninu hverju sinni. Starfsfólk er talið með en ekki börn á leikskólaaldri. Gestir safnsins eru hvattir til að sinna sínum erindum fljótt og markvisst svo allir komist að. Ekki er í boði að læra í safninu, kaffivélinni hef- ur verið lokað og ekki er hægt að setjast niður í tímarita- eða barnahorninu. Grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru 2005 og síðar. Hægt er að biðja um ákveðin safngögn á vefsíðunni leitir.is (upplýsing- ar um ferlið eru á bokmos. is), með því að hringja eða senda tölvupóst. Umbeðin safngögn bíða svo full- afgreidd í merktum poka fyrir utan safnið. Eitthvað er um að þessar sóttvarnarreglur hafi farið í taugarnar á gestum en við skulum muna að með því að hlíta þeim getum við haft safnið okkar opið og starfandi á þess- um óvissutímum. Matjurtagarðar Opnað fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ 3. maí Matjurtagarðar bæjarins verða staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið. Aðkoma að görðunum verður að norðanverðu frá tjaldsvæðinu við eldri deild Varmárskóla. Aðgengi að vatni og kaffiskúr verður við garðana. Staðsetningu garða og fyrirkomulag má sjá á meðfylgjandi korti. Leiguverð fyrir matjurtagarða er óbreytt, eða 2.500 kr. fyrir 50 fm garð. Tekið er við umsóknum á netfangið tjonustustod@mos.is garðar verða tilbúnir til notkunar föstudaginn 14. maí nk. Einnig eiga íbúar í Mosfellsbæ möguleika á að fá leigða mat- jurtagarða á vegum Reykjavíkur- borgar í Skammadal. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sér um útleiguna og geta áhugasamir sett sig í samband við Þóru Jónasdóttur umsjónarmann matjurtagarða í Reykjavík í síma 411 1111, eða í netfangið matjurtagardar@ reykjavik.is, og látið skrá sig á lista með ósk um garð. Taka þarf fram að viðkomandi sé íbúi í Mosfellsbæ. Umhverfissvið Mosfellsbæjar

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.