Morgunblaðið - 04.01.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021
Hvað þarf svo að
gera til að auka öryggi
jarðganga varðandi
umferð, vegfarendur
og björgunaraðila? Á
Vegagerðin að sjá til
þess? Að sjálfsögðu.
Samgöngustofa hefur
eftirlit með þessu en
gleymdi sér aðeins og
er að vakna til lífsins.
Fyrir nokkrum vikum
skrifaði ég grein sem var vel stytt
um öryggi jarðganga. Ákvað að
sleppa hluta 2 og hafa hann á fa-
cebook. Þetta er hluti 3.
Á almenningur ekki að geta
gengið út frá að fyllsta öryggis sé
gætt í jarðgöngum sem og öðrum
mannvirkjum? Atriðin hér að neð-
an eru að mestu öll jafn rétthá.
Göng á Íslandi eru ein- eða tvíbreið
en án óháðra ganga til að komast til
öryggis. Staðan er þessi án örygg-
isganga:
Nauðsynlegt er að bæta almenna
lýsingu í jarðgöngunum. Í dag er
bara rökkur.
Leiðarlýsing (svokölluð ÚT- og
neyðarlýsing) þarf að vera til stað-
ar í jarðgöngum svo gangandi geti
bjargað sér út úr göngunum. Þetta
getur verið ljós í vegkanti eða
neyðarljós á veggjum
sem koma inn þegar
rafmagn fer af.
Merkingar þarf að
bæta. Bæði inni í göng-
um og áður en komið er
inn í þau. Þessi merki
verða að vera sjálflýs-
andi og það stór um sig
að ökumenn verði
þeirra varir.
Slökkvitæki verða að
vera með reglulegu
millibili. Ekki 250 m á
milli þeirra. Í húsnæði
er talað um 25 m. Slökkvitæki eru
enn mikilvægari í jarðgöngum.
Síma- eða fjarskiptabúnaður ætti
þá líka að vera innan sambærilegra
marka (fjarlægðar).
Útvarpssendingar eiga að vera í
öllum jarðgöngum til að koma upp-
lýsingum til ökumanna og vegfar-
enda.
Símasamband (gsm) á að vera í öll-
um göngum til að koma upplýsingum
til ökumanna og vegfarenda s.s. með
sms eða að ökumenn geti hringt í 112.
Almennt fjarskiptasamband s.s.
Tetra þarf að vera í jarðgöngum til
að auka öryggi björgunaraðila.
Hylja (þekja) þarf alla brenn-
anlega klæðningu sem er í jarð-
göngum, sérstaklega í Múla- og
Strákagöngum.
Lengja þarf öll útskot í einbreiðum
jarðgöngum (jafnvel tvíbreiðum) svo
bifreiðir og/eða vöruflutningabifreiðir
komist örugglega um göngin (geti
vikið fyrir annarri umferð). Hin leiðin
er ljósastýrð umferð. Þá má benda á
að margar einbreiðar brýr á landinu
ættu að vera með ljósastýringu eða
sýna að ein átt eigi forgang.
Meðan ekkert er gert þarf að ljósa-
stýra umferð í Stráka- og Múlagöng-
um. Skoða þarf svo Vestfjarðagöng
sérstaklega (fyrir það fyrsta ætti að
bæta almenna lýsingu).
Gera þarf aðstöðu (bílastæði) fyrir
björgunarlið utan við göngin. Í dag er
oftast bara beinn og breiður (þröng-
ur) vegur að gangamunnanum.
Öryggisskýli þarf við alla gang-
amunna og það þarf að vera stærra
en símaklefi og halda vatni og vindi.
Lokunarslár ætti að gera virkari.
Vegagerðin þarf að hafa myndavélar
við alla gangamunna til að geta lokað
göngum tímanlega. Út frá því ætti að
vera myndavélakerfi í öllum göngum
og fyrir utan þau.
