Morgunblaðið - 04.01.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
vinnuföt fást í
Mikið úrval af öryggisvörum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Að leggja rækt við eigin heilsu er
meira en bara stunda hreyfingu
og borða hollan mat, segir Halla
Karen Kristjánsdóttir í Mos-
fellsbæ. „Mikilvægt er að draga úr
streitu í daglegum störfum, eiga
jákvæð samskipti við fólk, sofa
nóg og hafa lífið í jafnvægi. Nú í
janúar fara margir af stað og ætla
að bæta líf og líðan með öflugri
hreyfingu. Þar er mikilvægt að
hver finni sína fjöl.“
Að synda 200 metra eða
ganga í tuttugu mínútur á dag er
mátulegt fyrir suma, sem geta svo
bætt við sig og gert stærri hluti
eftir því sem þrekið verður meira.
Öðrum hentar, segir Halla, að
taka klukkutíma styrktaræfingu
eða hlaupa 10 kílómetra. Að taka
of stór skref í byrjun eru ótrúlega
algeng mistök. Hver og einn þurfi
þarf að minna sig á að góðir hlutir
gerast hægt.
Tími til að taka á rás
Á síðustu dögum nýliðins árs
var Gulrótin, lýðheilsuviðurkenn-
ing Mosfellsbæjar, veitt í fjórða
sinn. Að henni standa sveitarfé-
lagið og Heilsuvin, klasi fyrir-
tækja, stofnana og fólks sem vilja
efla starfsemi á sviði heilsu-
tengdrar þjónustu bænum. Að
þessu sinni kom Gulrótin í hlut
Höllu Karenar Kristjánsdóttur
sem í áraraðir hefur sinnt marg-
víslegu starfi og hvatningu til
Mosfellinga um að hreyfa sig og
taka tilveruna með heilbrigðum
lífsstíl og jákvæðni.
Segja má að allt nýliðið ár
hafi flest hver mannanna börn
verið í híði sínu vegna kórónu-
veirunnar. Nú er hins vegar kom-
inn tími til að taka á rás. Um það
segir Halla Karen að líkaminn sé
gerður til þess að hreyfa sig.
Auðvelt að komast á toppinn
„Síðustu misseri hafa verið
mjög krefjandi en um leið lær-
dómsrík. Margar fjölskyldur hafa
haft meiri tíma saman, og lífið
hefur verið á hægari snúning en
venjulega. Þetta hefur mín fjöl-
skylda fundið og haft gott af.
Vissulega er ekki gott að allar
skipulagðar æfingar, hópastarf
sem og annað hafi legið niðri í
langan tíma. Allt hefur þetta þó
bjargast,“ segir Halla Karen og
heldur áfram:
„Margir hafa fundið sér aðrar
leiðir til hreyfingar, svo sem
gönguferðir og fjallgöngur. Hér í
Mosfellsbæ - sem er heilsueflandi
samfélag – liggja merktir göngu-
stígar út um allt enda eru fallegir
staðir og fjöll sem létt er að ganga
á. Sjálf bý ég við Helgafellið, bæj-
arfjallið í Mosfellsbæ, þar sem fólk
er mikið á gangi enda er fjallið
þægilegt til útiveru og auðvelt að
komast á toppinn. En veit ég vel
að marga vantar félagsskap,
hvatningu og gleðina við það að
vera í skipulögðu íþróttastarfið.“
Síðustu árin hefur Halla Kar-
en verið verið með leikfimi fyrir
67 ára og eldri í Mosfellsbæ og
hefur starfið mælst vel fyrir og
gerir þátttakendum gott. Um það
eru allir á einu máli.
