Mosfellingur - 22.04.2021, Page 22
- Íþróttir22
N a m o e h f . - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g a t a ) - 2 0 0 K ó p a v o g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
AftureldingAr
vörurnAr
fást hjá okkur sport íslandi
aðalfundur aftureldingar 2021 fer fram í
framhaldsskólanum í mosfellsbæ, fmoS,
fimmtudaginn 29. apríl kl. 18 ef aðstæður leyfa.
Dagskrá aðalfundarins er:
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Ársskýrsla formanns
4. Ársreikningur 2020
5. Fjárhagsáætlun aðalstjórnar 2021
6. Heiðursviðurkenningar
7. Kosningar:
a) Kosning formanns
b) Kosning tveggja stjórnarmanna og eins varamanns
c) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga aðalstjórnar
d) Kosning eins skoðunarmanns reikninga deilda
8. Önnur mál og ávarp gesta
9. Fundarslit
við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna
og taka þátt í að gera gott félag enn betra.
AðAlfundur
AftureldingAr
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur skrifað undir
samning við Golfklúbb Mosfellsbæjar um
að vera hluti af þjálfarateymi GM.
Valdísi þarf vart að kynna fyrir íslenskum
kylfingum þar sem hún hefur verið í allra
fremstu röð íslenskra kylfinga undanfarin
ár. Hún hefur verið með keppnisrétt á
sterkustu mótaröð Evrópu í atvinnugolfi
kvenna, LET Evrópumótaröðinni. Hún
hefur þrívegis sigrað á Íslandsmótinu í golfi
(2009, 2012 og 2017) og árið 2010 varð hún
Íslandsmeistari í holukeppni.
Sérstök áhersla á stelpuflokkana
Valdís Þóra var fyrsti atvinnukylfingurinn
frá Íslandi sem náði að komast inn á Opna
bandaríska meistaramótið – en það gerði
hún árið 2017.
Valdís tók þá ákvörðun nýverið að setja
keppniskylfurnar á hilluna og einbeita sér
að þjálfun og kennslu í golfi. Er það mikið
fagnaðarefni fyrir GM félaga að fá hana
í sínar raðir. Valdís mun leggja sérstaka
áherslu á þjálfun í stelpuflokkum og er það
von GM að þetta muni efla það starf enn
frekar. „Þarna fá okkar ungu og efnilegu
stelpur frábæran þjálfara og ekki síst góða
fyrirmynd til þess að aðstoða sig við að ná
framförum í íþróttinni.“
Valdís Þóra í þjálfarateymi GM
valdís þóra jónsdóttir
Árni Bragi kominn aftur suður
Handknattleiksmaðurinn Árni
Bragi Eyjólfsson mun leika með
Aftureldingu á ný á næsta keppnis-
tímabili eftir árs dvöl hjá KA.
Árni gerir þriggja ára samning
við Aftureldingu.
Árni er uppalinn Akureyringur
en gekk í raðir Aftureldingar þegar
hann fluttist búferlum með foreldr-
um sínum og hóf meistaraflokks-
ferilinn með Aftureldingu. Var
hann í mörg ár einn marksæknasti
leikmaður liðsins og ætti að styrkja
lið Aftureldingar verulega.
árni bragi eyjólfsson
Öflugur sóknarmaður kominn á heimaslóðir • Spilað 68 leiki í Pepsi • „Held ég eigi eftir að smellpassa inn í þetta“
Arnór Gauti til liðs við Aftureldingu
Afturelding hefur fengið sóknarmanninn öfluga Arnór
Gauta Ragnarsson til liðs við sig fyrir átökin í Lengju-
deildinni í fótbolta í sumar.
Arnór Gauti er að snúa aftur á heimaslóðir í Mosfells-
bæ en hann kemur á lánssamningi frá Fylki. Arnór Gauti
er 24 ára gamall og hefur spilað 68 leiki í Pepsi Max-
deildinni á ferli sínum með Breiðabliki, ÍBV og Fylki.
„Það hefur verið uppgangur hjá Aftureldingu síðustu
ár. Það er margt nýtt og mjög spennandi tímar fram
undan. Liðið spilar virkilega skemmtilegan fótbolta og
ég held að ég eigi eftir að smellpassa inn í þetta,“ sagði
Arnór Gauti eftir að hafa skrifað undir hjá Aftureld-
ingu.
Hjálpar okkur mikið í baráttunni í sumar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar fagnar
komu Arnórs Gauta. „Við höfum lengi viljað fá Arnór
Gauta aftur í rauðu treyjuna og nú loksins er það orðið
að veruleika. Það er mikið fagnaðarefni að góðir leik-
menn úr Mosfellsbæ hafi trú á því sem við erum að gera
og vilji koma aftur á heimaslóðir og taka þátt í því. Ég
er ekki í vafa um að Arnór Gauti á eftir að hjálpa okkur
mikið í baráttunni í sumar.“
Það styttist í að fótboltasumarið hefjist en fyrsti leikur
Aftureldingar er gegn Kórdrengjum á Fagverksvellinum
við Varmá föstudagskvöldið 7. maí næstkomandi.
arnór gauti ásamt þjálfurunum
magnúsi má og enesi cogic M
yn
d/
Ra
gg
iÓ
la