Það ættu að vera teljarar við gang-
amunna til að vita hvað margar bif-
reiðir eru í göngunum. Þá er hægt að
fella slár tímanlega ef eitthvað kemur
upp.
Vegagerðin þarf að standa straum
af kostnaði vegna æfinga og búnaðar
sem slökkvilið þarf á að halda. Þetta
á að vera hluti af áhættumati og við-
bragðsáætlun sem á að gera á hönn-
unarstigi jarðaganga (ekki löngu
seinna). Áhættumat og viðbragðs-
áætlun á að gera í samráði við sveit-
arfélög og slökkviliðsstjóra. Vega-
gerðin á að greiða fyrir allan kostnað
á líftíma jarðganga, ekki bara fyrstu
árin.
Tveimur vikum fyrir áætlaða opn-
un á að halda æfingu með björg-
unarliðum til að athuga hvort við-
bragðsáætlanir séu réttar. Ef einhver
vandamál koma upp hefur veghaldari
tvær vikur til að lagfæra galla sem
komu fram í viðbragðsáætluninni. Ef
vandamál eru enn til staðar þarf að
fresta opnun, þótt það sé að koma
vetur, nema gera auknar kröfur á
meðan um að úr sé bætt. Æ, þetta
var ekki gert í Dýrafjarðargöngum
fremur en öðrum göngum. Hver er
ábyrgur?
Áhættumat og viðbragðsáætlanir á
að gera í upphafi, þ.e. á hönn-
unarstigi, og á að vera hluti af hönn-
un. Áætlanirnar skal svo uppfæra á
fimm ára fresti í samráði við sveit-
arfélög og slökkviliðsstjóra. Þetta
hefur ekki verið gert. Spurning er
hvort almannavarnir eigi líka að
koma að þessu.
Vegagerðin sjái til þess að allur ör-
yggisbúnaður sé í lagi og öðru öryggi
sé fullnægt á líftíma jarðganga.
Þar sem loftstraumur í jarðgöng-
um er yfirleitt sá sami ætti að setja
merki um loftáttina á skilti bæði fyrir
utan göngin og inni í þeim. Þetta
verður til þess að fólk veit hvert það á
að fara til að koma sér í öryggi.
Svo má náttúrlega birta áhættu-
mat og viðbragðsáætlanir (sem sveit-
arfélög og slökkvilið hafa samþykkt).
Almenningur á rétt á að vita um
ástandið.
Það væri örugglega hægt að gera
þetta ítarlegar en hér læt ég staðar
numið. Nú ert það þú, lesandi góður,
sem þarft að spyrja, en ekki láta aðra
segja þér hvað er ásættanlegt öryggi.
Horfið betur í kringum ykkur þegar
þið farið næst um jarðgöng. Það mun
margt koma ykkur á óvart, sem þið
tókuð ekki eftir áður. Spáið í þetta og
látið í ykkur heyra.
Niðurstaðan er að minnihluti jarð-
ganga á Íslandi uppfyllir þær örygg-
iskröfur sem almennt eru gerðar um
jarðgöng. Þá er bara að bíða og vona
að eitthvað verði gert í málinu.
Eftir Pétur
Valdimarsson »Á almenningur ekki
að geta gengið út frá
að fyllsta öryggis sé gætt
í jarðgöngum sem og
öðrum mannvirkjum?
Pétur Valdimarsson
Höfundur er áhugamaður um
öryggi jarðganga.
peturvald@gmail.com
Eru jarðgöng á Íslandi örugg?
Þörf uppbygging og
skörp fjármálastefna
er nauðsynleg við yf-
irstandandi vanda og
til að efla landsmenn
til bjartari tíma. Því
miður eru ekki allir
samstiga varðandi það
og loftbóluhugmyndir
víða í gangi.
