KSK-blaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 21

KSK-blaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 21
KSK - BLAÐIÐ HTH OG UNU FORM í HARÐVIÐARVALI OG JÁRN OG SKIP: FIMM ÁRA ÁBYRGÐ Á HTH INNRÉTTINGUM I arðviðarval sem Járn og Skip er með umboð fyrir á Suðurnesjum, í hefur fengið umboð fyir eldhús- og baðinnréttingar frá tveimur þekktum fyrirtækjum, HTH og UNO FORM. HURÐALAMIRNAR ÞOLA 90 KG ÞUNGA HTH leggur mikið upp úr vöruvöndun og kannar endingu og gæði fram- leiðslunnar á eigin rannsóknarstofu. Þannig eru t.d. hurðalamir og skúffu- brautir margprófaðar áður en þær fara á markað. Skúffubrautir verða að standast þá þolraun að skúffan hafi verið dregin út fjörtíu þúsund sinnum áður en brautin hlýtur viðurkenningu framleiðendanna. Það er talið samsvara um tuttugu ára notkun á venjulegu heimili. Þá hafa rannsóknir leitt í Ijós að hurðalamirnar þola níutíu kílóa þunga án þess að gefa sig. Gæðaprófanir HTH hafa síðan leitt til þess að fyrirtækið treystir sér til að veita fimm ára ábyrgð á framleiðslu sinni. Nær hún til hurðalama, brauta og auk þess gaila sem fram kunna að koma á innréttingunum á þeim tíma. 150-500 þús. Hægt er að fá góða og vandaða eld- húsinnréttingu á verðbilinu frá 150 þús- und krónur í 500 þúsund. HTH inn- réttingarnar eru ódýrari en innrétting- arnar frá UNO FORM sem eru taldar lúxusvara. HTH innréttingarnar geta ver- ið mjög fjölbreytilegar í útiliti. Þær fást plastlagðar jafn sem spónlagðar eða gegnheilar og allar innréttingar eru sprautulakkaðar með glæru lakki, inn- réttingarnar eru til hvítar, úr grárri jafnt sem Ijósri eik, hvítum aski og hvítu beyki, auk þess sem þær eru framleiddar úr svokölluðum MDF-spónaplötum sem eru miklu harðari en venjulegar spóna- plötur og mjög endingargóðar. Gegn- heilar eikarinnréttingar fara aldrei úr tísku, enda hafa þær verið til í einni eða annari mynd í margar aldir. ÚRVAL AF LISTUM OG HÖLDUM Útiliti sérhverrar innréttingar má breyta mikið með því að velja Ijósa lista og höldur sem og borðplötuefnið á þann hátt sem best fer í hverju eldhúsi. Mikið úrval er til af listum og höldur eru síðan til í stíl við iistana. Borðplötur fást að sjálfsögðu plastlagðar með plastkanti eins og algengast var til skamms tíma. Auk þess eru plötur framleiddar úr gegn- heilum viði og loks plastlagðar með plastkanti eins og algengast var til skamms tíma. Auk þess eru plötur fram- leiddar úr gegnheilum viði og loks plast- lagðar með gegnheilum köntum sem þá eru hafðir í stíl við viðinn sem notaður er í innréttinguna sjálfa. Skápar og skúffur eru vel innréttaðar og mjög algengt er að fólk nýti nú sökklana undir innrétting- unni með því að hafa í þeim skúffur. FYRIR FATLAÐA HTH hefur lagt sig eftir því að fram- leiða innréttingar sérstaklega ætlaðar fötluðum og hreyfihömluðum. í því tilviki er hægt að hækka og lækka bæði borð og skápa og stilla á þann hátt sem best hentar. BAÐINNRÉTINGAR Harðviðarval/Járn og Skip selja ekki aðeins eldhúsinnréttingar frá HTH og UNO FORM heldur líka baðinnréttingar. Úrvalið er ekki minna en í eldhús- innréttingunum og verðið breytilegt. Hægt er að fá fallega og vandaða bað- innréttingu fyrir rúmar 67 þúsund krónur frá HTH. 21

x

KSK-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: KSK-blaðið
https://timarit.is/publication/1571

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.