KSK-blaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 2

KSK-blaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 2
KSK - BLAÐIÐ )KU blaðið IWIl 1.TBL. DESEMBER 1990 Útgefandi: .......... Ritstjóri:........... Ábyrgðarmaöur: ...... Aðstoð við ritstjórn: Litgreining: ........ . Kaupfélag Suðurnesja . Páll Ketilsson . Guðjón Stefánsson . Víkurfréttir . Litgreining sf. Kópavogi Prentun og frágangur: .... Prentsmiðja Grágás Blaðinu er dreift í 5000 eintökum á hvert heimili á Suöurnesjum Guðión Stefánsson. kaupfélagsstióri Breytingatímar iklar breytingar hafa oróið á rekstri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga að und- anförnu. Sambandinu hefur verið skipt upp, og deildum þess breytt í hlutafélög. Pað hefur verið erfið ákvörðun fyrir marga samvinnumenn að standa að og styðja slíkar breytingar. Gagnrýni á Samvinnuhreyfinguna, félagsform henn- ar, störf og framkvæmdir hefur verið töluverð frá upp- hafi. Gagnrýni er að vísu nauðsynleg, en á síðari árum hefur hún orðið úr hófi og jafnfram verið einstaklega neikvæö. Samvinnumenn hafa alla tíó haldið því frarn að féiagsform savinnufélaga væri eitt hið besta og lýð- ræðislegasta sem þekkist. Samvinnumenn eru hinsvegar nú að bregðast við nýrri þjóðfélagsgerð og gjörbreyttu rekstrarumhverfi, með geysi háum raunvöxtum og stór- aukinni samkeppni um fjármagn. Fjármögnun fyrirtækja með hlutabréfasölu hefur aukist gífurlega að und- anförnu. I samkeppninni um það fjármagn hefur Sam- vinnuhreyfingin setið hjá þar til nú. Það er þvi vonandi aö þessum nýju félögum gangi vel að hasla sér völl á þessum sístækkandi hlutabréfamarkaói. í þeim breytingum sem sjáanlega verða á íslenskum samvinnufélögum á næstu árum verðum við að reyna aö gæta þess að hugmyndafræðilegi grunnurinn breytist ekki. Hann verði eftir sem áóur undirstaðan og veiti samvinnumönnum áfram styrk til góðra verka, þó rekstrarformið breytist. Samvinnuhreyfingin verður að sjálfsögðu að temja sér sveigjanleika til að geta á hverjum tíma lagað starf sitt að líðandi stundu með þarfir framtíðarinnar í huga. Guðjón Stefánsson Frá þjónustunámskeiði starfsfólks Samkaups í K-17. Þarflegt þjónustunámskeið Kaupfélag Suðurnesja stóó fyrir þjónustunámskeiði fyrr í haust fyrir starfsmenn Samkaups. Námskeiðið fór fram í Veitingahúsinu K-17. Leiðbeinandi var Gísli Blöndal. Kom Gísli inn á marga þætti sem starfsfólk í verslunum þarf að vita af og kunna, - allt til að þjóna viðskiptavinum betur. Starfsfólkið hlustaði vel á erindi Gísla Blöndal. Afsláttarkort og sértilboð í Sandgerði, Garði og Vogum í haust hafa tvisvar verið gefin út afsláttarkort til féiagsmanna í Sandgerði, Garði og Vogum. Pá hafa margvísleg tilboð verið í gangi. Áttatíu og fimrn nýir félagar gengu í Kaupfélagið á laessum tíma. Heildarafsláttur í þessum þrem verslunum mun verða um 750.000 krónur. Sérstakt jólatilboð er nú í gangi í þessum búðum sem gildir til 24. desember. Góð afmælisterta Eins og undanfarin ár héltSamkaup upp á afmæli sitt með myndarlegum hætti. Verslunin var 9 ára 18. nóvember sl. og bauð af því tilefni upp á mörg og myndarleg afmælistilboð. En ómissandi í hverju afmæli er sjálf af- mælistertan. Sigurjónsbakarí bakaói Ijúffenga risarjómatertu í tilefni dagsins og viðskiptavinir Samkaups fengu glaðning þegar þeir komu að versla á af- mælisdeginum, mánudaginn 18. nóvember. 2

x

KSK-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: KSK-blaðið
https://timarit.is/publication/1571

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.