Morgunblaðið - 04.01.2021, Page 19

Morgunblaðið - 04.01.2021, Page 19
sig í því sem hún tók sér fyrir hendur í uppbyggingu líkams- ræktarstöðva og heilsumeðferða. Hún var bráðskörp og fylgin sér en á sama tíma átti hún erfitt með að þola uppgerð og sýndar- mennsku sem henni fannst á stundum of mikið af í kringum sig. Þá mátti hún ekkert aumt sjá og beitti sér iðulega fyrir verk- efnum til stuðnings þeim sem á þurftu að halda. Aldrei heyrði ég hana hreykja sér af því. Síðast en ekki síst var Jónína óspör á hvatningu, hrós og væntumþykju til allra sem kusu að njóta. Hún fór aldrei í manngreinarálit. Lífsferill vinkonu minnar var ekki alltaf blómum skrýddur, eins og hún tjáði sig um opinberlega nýlega. Í samskiptum okkar, jafnt í pólskum skógi sem og hér heima, áttum við margar skemmtilegar kappræður um hin ýmsu mál, þjóðmál jafnt sem per- sónuleg. Þær samræður voru stundum djúpar, aldrei leiðinleg- ar. Jónína hafði skoðanir og lét þær í ljósi en við ræddum líka erf- ið mál, t.d. einmanaleika. Mörgum finnst fjarstæðukennt að fólk sem á óteljandi vini og yndislega fjöl- skyldu geti verið einmana. Jónína vissi að sú vanlíðan hefur ekkert með fjölmenni eða fámenni að gera. Það þarf kjark til að opna á umræður um erfið mál, Jónína hafði þann kjark. Jónína Ben var kölluð frá okk- ur alltof snemma. Hún var mér fyrst og fremst góður vinur sem ég sakna hvern dag. Ég og dóttir mín sendum börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Það var yndislegt að heyra hana tala um barnabörnin sem hún dáði. Móðurmissir er ætíð sár, megi góðu minningarnar græða. Jónínu bið ég blessunar og góðrar heim- ferðar. Takk fyrir allt og allt. Fríða Proppé. Hvernig minnist maður konu eins og Jónínu Ben.? Konu sem var frumkvöðull, skynsöm, full af kjarki og þori og ein kærleiksrík- asta manneskja sem ég hef kynnst, ég bara spyr? Ég vil ekki tala í „klisjum“ um þessa kjörk- uðu vinkonu mína sem aldrei mun hverfa mér úr minni. Saga okkar er kannski ekki löng en við bund- umst kærleiksböndum frá fyrsta degi og alla tíð síðan áttum við hvor aðra að. Ég hef oft sagt það og get sagt það enn og aftur að það að hafa kynnst þessari dásamlegu konu bjargaði lífi mínu. Ég var á vondum stað varð- andi alls konar lyfjanotkun sem læknar gáfu mér sem áttu að hjálpa mér við stoðkerfisverkjum og gigt og að þrotum komin þegar ég leitaði eftir hjálp hjá Jónínu og einni af hennar bestu vinkonum, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, 2012. Þær voru saman með detox- fræðslu í Póllandi í það skiptið og það stóð ekki á svari frá henni: „Elsku besta, komdu bara með okkur næst til Póllands og lækn- irinn sem vinnur með okkur þar mun geta hjálpað þér.