Þarfar aðgerðir
stjórnvalda og fleiri að-
ila vegna Covid-19 hafa verið og eru
nauðsynlegar, gagnrýni varðandi
það sætir furðu margra. Það horfir
til bjartari tíma með tilkomu á bólu-
efni gegn veirunni skæðu, sem tekið
hefur líf og laskað heilsu margra.
Viðsnúningurinn mun þó taka tíma
og þörf uppbygging á ýmsum svið-
um.
Margir eru hissa á ýmsum til-
lögum sem settar hafa verið fram
við nefndar aðstæður og til framtíð-
aruppbyggingar, jafnvel fjáraustri út
í loftið. Jafnvel talið æskilegt að
opna á erlendan aðgang að fiskimið-
unum, stórauka innflutning á land-
búnaðarvörum og opna landið frekar
inn í atvinnuleysið og fleiri vanda-
mál sem við er að fást.
Samhliða er uppi hávær krafa að
umbylta stjórnarskránni í stað
vissra úrbótaþátta er lúta að þjóð-
arhag.
Síðan koma til ýmsir aðrir þættir
sem huga þarf að. Hlunnindajarðir
eru seldar sem fyrr erlendum auð-
mönnum og fleirum án kvaða, fleiri
einingar og verðmætur rekstur í
svipuðum farvegi með afrakstri úr
landi. Samkvæmt fréttum var/er
loftslagskvóti seldur úr landi til er-
lendra fyrirtækja sem kolakynda
síðan framleiðslu sína með mikilli
mengun. Margir eru hugsi vegna
þessa ef rétt er og fleiri þátta sem
gjarnan er kallað grænar lausnir.
Mörgum fyrirtækjum hefur verið
veitt aðstoð á ýmsan hátt vegna Co-
vid-19 með hlutabótagreiðslum til
langs tíma, styrkjum o.fl. Að ýmsu
þarf að huga í því sambandi, t.d.
rekstrarhæfi fyrirtækja, mögulegri
uppbygging o.fl. Fjár-
hagsaðstoð ríkisins og
banka, styrkir o.fl. þarf
að vera uppi á yf-
irborðinu og þarf að-
hald að vera þar á svo
féð nýtist sem best. At-
vinnuleysisbætur og
fleiri bætur hafa verið
hækkaðar sem var
þarft mál. Jafnframt
þarf að huga til fram-
tíðar að meiri launa-
jöfnuði og bæta lífeyri
til meiri sátta í landinu.
Varðandi þörf verkefni hjá því op-
inbera við yfirstandandi vanda, þá
er átt við verkefni sem skapa arð og
öryggi fyrir landsmenn, ekki að
kontóristum sé fjölgað hér og þar
sem jafnvel er ekki er vitað hverju
skila til verka í reynd. Sem dæmi
um þörf verkefni má nefna sam-
göngu- og öryggisþætti, t.d. innri
Sundabraut o.fl., efla heilbrigð-
iskerfið og hjúkrunarheimilin, vinna
niður biðlista, efla forvarnir, skóla/
nám, íþróttir, hátækni o.fl. Slíkt eyk-
ur öryggi í landinu og skapar bjart-
ara viðhorf við krefjandi aðstæður.
Samhliða þarf að efla matvælafram-
leiðslu til lands og sjávar, iðnað,
ferðageirann og fleira með vissum
breytingum, eftirlit með fram-
kvæmdum, byggingum og fleiru,
fullvinna sjávarfang hér í meira
mæli o.fl.
Ljóst er að ferðageirinn fer á
skrið á ný og því fylgir ábyrgð.
Milljónir ferðamanna skila ekki
endilega hagvexti til lengri tíma lit-
ið, frekar hóflegur ferðamannafjöldi
sem vel er gert við og þeir þá til-
búnari en ella að greiða vel fyrir,
t.d. með komugjöldum o.fl. Við eig-
um stórbrotið land og ætlum von-
andi að eiga það áfram með hóflegu
álagi og raunhæfri uppbyggingu.
