Morgunblaðið - 04.01.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 04.01.2021, Síða 12
AFP Stökk Áhugavert verður að sjá hvort þróunin heldur áfram á sömu braut. Rafmyntin bitcoin hækkaði skarplega í verði á laugardag og sunnudag og fór hæst upp í rúmlega 34.000 dali í viðskiptum á sunnudagsmorgun. Mælt í bandaríkjadölum rauf bit- coin 30.000 dala markið á hádegi á laugardag en var komið upp í 33.000 dali um kvöldmatarleytið sama dag. Hefur verð rafmyntarinnar hækkað hratt á undanförnum tólf mánuðum en tók að þjóta upp 10. desember. Er verð bitcoin nú meira en tvöfalt hærra en í bólunni sem sprakk í árs- lok 2017 og um þrefalt hærra en þeg- ar verð rafmyntarinnar tók stökk sumarið 2019. Þó bitcoin hafi aldrei verið dýrari en nú þá er hlutfallsleg hækkun und- anfarins árs minni en í bólunni 2017 þegar verð rafmyntarinnar átjánfald- aðist. Undanfarna tólf mánuði hefur bitcoin nærri fimmfaldast í verði, en rösklega sexfaldast ef miðað er við lægsta verðpunkt ársins í miðjum mars síðastliðnum. Skiptar skoðanir eru um verðþróun bitcoin og fjallaði Morgunblaðið um það á laugardag að margt benti til að um bólu væri að ræða og að styrking rafmyntarinnar væri mögulega drifin áfram af markaðsmisnotkun. Forbes segir þó hægt að skýra styrkingu bitcoin að hluta með því að bandaríski greiðslumiðlunarrisinn PayPal ákvað í október að leyfa not- endum sínum að nota bitcoin í við- skiptum, með ákveðnum kvöðum. Bitcoin fékk líka byr undir báða vængi þegar Citibank og JPMorgan lýstu áhuga sínum á rafmyntinni en skýrslu var lekið frá Citi þar sem einn af reyndustu markaðsgreinendum bankans spáði því að verð bitcoin gæti farið upp í 318.000 dali í árslok 2021. Gagnrýnendur vilja hins vegar líkja bitcoin við píramídasvindl þar sem þeir sem voru fyrri til að fjárfesta í rafmyntinni geta innleyst hagnað með því að selja til þeirra sem kaupa bitcoin í gróðavon þegar verðþróunin virðist liggja þráðbeint upp á við og fátt haldi verði rafmiðilsins uppi ann- að en loftið sem blásið er í bóluna með þessum hætti. ai@mbl.is Áfram blæs bitcoin út  30.000 á hádegi en 33.000 um kvöldið 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021 - meira fyrir áskrifendur Lestumeira með vikupassa! Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga. - Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Íþróttir - Daglegt líf - Viðskipti - Fastir þættir - Aðsendar greinar - Aukablöð - Viðtöl - Minningargreinar - Umræðan Vikupassi er auðveldari leið til að lesaMorgunblaðið á netinu. Fáðu þér vikupassa af netútgáfu Morgunblaðsins. FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Furðu vekur að kínverski millj- arðamæringurinn Jack Ma virðist ekki hafa sýnt sig opinberlega í margar vikur og að hann er m.a. hættur að birta færslur á Twitter þar sem hann hafði verið nokkuð duglegur að tjá sig. Fóru vangaveltur um möguleg vandamál Ma á kreik á dögunum þegar hann mætti ekki í tökur á veruleikaþættinum Africa‘s Bus- iness Heroes þar sem afrískir frumkvöðlar kynna verkefni sín í von um að tryggja sér fjár- mögnun. Átti Ma að sitja í dóm- nefnd þáttarins og ritaði m.a. á Twitter í ágúst að hann hlakkaði mikið til að hitta keppendur. Stjórnandi kínverska vefversl- unarrisans Alibaba fyllti í skarðið fyrir Ma, sem stofnaði félagið ár- ið 1999, og hefur