“ Þegar maður er kominn í þrot varðandi lyf og læknismeðferðir stekkur maður á hjálp frá þeim sem vill og reynir að hjálpa manni. Þvílík hjálp sem ég fékk hjá þeim stöll- um og ég lærði aðferðina til sjálfs- hjálpar. Lyf sem gagnast manni ekki eru óþörf, hreint mataræði, vatn, vítamín og bætiefni, það er málið. Fyrir alla sem eru á þess- um stað er detox stórkostlegt hjálpartæki. Jónína Ben. var alls ekki kona sem fór í gegnum lífið þrautalaust og hún var ekki gallalaus frekar en aðrir. Hún hafði sterkar skoð- anir á öllum málefnum og var þar af leiðandi alltaf að reyna að fá fólk til að tjá skoðanir sínar og alltaf hafði hún gaman af skoð- anaskiptunum ef fólk var heiðar- legt og hreinskiptið. Traustari vin og kærleiksríkari er erfitt að finna. Alltaf boðin og búin að vera vinur vina sinna. Hlátur hennar og bros fylgdi manni hvert skipti sem maður heyrði í henni. Brand- ara kunni hún marga sem runnu frá henni áreynslulaust, sumir hverjir á grábláu svæði því kímni- gáfu hafði hún mikla og gat gert grín, ekki síst að sjálfri sér. Ég, sem núna sit eftir í söknuði og með tár á hvarmi vegna frá- falls hennar, skil að missir barnanna og barnabarnanna sem hún elskaði mest ásamt allri hennar stóru fjölskyldu er mikill og vil ég af veikum mætti votta þeim alla mína samúð. Minningin um stórkostlega konu lifir í hjarta okkar Balda eiginmanns míns, sem hafði líka notið leiðsagnar og visku Jónínu. Við sendum okkar bestu kveðjur í sumarlandið. G. Elísabet Jensdóttir. Á einu andartaki varð ólýsan- lega sár aðskilnaður og ósann- gjörn tímamót. Elsku mamma mín og vinkona var látin. Jólin sem við ætluðum að halda saman og öll spennandi plön urðu að engu. Við fáum ekki lengur að búa til nýjar minningar með mömmu og förum þess í stað að minnast þess sem er liðið. Mamma mín og amma barnanna minna, amma Ninna, var mjög stór persóna í okkar lífi og eftir er tóm sem ekki verður fyllt. Það er best hægt að lýsa mömmu sem sterkri persónu í fín- gerðum umbúðum. Minnstu hend- ur sem ég hef séð. Hún var vissu- lega hvatvís, óútreiknanleg og oft uppátækjasöm en líka húmoristi, tilfinningarík og sterkgreind. Hún elskaði að vera í kringum fólk en leið þó alltaf best í kringum börn, kennarinn aldrei langt undan. Uppeldi okkar í Svíþjóð einkennd- ist af góðri festu, aga, ævintýrum og kærleika. Mamma var kona sem virtist geta allt, hún óð áfram og við fengum alltaf að vera með. Bæði í hennar sigrum en einnig ósigrum, sem var lærdómsríkt. Ég man ekki eftir að hún hafi far- ið hefðbundnar leiðir í gegnum nein verkefni og hún var sannkall- aður frumkvöðull allt sitt líf. Í Svíþjóð fylgdumst við börnin með mömmu byggja upp farsælt fyrirtæki, Aktiverum heilsurækt. Stöðin endurspeglaði hana, litrík, orkumikil og skemmtileg. Við nut- um þess að vera með mömmu í vinnunni og vinnusemi hennar og elja var smitandi. Öll störf sem mamma hefur unnið hafa snúist um fólk og vellíðan. Heimili okkar og líf mömmu var í raun eins og félagsmiðstöð þar sem gott fólk kom og fór. Henni var alveg sama um uppruna þess, stöðu eða for- sögu og hún var iðin við að gefa af sér, hjálpa og leiðbeina. Núna, eftir að hún er farin, hefur ótrú- legasta fólk sagt okkur frá kynn- um sínum af henni og ég fyllist stolti yfir öllum litlu og stóru góð- verkunum sem hún hefur komið að í gegnum tíðina. Fjölmargar yndislegar minn- ingar frá brúðkaupinu mínu, ferðalögum og öðrum spreng- hlægilegum uppákomum sem mamma átti alfarið heiðurinn af hafa skotið upp kollinum. Upplif- anir sem ég hef sjálf ekki hugar- flug