Aðgerðir og hlutafjáraukning hjá
Icelandair gefur góða von inn í
trygga loftbrú á ný sem landsmenn
þurfa nauðsynlega á að halda í stað
ótryggs flugreksturs eins og dæmin
sanna.
Kaupgleði landans hefur verið
mikil síðustu mánuði, í stað 2-250
milljarða eyðslu erlendis. Áfram-
Eftir Ómar G.
Jónsson
Ómar G. Jónsson
Stjórnmál og þarf-
ar aðgerðir við
krefjandi aðstæðurBLM-samtökin(Black lives matter)
voru stofnuð 2013 í
kjölfar þess að örygg-
isvörðurinn George
Zimmerman var sýkn-
aður af ákæru um
morð á hinum 17 ára
Trayvon Martin.
Áverkar George
bentu til að hann
hefði haft ástæðu til
að óttast um líf sitt (nefbrot og
skurðir á hnakka) en fjölmiðlar
héldu sig við hina upphaflegu frá-
sögn: Að byssuglaður hvítur
(George telur sig ekki hvítan) lag-
anna vörður hefði drepið svartan
óvopnaðan ungling.
Stofnendurnir voru þrjár svart-
ar konur, þar af tvær sem eru
virkar í LBGTQ-samtökum. Patr-
isse Cullors hefur verið mest
áberandi þeirra og berst fyrir því
að fangelsi verði lögð niður og að
viðurkennt verði að allir hvítir séu
rasistar í eðli sínu. Henni finnst
sem þjóðfélagsgerðin haldi svört-
um niðri og hefur sagt op-
inberlega að BLM byggi á marx-
ískri hugmyndafræði.
Dauði fleiri svartra, s.s. Mich-
aels Browns sem sannað þótti að
hefði ráðist á lögreglumann og
reynt að ná byssu hans, varð einn-
ig fjölmiðlamatur en eftir dauða
George Floyds fóru af stað mót-
mæli í mörgum löndum og óeirðir,
skemmdarverk og gripdeildir víða
í BNA.
Hugmyndin um kerfisbundið
óréttlæti og rasisma er leið-
arhnoða BLM en óljóst er í hverju
það á að felast. Bandaríkjamenn
kusu jú Obama tvisvar og það eru
ekki hvítir sem hafa hæstu með-
allaunin þar í landi, heldur fólk af
asískum uppruna, sem er með tvö-
falt hærri tekjur en svartir. En af
hverju ná Asíubúar þessum ár-
angri? Hluta skýringarinnar má
finna í orðum Obama, en hann
sagði árið 2008 að föðurlaus börn
væru fimm sinnum líklegri en
önnur til að alast upp í fátækt og
tuttugu sinnum líklegri til að
lenda í fangelsi. Föðurleysi er
nefnilega sjaldgæft meðal Asíubúa
en meira en 70% svartra feðra yf-
irgefa afkvæmi sín.
Menn höfðu væntingar um að
Obama myndi sam-
eina þjóðina en hann
virtist fremur vinna
að því að sundra
henni. Þegar Tray-
von Martin var drep-
inn sagði Obama að
hann hefði getað ver-
ið sonur sinn og við
jarðarför fimm lög-
reglumanna í Texas
2016 sem svartur
lögguhatari sallaði
niður fór hann að
tala um rasisma gegn
svörtum.
Áróðri um að hvítir Bandaríkja-
menn séu rasistar er stíft haldið
að þjóðinni. Í skólunum er kennd
hugmyndafræði Robins DiAngelo
um að allir hvítir séu rasistar og
sárgrætilegt sé að þeir vilji ekki
gangast við því og NYT boðar að
rasismi sé drifkrafturinn á bak við
alla hluti frá stofnun Bandaríkj-
anna. Fólk er svo skyldað á nám-
skeið til að skynja og skilja ras-
isma sinn.
