KSK-blaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 19
Aðalfundur Kaup-
félags Suðurnesja:
KSK - BLAÐIÐ
Hagnaður
1990 var
9.8 milljónir
Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja var
haldinn í KK-húsinu laugardaginn 16. mars
sl. Magnús Haraldsson, stjórnarformaður,
setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar.
Fundarstjórar voru þeir Eyjólfur Ey-
steinsson, Keflavík og Jón Gröndal,
Grindavík. Fundarritarar voru þau Guð-
björg Ingimundardóttir og Skúli Skúlason.
Guðjón Stefánsson, kaupfélagsstjóri,
flutti skýrslu um rekstur félagsins á sl. ári.
Kom fram í máli þeirra Magnúsar og Guð-
jóns að afkoma ársins 1990 var nokkru
betri en mörg undanfarin ár. Heildar vöru-
sala verslana og kjötvinnslu var um 1.486
milljónir og hafði aukist um 13,5% frá ár-
inu á undan. Hagnaður varð af rekstrinum
að þessu sinni um 9,8 milljónir króna.
Starfsmenn voru 148 \ árslok í 121 stöðu-
gildi. Eigið fé félagsins var um sl. áramót
131,9 milljónir, sem er um 23% af nið-
urstöðu efnahagsreiknings.
Á fundinum kom fram að miklar end-
urbætur hafa verið gerðar á verslunum fé-
lagsins að undanförnu og framundan væri
töluvuvæðing stærri verslana.
Ingólfur Falsson skýrði fundinum frá
sölu og uppgjöri á Hraðfrystihúsi Kefla-
víkur hf. og stofnun Stakksvíkur hf., sem á
og rekur húseignir þær sem áður tilheyrðu
Hraðfrystihúsi Keflavíkur.
Guðmundur Stefán Gunnarsson, 14 ára
Njarðvíkingur sigraði í getraunaleik Coca-
Cola og Samkaups sem var á afmælisdögum
verslunarinnar. Guðmundur var dreginn úr
hópi þeirra er gátu rétt til um tölu á fjölda
Kók-dósa í Kókkastala sem var í Samkaup.
Hann fékk að launum 100 lítra af drykknum
vinsæla. Dósirnar voru samtals 9.566.
Heppinn Njarövíkingur
ORYGGISSKOR
LÉTTIR OC
Járn & Skip
»X< JaUabbe
Tvöfaldi sólinn í öryggisskónum frá
JALLATTE gerir skóna mjúka, létta og
gripgóða, auk þess þolir hann vel olíur og
sýrur. Stálþynna i' sólanum er naglheld og
þolir högg.
Stálhetta hlífir tánum fyrir höggum og
hnjaski og hefur nægilegt rými fyrir
tærnar.
í hælbótinni er hli'f til varnar hásin og
öklabeini.
JALLATTE öryggisskórnir —
öruggt val.
ENDINGARGOÐIR
V/Víkurbraut - sími 15405
19