til að veita börnunum mínum og þykir svo afar leitt að mamma fær ekki að veita þeim á sínum efri árum. Það er svo mikill missir að þessari merku konu í okkar venjulega lífi. Ég hugga mig við að samband hennar við son minn var einstakt og fékk hann að upp- lifa þó nokkur brjáluð ömmu Ninnu augnablik sem hann mun aldrei gleyma. Vinskapur okkar mömmu kenndi mér líka að við fetum fæst beinu brautina alla okkar ævi og gerum öll mistök eða hrösum. Það gerir okkur að því sem við erum en svo stöndum við upp og höld- um áfram. Mamma var þar engin undantekning. Á tímum sem hún átti lítið að gefa var þó aldrei vafi á því hversu mikið hún elskaði okkur börnin og barnabörnin sín og hvað hún var ótrúlega stolt af okkur. Hún talaði við okkur dag- lega og lét okkur alltaf finna að við vorum elskuð. Nú þegar ég þarf að kveðja eina mikilvægustu manneskjuna í mínu lífi hefur hún því búið þannig um hnútana að ekkert er á milli okkar ósagt. Hún elskaði mig og ég hana, þetta viss- um við báðar. Guð blessi þig elsku mamma. Jóhanna Klara Stef- ánsdóttir og fjölskylda. Ég hef áður vitnað í kærleik- skúluna mína sem ég set upp á að- ventunni ár hvert. Á henni stend- ur þessi sanna mótsögn: „Það er fallegt en sorglegt að vera mann- eskja.“ Lífið fór ekki alltaf mjúk- um höndum um hana Jónínu vin- konu mína. En við vitum að tilveran er aldrei annaðhvort eða; annaðhvort svört eða hvít, falleg eða sorgleg. Við lifum og deyjum einhvers staðar þarna á milli. Og hlutskipti okkar er bæði sorglegt og fallegt. Við Jónína lágum saman á sæng eins og það hét í eina tíð. Ég eignaðist dreng hinn 28. ágúst 1989, hún eignaðist dreng hinn 29. Ég kynntist henni ekki „á sæng- inni“ en okkar leiðir lágu saman nokkru síðar þegar ég fór að æfa hjá henni á Planet Pulse. Fyrir rúmum áratug, á erfiðri stundu í mínu lífi, hafði Jónína svo samband. Hún sagðist hafa fylgst með mér, dáðst að mér (alltaf að hrósa, hennar aðal), en nú þyrfti ég að koma með henni í detox. Ég var efins, fannst ég í ágætum mál- um miðað við þungt áfall, en sló til. Þessi för mín til Póllands og kynnin af detoxi Jónínu Ben eru klárlega einhver besta fjárfesting lífs míns og hef ég fylgt henni alla tíð síðan. Ég lærði mikið af henni enda hafsjór af fróðleik og ég á henni margt að þakka. Hún var mikill frumkvöðull. Hún var baráttujaxl og töffari en ákaflega viðkvæm. Það sópaði að þessari skarpgreindu konu, hún var vel að sér og lét til sín taka á mörgum sviðum þjóðfélagsins en fór stöku sinnum offari. Og það má sjálfsagt segja að hún hafi ekki verið allra og sóttist heldur ekki eftir því. Það virðist oft vera þannig þegar slíkir persónuleikar eru á ferð, þá eru þær systur öf- und og illmælgi aldrei langt und- an. Það eru margir sem mega skammast sín fyrir illkvittni og ömurlegt umtal í hennar garð. Það beygði hana smám saman og braut að lokum eitt stærsta hjarta sem ég hef kynnst. Hjartað var úr gulli en hún gaf allt of mikið af sjálfri sér, en var sjálfri sér verst. Að lokum þetta til elsku hjart- ans vinkonu minnar: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess- vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ (Heimsljós, HKL.) Ég verð ævinlega þakklát fyrir kynni mín og vináttu Jónínu, þessarar kjarkmiklu vinkonu minnar. Blessuð sé minning hennar. Regína Greta Pálsdóttir. „Allt eins og blómstrið eina.