Morgunblaðið - 04.01.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 04.01.2021, Síða 6
Kepptust um bita frá mannfólkinu Hlýtt var á höfuðborgarsvæðinu í gær og nutu margir veður- blíðunnar. Til dæmis nokkrar fjölskyldur sem sóttu fugla Tjarn- arinnar heim og gáfu þeim dýrindis brauðmeti í gogginn. Svan- irnir og sambýlisfuglar þeirra voru hæstánægðir með gjafir mannfólksins eins og vænta mátti og kepptust um að ná sér í bita af brauðinu. Útlit er fyrir kólnandi veður víðast hvar á landinu í vikunni. Miðað við veðurspá Veðurstofu Íslands frystir þó ekki í Reykjavík fyrr en á miðvikudag. Þá er spurning hverjir fagna því heldur, fuglar Tjarnarinnar eða tvífættir aðdáendur þeirra. Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útfærsla vinnutímastyttingar er mismunandi á milli vinnustaða op- inberra starfsmanna. Sumir virðast ætla að taka styttinguna vikulega út á meðan aðrir safna réttindunum upp og taka þá frí heila daga eða vikur síðar á árinu. Vinnutímastytt- ingin tekur gildi hjá opinberum starfsmönnum nú í upphafi árs nema hvað framkvæmdin gagnvart vaktavinnufólki hefst 1. maí. Vinnuvikan hjá dagvinnufólki verður 36 tímar þar sem starfsfólkið kýs að afsala sér forræði yfir kaffi- tímum en er nú 40 tímar. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leik- skólakennara, segir að við undir- búning framkvæmdar styttingar vinnuvikunnar hafi farið fram sam- töl á hverjum vinnustað. Telur hann að víðast hvar hafi þessi undirbún- ingur gengið vel en sums staðar verið ljón á veginum. „Það er mis- jafnt að hversu miklu leyti fólk vill afsala sér forræði yfir kaffitímum. Sums staðar er farið í 36 stunda vinnuviku strax en annars staðar ákveður fólkið að byrja rólega með 13 mínútum á dag,“ segir Haraldur. Einnig er fjölbreytni í því hvernig styttingin er framkvæmd, hvort það er gert nokkurn veginn jafnóðum eða henni safnað upp og tekin heila daga eða samfelld tímabil. Segir Haraldur að útfærslan sé flókin á vinnustöðum eins og leik- skólum þar sem ekkert fjármagn fylgi styttingu. Erfitt sé að hliðra til verkefnum þar sem til dæmis unnið er með börn. Vaktavinnan flóknari „Ég hef ekki fundið annað en að viðbrögð séu góð enda hefur þetta verið baráttumál okkar í fjörutíu ár og við höfum séð þessa þróun í fjölda ára hjá hjúkrunarfræðingum í hinum norrænu löndunum, sér- staklega varðandi vaktavinnu,“ seg- ir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Hún segir að skjöl frá einstökum stofnunum hafi verið að berast al- veg til áramóta og hún hafi ekki yf- irlit um útfærslur. „Samtalið hefur átt sér stað á vinnustöðunum. Nið- urstaðan þarf að koma báðum til góða og vera sameiginleg,“ segir Guðbjörg. Stytting vinnutímans eigi ekki að skerða gæði eða öryggi þjónustunnar og þess vegna sé mis- jafnt hvaða útfærsla hentar hverj- um vinnustað. Tveir þriðju hlutar hjúkrunar- fræðinga vinna í vaktavinnu og tekur stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnu- fólki gildi 1. maí. Guðbjörg segir að undirbúningur sé hafinn en segir ljóst að samningur um það verði mun flóknari en fyrir dagvinnufólk- ið. BSRB verður með eftirlit Starfsgreinasambandið hefur ver- ið í samfloti við BSRB í undirbún- ingi vinnutímastyttingar. Flosi Ei- ríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, seg- ir að undirbúningi sé lokið á flestum stærri heilbrigðisstofnunum ríkisins en ekki öllum. Vinnan hafi gengið hægar á vinnustöðum hjá sveitar- félögum. „Okkur hefur fundist sveitarfélögin vera stífari í viðræð- um. Þau hafi ekki tileinkað sér hug- myndafræðina að fram fari samtal á hverjum vinnustað um útfærslu. Hjá mörgum sveitarfélögum virðist ætlunin að ákveða fyrirkomulagið miðlægt fyrir allar stofnanir,“ segir Flosi en tekur fram að hann treysti því að viðsemjendur hjá ríki og sveitarfélögum standi við samninga sína. Stytting vinnuvikunnar hefur áhrif á 22 þúsund félagsmenn BSRB. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að samtökin muni hafa eftirlit með því að stytt- ingu vinnuvikunnar verði framfylgt, í samstarfi við önnur stéttarfélög og launagreiðendur. Fyrsta skrefið til styttingar vinnuvikunnar var tekið í lífskjara- samningunum á almenna vinnu- markaðnum og tók gildi fyrir ári. VR samdi um styttingu um 9 mín- útur á dag sem svarar til 45 mín- útna á viku en útfærslan var aðeins mismunandi eftir samböndum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að framkvæmdin hafi al- mennt gengið vel. Spurður um framhaldið í næstu samningum seg- ist Ragnar horfa til þess að vinnu- tíminn verði styttur enn frekar. Útfærslan misjöfn á milli vinnustaða  Stytting vinnutíma opinberra starfsmanna tók gildi um áramót nema hvað vaktavinnufólk bíður  Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands segir að sveitarfélögin séu stíf í viðræðum Ragnar Þór Ingólfsson Flosi Eiríksson Haraldur Freyr Gíslason Guðbjörg Pálsdóttir Sonja Ýr Þorbergsdóttir Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Mun fleiri komu saman við messu- hald í Landakotskirkju á öðrum tím- anum í gær en sóttvarnareglur leyfa. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af guðsþjónustunni. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem lögregla hefur afskipti af messuhaldi í Landa- kotskirkju. Á jóladag var greint frá því að hátt í 130 manns hefðu verið við messu á aðfangadagskvöld í Landakotskirkju. „Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ein- hver er ósáttur við reglurnar. En þegar svoleiðis kemur upp þá á fólk að sækja um undanþágu hjá heil- brigðisráðuneytinu, sem síðan tekur afstöðu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almanna- varnadeildar. Aðspurður segist Rögnvaldur ekki vilja tjá sig sérstaklega um umrætt atvik. Það sé þó alltaf leiðinlegt þeg- ar fólk reynir að komast hjá þeim takmörkunum sem nú eru í gildi. „Maður er bara leiður þegar það ger- ist að fólk fer framhjá reglunum,“ segir Rögnvaldur og bætir við að all- ir verði að standa saman. „Það er heimsfaraldur í gangi og það er alveg vitað af hverju við erum að gera þetta. Ég ætla samt ekki að skammast út í þennan einstaka hóp. Það er bara alltaf leiðinlegt þegar fólk spilar ekki með.“ Aftur of margir viðstaddir messu í Landakotskirkju  Lögregla hafði afskipti af messunni og rannsakar nú málið Morgunblaðið/Þorvaldur Kristinsson Frá Landakotskirkju Þar voru of margir samankomnir í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.