Vefsíða BLM um hvað samtökin
standa fyrir virðist horfin en þar
mátti lesa að samtökin berðust
gegn yfirburðahyggju og heims-
valdastefnu hvítra gagnkyn-
hneigðra karla og vildu umturna
hinni vestrænu hugmynd um
kjarnafjölskylduna. Að allir sem
hafi hvítan húðlit teljist til óvina
sést oft og slagorðinu „All lives
matter“ er hafnað.
Meira en helmingur þeirra er
lögreglan drepur er hvítur en það
telst ekki áhugavert. Heiminum er
skipt upp í kúgara og hina kúguðu
og skv. hinni ný-marxísku hug-
myndafræði eru hvítir og gyðingar
í hlutverki auðvaldsins og eiga því
ekki samúð skilda. Svart transfólk
fær flest stig á undirokunarskal-
anum og ber því að setja þarfir
þess í forgang.
Það er ekki hollt fyrir svarta að
fá stöðugt að heyra að þeim sé
haldið niðri af óréttlátu kerfi, það
vekur óvild sem birtist í árásum á
fólk og nýtist sem réttlæting til
rána úr verslunum. Ein tegund
árásanna er svokallaður „knocko-
ut“-leikur en hann gengur út á að
reyna að rota óviðbúið hvítt fólk,
gyðinga eða Asíubúa með einu
höggi. Rick Moranis varð nýlega
fyrir slíkri árás er svartur maður
sló hann fyrirvaralaust niður úti á
götu í Manhattan.
Í BNA eru það í um 90% tilfella
svartir sem drepa aðra svarta og
mörg börn falla í valinn í geng-
jastríðum. Með því að fækka í lög-
reglunni yrðu hin alsaklausu fórn-
arlömb fleiri. Í NY um 1990 voru
dæmi um að smábörn væru látin
sofa í baðkerum þeim til verndar.
Á þeim tíma voru um 2.000 drepn-
ir í borginni árlega.
Samkvæmt Washington Post
skaut lögreglan 1.001 til bana
2019. Fjórðungur þeirra var svart-
ur, þar af 13 óvopnaðir. Í Chicago
einni hafa nær 700 verið skotnir
til bana á þessu ári, flestir í
gengjastríðum svartra. Af hverju
er horft framhjá því að svartir
(12,8% þjóðarinnar) fremja meira
en 50% morða og rána í landinu
en einblínt á ofbeldi lögreglunnar?
En í hverju birtist óréttlæti
kerfisins? Á vef The National Mu-
seum of African American History
and Culture (Smithsonian) mátti
lesa í sumar að rasisma væri við-
haldið með því að telja „hvítleika“
æðstan gilda en menningu ann-
arra kynþátta og menningarhópa
óæðri. En hvað er átt við með
hvítleika?
Jú, undir það flokkast ein-
staklingshyggja, vinnusemi, hlut-
lægni, kjarnafjölskyldan, stund-
vísi, virðing fyrir yfirvöldum,
kurteisi, lög og málfræði ættuð frá
Bretlandi, hin vísindalega aðferð,
kristnir helgidagar, keppnisandi
o.fl. Skjalið má finna með því að
gúgla: Some aspects and ass-
umptions of white culture in the
US.
Er það eingöngu rasismi og
yfirburðahyggja hvítra sem heldur
svörtum niðri? Á einkennismenn-
ing þeirra, gengjamenningin, eng-
an þátt í því? Er hvítleiki svo
slæmur? Er það ekki rasismi að
byggja ásakanir um rasisma á
húðlit?
Um BLM-hreyfinguna
Eftir Ingibjörgu
Gísladóttur » BLM-samtökin eru
kynnt sem baráttu-
samtök fyrir bættum
hag svartra Bandaríkja-
manna, en er málið svo
einfalt?
Ingibjörg Gísladóttir
Höfundur starfar við umönnun
aldraðra.