“ Þessi sálmur er okkur ofarlega í huga þessa dagana. Síðustu blómstrandi mánuðir okkar með þér voru þannig. Eftir áralanga baráttu til að öðlast líf í fullri gnægð brosti lífið við þér. Ung stóðst þú þig með miklum ágætum í Kanada við nám og rekstur líkamsræktarstöðva. Fórst þaðan til Svíþjóðar, þar varst þú valin viðskiptakona árs- ins og áttir það að fullu skilið. Komst svo heim og áttir stóra drauma sem urðu að veruleika. En þá hrundi allt og þú misstir fótanna, varðst umtöluð og allt að því lögð í einelti. Þú varst alltaf hreinskiptin og það kom þér stundum í koll. Við áttum í nánum samskiptum síðustu þrjú árin og í byrjun þessa árs tókstu stóra ákvörðun. Síðan lá leiðin upp á við og allt þetta sumar var samfelld sigurganga. Það var dásamlegt að fylgjast með því og okkur mikil huggun þessa dagana. Það eina sem skyggði á gleðina var að mað- urinn þinn tregðaðist við að skilja við þig. Líf mannlegt endar skjótt segir líka í sálminum. Eftir sitjum við harmi lostin. Það var svo mik- ið ógert. Þú varst elskuð hér í Hveragerði og af öllum sem þú hjálpaðir til betri heilsu. Minning þín er björt og okkur mikil hugg- un. Far vel, kæra Jónína, og Guð blessi fjölskyldu þína og vini. Brandur og Marta. Grátt skipið öslar úthafsölduna undan Skjálfandaflóa með stefnu á Grímseyjarsund. Þorskastríðum lokið og rólegra en undanfarin ár. Um borð í varðskipinu Ægi er morgunvaktin að búa sig undir að skila af sér vaktinni. Kveikt er á útvarpinu til að heyra nýjustu veðurfréttir og ágrip frétta. Að þessu loknu tilkynnir ung rödd að nú hefjist morgunleikfimi. Við hlustum vandlega á einstaklega áheyrilega rödd tilkynna ýmsar æfingar sem hún vill að áheyr- endur framkvæmi. Ekki fór það þó svo að við framkvæmdum þessar æfingar enda ekki þekktir fyrir mikinn leikfimiáhuga. Við hlustuðum þess betur á það sem stjórnandinn hafði fram að færa. Alla morgna síðan hlustuðum við á þessa ungu rödd segja okkur hvað okkur væri fyrir bestu vild- um við halda okkur í eðlilegri þjálfun. Mig grunaði ekki þá að þessi unga kona með áheyrilegu röddina yrði sérstakur vinur minn og fjölskyldu minnar í gleði og sorg næstu fjörutíu ár. Það hófst með leikfimiferðum konu minnar. Jónína hóf að kenna eróbikk í Engihjalla, Kópavogi, þá hófst vinátta sem staðið hefur æ síðan, stundum með dálitlum hléum. Hún stofnaði ásamt Ágústu Johnson líkamsræktarstöð í Borgartúni og ráku þær hana í nokkur ár. Jónína hélt til Svíþjóð- ar ásamt manni sínum þar sem hann stundaði sérnám í læknis- fræði. Við kynntumst góðum eig- inmanni hennar og börnum og áttum með þeim margar yndis- stundir bæði á Íslandi og í Sví- þjóð. Jónína var einhverjum of- urkröftum gædd, stofnaði hún í Helsingborg stóra líkamsræktar- stöð sem hún nefndi Aktiverum. Á þessum árum var hún kjörin framsæknasta konan á þeim slóð- um og stöðvarnar urðu fleiri. Því miður slitnaði upp úr hjónabandi hennar og eiginmanns