Morgunblaðið - 04.01.2021, Side 8

Morgunblaðið - 04.01.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. Á laugardag var hér í blaðinumjög athyglisvert samtal við Pál Pálsson, fasteigna- og fyrir- tækjasala, um húsnæðismarkaðinn, en verð íbúða hefur hækkað tölu- vert síðasta árið. Páll telur brýnt að auka framboð á hús- næði og auðvelda markaðnum að leita jafnvægis. Sveitar- félögin séu stærsta hindrunin, sér- staklega á höfuð- borgarsvæðinu þar sem lóðafram- boð hafi verið með minnsta móti, lóðaverð í hæstu hæðum og stjórn- kerfið flókið og hægvirkt.    Þannig segir Páll að það getihæglega tekið allt að þrjú ár frá því að lóð er keypt og þar til hægt er að hefja framkvæmdir!    Og hann bætir við: „Þetta þýðirað um þrjú til fimm ár líða frá kaupum á lóð og þar til hægt er að fá einhvern arð af verkefninu.“ Þá sé stjórnsýslan dyntótt og ófyrir- sjáanleg og hann segist vita um „marga verktaka sem þurfa að setja upp sparibrosið og tipla á tán- um í kringum fulltrúa bæjar- félaganna sem hafa valdið til að segja af eða á um byggingar- framkvæmdir og minnstu breyt- ingar“.    Þetta er lýsing á mjög óeðlileguástandi og augljóst að bæði stjórnendur og kjörnir fulltrúar á svæðinu verða að taka slíka ábend- ingu alvarlega. Það á ekki síst við um stærsta sveitarfélagið en margt bendir til að vandinn sé mestur þar. Kerfið í höfuðborginni er orðið mjög flókið og gagnsæi er lítið. Við það bætist að áherslur borgaryfir- valda eru allar á að byggja þar sem það er dýrast og tekur lengstan tíma. Þessi blanda er augljóslega afskaplega óheppileg svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Páll Pálsson Tiplað á tám um þunglamalegt kerfi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrstu skóflustungur að viðbygg- ingu við hátæknisetur líftæknifyr- irtækisins Alvotech í Vatnsmýri í Reykjavík voru teknar síðastliðinn fimmtudag. Róbert Wessman, stjórnarformaður fyrirtækisins, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tóku fyrstu skóflu- stungurnar ásamt lykilstarfs- mönnum sem komið hafa að verk- efninu. Viðbyggingin, sem verður 12.500 fermetrar að flatarmáli, er nánast tvöföldun á núverandi aðstöðu Alvo- tech í Vísindagörðum HÍ í Vatns- mýri og eru verklok áætluð í lok árs 2022. Alvotech er með átta líftæknilyf í þróun, sem munu fara á markað á næstu árum. Gert er ráð fyrir að starfsmannafjöldi fyrirtækisins á Ís- landi muni fara úr 410 í um það bil 580 þegar hátæknisetrið verður tilbúið, að megninu til sérfræðingar með háskólamenntun. Róbert Wessman, stjórnar- formaður Alvotech, sagði við þetta tilefni: „Það er einstaklega ánægju- legt að ljúka þessu erfiða ári sem einkenndist af baráttunni við Co- vid-19-veiruna með svona jákvæðu skrefi til framtíðaruppbyggingar fyrirtækisins.“ Fjárfesting í stækkuninni er áætl- uð ríflega 10 milljarðar króna. Tvöfalda nánast aðstöðu Alvotech Ljósmynd/Aðsend Mokað Hér má sjá fyrstu skóflu- stungurnar að viðbyggingunni.  Fyrstu skóflustungurnar teknar fyrir helgi  10 milljarða fjárfesting Athafnamaðurinn og körfuboltaþjálfarinn Ágúst H. Guðmundsson er látinn. Hann andaðist að kvöldi nýársdags í faðmi fjölskyldu sinnar, aðeins 53 ára gamall. Ágúst fæddist 26. ágúst árið 1967 á Pat- reksfirði. Hann var ný- orðinn fimmtugur þegar hann greindist með MND-sjúkdóminn, sem dró hann til dauða. Eiginkona Ágústs er Guðrún Gísladóttir, lík- amsræktarfrömuður og stöðvarstjóri World Class á Akureyri. Þau eiga þrjú börn, Júlíus Orra, Ás- gerði Jönu og Berglindi Evu. Ágúst flutti ungur til Hafnar- fjarðar og hóf að spila körfubolta með Haukum. Hann gekk síðan til liðs við Þór eftir að hann fluttist til Akureyr- ar 16 ára. Þar lék hann með meist- araflokki árum saman. Einnig þjálf- aði hann meistaraflokk félagsins og yngri flokka. Hjónin Guðrún og Ágúst stofnuðu líkamsræktarstöðina Átak á Akureyri árið 2003 og ráku allt til árs- loka 2017, þegar World Class keypti stöðina. Síðan þá hefur Guðrún stýrt starfsemi fyrir- tækisins á Akureyri. Ágúst fór ungur til sjós en starfaði síðar hjá Ásprenti og Kassa- gerðinni. Hann stofnaði ásamt fleirum fyrir- tækið Neptune í því skyni að gera út rann- sóknarskip og þjónusta olíuiðnaðinn. Ágúst var framkvæmdastjóri fyrirtækisins á meðan heilsan leyfði. Fyrir nokkrum árum fékk hann hugmynd að smávirkjun innst í Eyja- fjarðarsveit og lét ekki deigan síga þrátt fyrir veikindin. Tjarnarvirkjun var formlega tekin í notkun í sumar og eru þau hjónin aðaleigendur fyrir- tækisins. Ágústs var í gær minnst á vefsíðu Þórs, vefmiðlinum Akureyri.net og á Karfan.is. Andlát Ágúst H. Guðmundsson Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.