Tilfinningin engu lík
„Flestir – alveg sama á hvaða
aldri fólk er – hafa líka reynt að
eftir góðan hlaupasprett, sund,
fjallgöngu eða hjólatúr verður líð-
an betri, bæði í líkama og sál. Erf-
ið verkefni verða auðleystari. En-
dorfínið, taugaboðefnið sem veitir
vellíðan, streymir fram og tilfinn-
ingin verður bókstaflega engu
lík,“ segir Halla Karen og bætir
við að síðustu:
„Ég hef kennt íþróttir um
árabil og finnst sem skólakerfið í
heild sinni þurfi hefja íþróttir til
meiri virðingar. Að stunda íþrótt-
ir er ekki bara að hlaupa og leika
sér. Við kennum nemendum allt
sem viðvíkur heilsu og heil-
brigðum lífsstíl sem og samskipti,
traust, drengskap og að bera
ábyrgð á eigin heilsu. Sjálf hleyp
ég, hjóla, fer á skíði og svo förum
við hjónin líka í fjallaferðir þar
sem krefjandi leiðir. Þar eru
Laugavegurinn, Snæfellsjökull og
Hvannadalshnjúkur ofarlega á
blaði fyrir utan hvað margir
möguleikar til útivistar eru í Þórs-
mörk og Þjórsárdal. “
Fólkið skríði úr híðinu og taki tilveruna með heilbrigðum lífsstíl og jákvæðni
Lífsgleði Mikilvægt er að draga úr streitu í daglegum störfum, eiga jákvæð samskipti við fólk, sofa nóg og
hafa lífið í jafnvægi, segir Halla Karen sem hefur yndi af hreyfingu og útiveru, svo sem að ganga á fjöll.
Færa íþróttirnar til meiri virðingar
Halla Karen Kristjánsdóttir
er fædd árið 1970. Hún er
íþróttakennari að mennt og
hefur starfað við Borgarholts-
skóla í Grafarvogi frá 1997.
Hefur lengi verið þjálfari í
World Class, er með hlaupa-
hópinn Mosóskokk og leikfimi
fyrir 67 ára og eldri.
Hefur haldið utan um
Kvennahlaupið í Mosfellsbæ sl.
15 ár auk þess að vera með fyr-
irlestra, íþróttaskóla, námskeið
og annað. Halla Karen er gift
Elíasi Níelssyni íþróttafræðingi
og eiga þau samtals þrjú börn.
Hver er hún?
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hjólreiðamenn Um allt höfuðborgarsvæðið og víðar um landið hafa hjól-
reiðum verið skapaðar góðar aðstæður sem er gott í þágu lýðheilsumála.
Freyr Bjarnason
Freyr@mbl.is
Grínistinn Ari Eldjárn segir að
Íslensku bjartsýnisverðlaunin sem
hann hlaut á laugardag hvetji sig til
að leita út fyrir þægindarammann
og halda áfram að sinna nýsköpun.
„Þetta kom mér skemmtilega á
óvart,“ segir Ari,
spurður út í verð-
launin. „Þetta
hvetur mann til
að gera eitthvað
sem er ekki alveg
inni í þæginda-
rammanum því
mín vinna sem
grínisti og uppi-
standari er rosa-
lega mikil ný-
sköpun en hún getur staðnað mjög
hratt.“
Hann segir skemmtilegt að vera
kominn í hóp fjölbreyttrar flóru
listamanna sem hafa hlotið bjart-
sýnisverðlaunin. Hildur Guðnadóttir
kvikmyndatónskáld hlaut verðlaun-
in í fyrra en á meðal annarra sem
hafa tekið við verðlaununum eru
frænka Ara, rithöfundurinn Sigrún
Eldjárn, Friðrik Þór Friðriksson
kvikmyndagerðarmaður og Garðar
Cortes, sem vann þau fyrstur
manna árið 1981, á fæðingarári Ara.
Áskorun að búa til nýtt efni
Hann segir það mikla áskorun að
búa til nýtt efni og að mikilvægt sé
að hlutirnir verði ekki of þægilegir.
Uppistandið hans sem var tekið upp
og er nú til sýninga á Netflix hafi
verið mikil áskorun og um leið ný-
sköpun því slíkt hafi hann aldrei
prófað áður.
Vonar að ein milljón hafi horft
á Netflix-þáttinn
Aðspurður segist hann ekki vita
hversu margir hafi horft á þáttinn
hans á Netflix en veit að hann hefur
fengið mikið áhorf úti um allan
heim. Það geri honum starfið auð-
veldara að þurfa ekki að breiða út
fagnaðarerindið í eigin persónu eins
og sakir standa. Hann hlakkar þó til
að geta byrjað að ferðast aftur og
troða upp.
Ari hefur fengið skilaboð frá yfir
70 löndum vegna þáttarins og
kveðst vona að að minnsta kosti ein
milljón manna hafi horft á hann.
„Ég er mjög bjartsýnn þessa dag-
ana á árstíð þegar það er venjulega
ekki voðalega bjart yfir,“ segir hann
hress.
Verðlaunin komu
Ara Eldjárn á óvart
Ari Eldjárn hlaut bjartsýnisverðlaunin
Ari Eldjárn