hennar á þessum árum. Þá voru börnin orð- in þrjú, hvert öðru glæsilegra. Jónína seldi fyrirtæki sitt í Sví- þjóð og þegar heim kom stofnaði hún fyrirtækið Planet Pulse í hót- el Esju við Suðurlandsbraut. Í Reykjavík hélt hún uppteknum hætti og stofnaði fleiri líkams- ræktarstöðvar, m.a. í Austur- stræti. Um það leyti varð rekst- urinn erfiðaðri og reyndist henni afar erfiður uns yfir lauk. Hún hallaði sér að Bakkusi á tímabili en hafði sem ung kona forðast slíkt samneyti með öllu. Samskipti okkar og fjölskyldu voru allmikil á þessum árum og ferðuðumst við með henni bæði utan- og innan- lands. Jónína átti stóran vinahóp og systkini sem studdu hana með ráðum og dáð. Hún hóf líkams- rækt í Póllandi fyrir nokkrum ár- um og átti töluverðri velgengni að fagna á því tímabili uns hún flutti starfsemi sína til Íslands og sett- ist að í Hveragerði. Það er margs að minnast í sam- skiptum okkar og hennar. Ótal ferðir og samskipti um jól og ára- mót. Var hún í miklum metum bæði meðal fjölskyldu okkar og vina. Einstaklega skemmtileg og kunni frá mörgu að segja enda kynnst mörgu óvenjulegu á lífs- leiðinni. Oft minnti ég hana á kynnin á Grímseyjarsundi og höfðum við gaman af. Við hjónin vorum ekki alltaf sammála Jónínu í skoðun á mönnum og málefnum en gátum þó oftast leitt þau til grunna. Fjölskyldu Jónínu, börn- um og barnabörnum færum við einlægar samúðarkveðjur. Edda og Hálfdan. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021 ✝ HrafnhildurEiríksdóttir fæddist á Eskifirði 20. september 1947. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 21. desem- ber 2020. Foreldrar henn- ar voru Eiríkur Guðnason, f. 17. júlí 1914, d. 21. mars 1995, og Kristjana Ákadóttir, f. 3. febrúar 1919, d. 9. mars 1992. Systkini Hrafn- hildar eru Svala Sigríður Auð- björnsdóttir, f. 1939, d. 1991, Sveinn Guðni Eiríksson, f. 1942, d. 1979, og Marinó Eiríksson, f. 1943, d. 1944. Hrafnhildur ólst upp á Eski- firði og stundaði þar almennt grunnskólanám eins og títt var á þeim árum. Hún fór ung að vinna fyrir sér og flutti til Akur- eyrar 16 ára og starfaði þar á Sjúkrahúsinu. Skömmu eftir komuna til Akureyrar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sín- um, Valdemar Thorarensen, f. 12. ágúst 1944, og hófu þau bú- skap fljótlega. Fyrst um sinn bjuggu þau á Akureyri en árið 1964 fluttu þau til Eskifjarðar og bjuggu þar um tíma en flutt- ust síðan aftur til Akureyrar þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Börn þeirra Hrafnhildar og Valdemars eru: 1) Lára Thor- arensen, f. 28. september 1963, eiginmaður hennar er Þórarinn Hafdal Háv- arðarson og eiga þau tvo syni og 11 barnabörn. 2) Guðni Thor- arensen, f. 17. apríl 1965, og á hann fjóra syni með fyrr- verandi sambýlis- konu sinni, Ástu Aðalsteinsdóttur. 3) Guðrún Thor- arensen, f. 4. des- ember 1967, eiginmaður hennar er Ástþór Auðunn Stefánsson, þau eiga tvö börn og þrjú barna- börn. 4) Drengur, f. 21. júlí 1976, d. 21. júlí 1976. 5) Stúlka, f. 31. júlí 1977, d. 31. júlí 1977. 