KSK-blaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 14

KSK-blaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 14
KSK - BLAÐIÐ • Þeir voru margir vænir hrútarnir sem enduðu líf sitt í sláturhúsinu í Grindavík þegar Gunnar var við stjórn þar. Sendur til Köben Nú, ég er gerður að deild- arstjóra þarna rúmu ári seinna og er síðan sendur út til Kaup- mannahafnar til að vinna þar í danskri verslun, sem e.t.v. mætti líkja við SIS, og var sá tími nokkurskonar undirbún- ingur þess sem koma skyldi, þ.e.a.s. að koma á fót sjálf- sölubúð í versluninni að Hafn- argötu og ef ég man rétt, þá held ég að við höfum verið önnur búðin á landinu sem kom þessu fyrirkomulagi á. Stuttu síðar var þessu fyr- irkomulagi einnig komið á að Hringbraut 55 eða þar sem núna er Sparkaup." Af ofantöldu má til sanns- vegar færa að Gunnar hafi verið einn af frumkvöðlum þessa breytta verslunar- reksturs sem við þekkjum núorðið í dag. En hvað lá þá næst fyrir hjá stórkaup- manninum á horninu? „Jú, ég vinn þarna til ársins 1959 en er þá gerður að úti- bústjóra í Grindavík. Reyndar var ég þar aðeins í eitt og hálft ár og fer því síðan aftur á Hafnargötuna í nokkur ár þar til ég tek við gjaldkerastöðu Kaupfélagsins, sem ég sinnti allt þar til ég hætti árið 1985." Blundaði alltaf í mér sveitamaðurinn Síðan snerir þú við dæminu og gerist bóndi í Rangárvalla- sýslu. Voru þetta ekki mikil viðbrigði hjá þér, sérstaklega þegar menn hafa allt sitt líf unnið hjá einu og sama fyr- irtækinu? „Jú það er óhætt að segja það, þó svo að ég sé ég alinn upp í sveit. Annars hafði ég átt bæði hesta og kindur á meðan ég vann þarna suður frá og því má segja, að það hafi verið kveikjan að búskapnum núna. En þó ég hafi unnið þessi skrifstofuverk í þetta langan tíma þá blundaði alltaf í mér sveitamaðurinn." Var þetta stórt býli sem þú fékkst þér? „Þegar ég tók við því, voru hérna 60 refalæður og 300 rollur, sem verður síðan kveikjan að því að snúa sér eingöngu að loðdýrarækt. í dag hinsvegar eru hér 1100 minkalæður í um tvö þúsund fermetra húsnæði." Hvað er að frétta af þeim markaði? „Þetta er í raun alveg rosa- legt og má segja að maður sitji hengdur í þessu, en þó er þetta nú á uppleið og vonandi að jafna sig. Þú sérð það, að þegar ég byrjaði á minkarækt árið 1986, þá var meðalverðið á skinnum 2700 krónur en dett- ur svo niður í 700. Ekki bætti nú úr skák, aö fjármagn á þessum tíma var alveg geggjað og lánin ruku upp úr öllu vel- sæmi. En vonandi er þetta nú allt að lagast og verðið að hækka. Það er ekki vonlaust að hafa þetta ef skinnaverðið færi í svona tvö þúsund krónur að meðaltali." 4500 skinn á ári En hvert seljið þið svo skinnin? „Skinnin fara öll til Dan- merkur, nánar tiltekið til Kaupmannahafnar, og eru boðin þar upp í sérstöku upp- boðshúsi. Við sendum þangað einu sinni á ári og síðan sér húsið um aó deila þessu niður á fimm uppboð á ári. Sjálfur hef ég sent út að meðaltali um 4500 skinn á ári." En ríkir ekki mikil sam- keppni á mörkuðunum? „Jú, þarna koma kaupendur hvaðanæva úr heiminum og sömu sögu er að segja um skinnin, þau koma allsstaðar að úr hinum vestræna heimi. Við erum bara svo lítið brot af heildinni, aðeins um 0,2% af heildar framleiðslunni þannig að við höfum lítið sem ekkert að segja í þessari samkeppni." Hafa pissaö í skóinn sinn En útlitið er sem sagt að lagast? „Já, ef maður kemst út úr fortíðarvandanum, sem þessir miklu ráðunautar komu þjóð- inni út í. Eg get nefnt þér dæmi um vitleysisganginn að þegar ég var að taka við býlinu, þá voru horfur á, að mikið þyrfti að draga úr venjulegum land- búnaði. Þá fóru ráðunautar um og hreinlega hvöttu menn að 14

x

KSK-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: KSK-blaðið
https://timarit.is/publication/1571

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.