FT eftir tals- manni fyrirtækisins að upptökur hafi stangast á við önnur verkefni á dagskrá milljarðamæringsins. Þykir þó mörgum líklegri skýr- ing að Ma sé að súpa seyðið af því að hafa gagnrýnt stjórnvöld í Kína í ræðu sem hann flutti seint í október á fundi fjármála- sérfræðinga í Sjanghaí. Skaut hann þar föstum skotum á kín- verska banka- og fjármálakerfið sem hann sagði standa í vegi fyr- ir nýsköpun og framförum. Stóð þá til að skrá Ant Group, dótturfélag Alibaba, á markað og stefndi í stærsta hlutafjárútboð sögunnar en kínversk stjórnvöld stöðvuðu skráninguna á seinustu stundu. Greindi WSJ frá því í nóvember að þar hefði sjálfur Xi Jinping Kínaforseti verið að verki og tilgangurinn verið að koma böndum á Ma. Á aðfangadag upp- lýstu kínversk stjórnvöld síðan að rannsókn væri hafin á meintum einokunartilburðum Alibaba og var Ant Group sömuleiðis skipað að gera róttækar breytingar á rekstri sínum og vöruframboði til að fullnægja betur körfum kín- verskra laga. Öðrum víti til varnaðar Staða Ma hafði þótt mjög sterk enda vel liðinn í kínversku sam- félagi og almenningur hrifinn af árangri hans sem frumkvöðuls. Hefur Ma einnig eignast volduga vini um allan heim og t.d. starfað náið með Sameinuðu þjóðunum og ýmsum góðgerðarsamtökum. Brást Ma m.a. hratt við í kórónu- veirufaraldrinum og kom því í kring að New York bárust 2.000 nýjar öndunarvélar. Þá hefur hann sent andlitsgrímur og veiru- próf í tugmilljónavís til margra fátækari landa heims. En þrátt fyrir að vera valda- mikill, vellauðugur og vinmargur þá virðist sem Ma hafi ekki getað komist upp með að benda á mögulega bresti í stjórnarfari Kína og margt bendir til að ráða- menn í Peking vilji tryggja að vandræði Ma sendi öðrum sterk- efnuðum kínverskum frum- kvöðlum skýr skilaboð svo þeir freistist ekki til að færa sig upp á skaftið. Hvar er Jack Ma?  Ekki hefur sést til auðjöfursins eftir að hann gagnrýndi kínversk stjórnvöld  Peking líklega að senda skilaboð AFP Falinn Ma virðist hafa misreiknað sig alvarlega þegar hann gagnrýndi regl- ur og starfshætti innan kínverska fjármálageirans í ræðu í október. Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla afhenti 180.570 ökutæki á fjórða ársfjórðungi 2020 sem er töluvert um- fram spár markaðsgreinenda sem höfðu reiknað með 174.000 afhend- ingum. Á liðnu ári afhenti fyrirtækið 499.550 ökutæki sem er um 36% aukning frá árinu á undan en Elon Musk, stofnandi og forstjóri fyrir- tækisins, hafði sett markið á hálfa milljón bíla að því er FT greinir frá. Athygli vekur að Tesla skuli vera í sókn á meðan flestir aðrir bíla- framleiðendur þurftu að bregðast við samdrætti í sölu á liðnu ári. Meðal þess sem styrkti stöðu Tesla var að sportjeppinn Model Y kom á markað og framleiðsla komst á góðan skrið í nýrri bílaverksmiðju sem fyrirtækið opnaði í Sjanghaí í ársbyrjun. Tesla stefnir á frekari vöxt og munu nýjar verksmiðjur í Texas og Þýskalandi hefja framleiðslu á bif- reiðum síðar á þessu ári. Hlutabréfaverð Tesla hækkaði um 700% árið 2020 og var fyrirtækið met- ið á 669 milljarða dala við lokun mark- aða í árslok. ai@mbl.is AFP Velgengni Elon Musk má vera ánægður með árangurinn síðustu misseri. Árangur Tesla fram úr væntingum  Tvær bílaverksmiðjur opnaðar á árinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.