6) Sveinn Thorarensen, f. 28. maí 1980, eiginkona hans er Hrönn Björgvinsdóttir og eiga þau tvö börn. Sem ung kona á Eskifirði starfaði Hrafnhildur við almenn störf í fiskvinnslu og fleira. Fyrst eftir flutning til Akureyr- ar starfaði hún á Sjúkrahúsinu en síðar starfaði hún um langan tíma á Sambandsverksmiðj- unum á Akureyri. Hrafnhildur var alla tíð mjög félagslynd og hennar helstu áhugamál voru alla tíð handa- vinna og hannyrðir og liggur eftir hana mikið magn hann- yrða. Útför hennar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, mánudag- inn 4. janúar 2021, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Látin er mágkona mín, Hrafn- hildur Eiríksdóttir, eftir veikindi undanfarinna ára. Hrafnhildur var gift Valda bróður mínum og kom hún inn í fjölskyldu okkar mjög ung og hefur alla tíð verið mér nánast sem systir frekar en mágkona. Hrafnhildur og Valdi kynntust á Akureyri og hafa búið þar nær allan sinn búskap, en bjuggu tímabundið á Eskifirði þaðan sem Hrafnhildur er ættuð. Fljótlega eftir að þau hófu búskap eignuðust þau sitt fyrsta barn og við tók barnauppeldi og almennt búskaparbasl eins og gengur. Ég minnist Hrafnhildar á þessum ár- um sem sérstaklega glaðlegrar og duglegrar konu. Hún aðstoðaði mig við mjög margt sem upp kem- ur hjá unglingi þótt hún væri að- eins sex árum eldri en ég. Ég gat alltaf leitað til hennar og leiðbeindi hún mér á jákvæðan og góðan hátt. Ég sé það núna að það var mér mjög mikilvægt að eiga slíka trúnaðarvinkonu og hafa ráð hennar reynst mér vel. Hrafnhildur fæddist ekki með silfurskeið í munni og þurfti alla tíð að hafa fyrir hlutunum, þau Valdi tókust sameiginlega á við sitt brauðstrit og farnaðist bara vel og nutu þess seinni árin. Hrafnhildur og Valdi eignuðust sex börn en tvö létust við fæðingu og var það þeim mjög erfitt. Börn- in þeirra eru allt mannvænlegir einstaklingar sem öll hafa stofnað sína eigin fjölskyldu og er hópur barnabarna og barnabarnabarna orðinn fjölmennur. Hrafnhildur starfaði alla tíð ut- an heimilis samhliða því að annast stórt heimili og naut sín vel við öll þau störf. Hannyrðir og handa- vinna voru hennar aðaláhugamál þegar tími gafst til og nutu ömmu- börnin þess að fá nýja prjónaða flík frá ömmu. Eftir hana er til mikið af útsaumsmyndum þar sem fyrirmyndirnar eru sögufræg hús á Akureyri. Fyrir þremur ár- um, þegar hún fagnaði 70 ára af- mæli sínu, hélt hún opinbera sýn- ingu á verkum sínum, sýning þessi var hin glæsilegasta. Samskiptin urðu minni eftir að ég flutti frá Akureyri en alltaf heyrðumst við reglulega í síma og ég hitti hana alltaf þegar ég átti leið um Akureyri. Síðustu fimm árin hefur hún glímt við þann sjúkdóm sem að lokum felldi hana, en hún barðist af hugrekki og dugnaði alla tíð og reyndi að njóta þess sem lífið bauð upp á. Ég vil með þessum fátæklegu skrifum mínum þakka Hrafnhildi hennar löngu vináttu og velvild í minn garð og óska henni Guðs blessunar. Kæri Valdi, börnin hennar fjög- ur, tengdabörn, barna- og barna- barnabörn, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur um leið og við minnumst góðrar konu með virðingu og þökk. Margrét Thorarensen. Hrafnhildur Eiríksdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.